Endurskoðun landbúnaðarstefnu Pírata

Félagsfundur Pírata 14/12/20 um sjálfbæran landbúnað samþykkir að þörf er á endurskoðun landbúnaðarstefnu Pírata. Drög að nýrri stefnu skulu unnin í víðtæku samráði við alla hagsmunaaðila og með loftslagsstefnu Pírata til hliðsjónar. Leiðarljós þessarar vinnu skulu vera sjálfbærni, fæðuöryggi, dýravernd, íbúalýðræði og heilbrigð byggðaþróun.
Hér getum við unnið saman að drögum og stefnum á að klára þessa vinnu fyrir Þing Pírata sem verður 14 febrúar 2021

7 Likes

Æði. Hver eru fyrstu skrefin?

Ég held að það væri best að negla niður hver vandamálin eru við landbúnað í dag. Svo væri hægt að vinna að því að leysa þau.

Ég er ekki viss hvernig það væri best að gera það.

2 Likes

Þau eftirfarandi detta mér þegar í hug, sem fáfræðingi/leikmanni:

  1. Losun frá votlendum, er ég heyri oft um. Hugsanlega gæti stefnan verið með hvatningu til að leysa það mál.
  2. Eyðing moldarinnar. Aftur – hvatningar til að leysa það mál?
  3. Fæðuöryggi.
  4. Sonur bónda sagði mér einu sinni að þar skorti mannskap til landbúnaðar, að framleiðslugeta yrði miklu meiri ef fleiri menn byggju í sveitinni.
  5. Núverandi niðurgreiðslur o.s.fr. hvetja hefðbundinn landbúnað – sauðfé, mjólkurkýr og slíkt – og eru ekki sveigjanlegar, skilst mér, svo þannig letja tilraunir í landbúnaði, slíkar sem hamprækt, kornrækt og fleira. Ættu að vera greiðslur fyrir hitaeininga- eða prótein-afköst (líkt og ESB gerði í gamla daga), eða bara fyrir að halda landinu í góðu lagi (líkt og ESB gerir nú: https://en.wikipedia.org/wiki/Single_Payment_Scheme)?
2 Likes

Við þurfum að byrja á að tala við aðila landbúnaðarins. Fá til okkar á fundi fólk sem getur frætt okkur um þetta. Ég sting upp á formanni bændasamtakana, hann er fyrsti formaður þeirra sem er grænmetisbóndi. Einnig væri gott að fá fulltrúa bænda úr mismunandi landshlutum þar sem áskoranirnar eru mismunandi eftir landsvæðum.

3 Likes

Hafandi búið í Bandaríkjunum um árabil þá var tilhlökkunin alltaf mikil þegar íslenska lambakjötið kom í verslanir Whole Foods í Október á hverju ári. Íslenska lambakjötið var mjög vinsælt (ekki bara hjá okkur íslendingum erlendis) og seldist því oftast upp mjög fljótt. Það var dýrara en annað kjöt, en fólk vildi það samt, en fékk því miður aðeins í skamman tíma, því að við sem framleiðsluland gátum ekki annað eftirspurn á fersku kjöti nema í 1-2 mánuði á ári.

Það eru tvö atriði sem orsaka það að ekki var hægt að anna þessari eftirspurn. Annars vegar er að mestu leiti aðeins slátrað einu sinni á ári á Íslandi - á haustin. Í öðru lagi erum við einfaldlega ekki að framleiða nóg af lambakjöti því það eru mikil takmörk á því hversu margar kindur hver bóndi má halda.

Það munu eflaust einhverjir tala um það að bændur fái of lítið fyrir þessar sölur erlendis og að þetta sé ekki nægur markaður til þess að fara á eftir. Sannleikurinn er sá að það eru milliliðirnir (sláturhús og útflutningsaðilarnir) svo ekki sé talað um aðila tengdum stjórnmálamönnum sem fá greiddar himinháar fjárhæðir fyrir ráðgjöf, sem draga niður þær tekjur sem bændur gætu mögulega fengið. Markaðurinn fyrir íslenska lambakjötið er stór í Bandaríkjunum og víðar um heim og við höfum aðeins rétt byrjað á toppinum á ísjakanum hvað tækifæri snertir. Það þarf hins vegar að auka magn verulega og slátra árið í kring til þess að hægt sé að vinna góða sigra á þeim markaði.

Þetta með lambakjötið er bara dæmisaga um hvernig allt er í landbúnaðargeiranum. Við erum enn föst í regluverki og umhverfi sem var búið til þegar útflutningur á mat var einungis í formi fisks. Við höfum séð íslenskar mjólkurvörur eins og Skyr vinna stórsigra á erlendri grund og tækifærin eru fjölmörg ef við byrjum að hugsa útfyrir það box sem búið var til um miðja síðustu öld.

2 Likes

já við festumst í reglugerðum en aðalega fortíðinni.

2 Likes

Það hefur verið offramleiðsla á lambakjöti í tugi ára. Þrátt fyrir margra ára fókus á söluherferðir erlendis til að selja það þá er hundruðum tonna af lambakjöti fargað árlega. Það er svo fyrir komið að fjórða hvert lamb sem fæðist fer beint í ruslið. (eða réttara sagt eftir árs geymslu í frysti) Það að fókusa á framleiðslu mengandi vöru er ekki í samræmi við loftslagsstefnu okkar og við þurfum að breyta landbúnaðarkerfinu til að styðja við fjölbreytta og vistvæna framleiðslu. Hvet þig að kynna þér kjötrækt og vertical farming. Það var frábær umræða á umhverfisþingi pírata um daginn. Sjá hér: https://fb.watch/2so6ANm14g/
og svo nýjustu fréttir af íslensku lambakjöti hér:
https://www.frettabladid.is/frettir/kilo-af-lambakjoti-getur-jafngilt-flugferd-til-evropu/

3 Likes

@evapandorab og ég vorum fasta gestir í bændahöllinni 2016. Þar kom mér einmitt á óvart þessi of mikið en samt of lítið próblematikk (og bara pólítíkin) hjá sauðfébændum. Blessaða kindin er elskuð og hötuð að alls konar ástæðum en eins og @gislio skrifar er þetta bara eitt dæmi. Ég varð svo innilega fyrir ákvæðnum viðbrögðum hjá framkvæmdastjóra garðyrkjubænda að ég vildi að Píratar myndi taka alla kosningagönguna á “áfram garðyrkjubændur” 2016!! :slight_smile: Það eru margir og mikilvægir vínklar á landbúnaðinn hérlendis og þess vegna var ég hlýntt því að uppfæra núverandi stefnu með sérstaklega hlíðsjón til þátttöku, sjálfbærni og loftlagsmála.

4 Likes

Vinsamlegast komdu með gögn sem staðfesta offramleiðslu. Við gætum bætt í þegar kemur að bandaríkjamarkaði, vandinn er að bændurnir sjálfir eru ekki að fá nóg fyrir kjötið og milliliðir of mikið. Þegar lambið kemur í búðir þar í október sellst það upp alveg um leið. M.ö.o það er nógur markaður fyrir afurðina.

1 Like

Vil benda ykkur á þessa umfjöllun um hækkun flutningsverðs á rafmagni í dreifbýli. Það kemur sér mjög illa fyrir þá sem stunda ylrækt og hækkar þar með verð til almennings.

3 Likes

Hér er mjög fræðandi og gott viðtal við ungan sauðfjárbónda. Gefur skemmtilega innsýn :slight_smile:

1 Like

Framkvæmdastjórar hinna ýmsu sérsamtaka innan Bændasamtakanna er líka sniðugt. T.d. grænmetisbænda, sauðfjárbænda o.s.fr.

3 Likes

Vá já jöfnun flutningskostnaðar raforku á 100% heima í landbúnaðarstefnunni!

4 Likes

Væri nú gaman að fá bænda-pírata til þess að fræða okkur hin líkt og þessi ungi bóndi gerir um hvað eru raunverulegar hindranir í því að geta lifað sem bóndi á Íslandi. Við heyrum oft í einhverjum aðilum sem eru fulltrúar samtaka eða hagsmunaaðila, aðilar sem oft eru ansi litaðir af áratuga gömlum aðferðum við að reyna að halda við búskap á Íslandi. Við eigum að geta hlustað á bændurnar sjálfa og hvað er að hrjá þá. Þegar við skiljum betur þau vandamál sem þeir eiga við að etja, þá fyrst getum við farið að hugsa í lausnum.

@evapandorab - mig langar að fræðast aðeins um það hvernig þið í stefnumálanefndinni vinnið hlutina þegar kemur að því að skilja undirliggjandi vandamál á ákveðnu sviði áður en við byrjum að skilgreina lausnir.

2 Likes

Já það er mikilvægt að horfa til sjálfbærni og loftslagsmála og hvernig má auka sjálfbærni og minnka losun gróuðrhúsalofttegunda.

Hvað loftslagið varðar þá er það þannig að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er rúmlega 70% vegna landbúnaðar en á heimsvísu eru fæðuöflunarkerfi að losa um 20-30% af heildarlosun. Hjá okkur er það losun frá votlendi sem er búið að ræsa fram, og er að þorna sem er um 60% af heildarlosun og landbúnaður að öðru leyti 10% sem trúelga er vanmetið. Þá er líka eftir að meta flutninga sem tengjast matvælum.

Hvað sjálfbærni varðar þá er fjárhagsleg sjálfbærni, í meiningunni að standa undir sér mjög mikilvæg. Við styðjum okkar landbúnað 3x meira en að meðaltali í Evrópu og um 5x meira en gert er í BNA. Við þurfum að gerbeyrta styrkjakerfinu, til að það beini framleiðslunni í sjálfbærari farveg og til að verð matvæla tengist tilkostnaðinum betur en er í dag, þannig að kaupákvarðanir okkar neytenda byggist á raunverulegum tilkostnaði og þar með hversu sjálfbær eða ekki viðkokmandi vara er.

Önnur sjálfbærni er til dæmis sú umhverfislega. Með því að koma upp rekjanleika, þ.e. að við neytendur getum séð hvaðan vara kemur, frá hvaða bónda og getum ef við höfum áhuga á, færðst um hans framleiðsluaðferðir, hvort hann beitir fé á gróðursnauða afrétti og viðhefur lausagöngu búfjár, þá getum við neytendur sem erum ekki sátt við slíka starfsemi, sleppt því að kaupa af slíkum bónda og keypt af bónda sem við hefur góðar aðferðir við framleiðsluna.

Út á þetta gengur reyndar núverandi landbúnaðarstefna Pírata.

1 Like

Markmið landbúnaðarstefnunnar þurfa að vera
• Gott fæðuframboð á sanngjörnu, viðráðanlegu verði.
• Sanngjörn lífsafkoma bænda.
• Velferð dýra, gróðurs og loftslags.
• Velferð landsbyggða og heilbrigð efnahagsþróun í dreifbýli.

Landbúnaðarstefnan þarf að miða að aukinni sjálfbærni meðal annars minni losun gróuðrhúsalofttegunda.

Af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi koma rúmlega 70% af landbúnaðarstarfseminni en á heimsvísu eru fæðuöflunarkerfi að losa um 20-30% af heildarlosun.
Hjá okkur er það losun frá votlendi sem er búið að ræsa fram, og er að þorna sem er um 60% af heildarlosun og landbúnaður að öðru leyti 10% sem trúelga er vanmetið. Þá er líka eftir að meta flutninga sem tengjast matvælum.

Votlendi hefur verið þurrkað til að auðvelda heyöflun. Það var farið mjög offari í þurrkun votlendis enda greitt af skattgreiðendum að mestu. Þessu má snúa við.

Núverandi landbúnaðarstefna Pírata gerir ráð fyrir að bændum sé greitt fyrir aukastörf sem tengjast landinu, en ekki beinni framleiðslu matvæla. Þannig mætti greiða bændum fyrir að snúa til baka þurrkun votlendis, bæði tímavinnu, tækjavinnu, og jafnvel bætur fyrir landið.

Einnig er gert ráð fyrir að greiða fyrir skógrækt, umsjón lands og fleiri slík störf sem eru ekki beint landbúnaðurþ

Hvað sjálfbærni varðar þá er fjárhagsleg sjálfbærni, í meiningunni að standa undir sér, mjög mikilvæg. Við styðjum okkar landbúnað 3x meira en að meðaltali í Evrópu og um 5x meira en gert er í BNA. Við þurfum að gerbeyrta styrkjakerfinu, til að það beini framleiðslunni í sjálfbærari farveg og til að verð matvæla tengist tilkostnaðinum betur en er í dag, þannig að kaupákvarðanir okkar neytenda byggist á raunverulegum tilkostnaði og þar með hversu sjálfbær eða ekki viðkokmandi vara er.

Landbúnaðarstefnan okkar gerir ráð fyrir grunnstuðningi, sem gæti jafnast á við laun t.d. 500.000kr. / býli/ mánuði en að öðru leyti myndu býlin ekki fá annan stuðning nema fyrir ofangreind aukastörf svo sem endurheimt votlendis. Með þennan grunnstuðning geta býlin gert það sem þú vilja, svo framarlega sem það telst landbúnaður og er telst “viðurkenndar” starfsaðferðir. Hér er til dæmis átt við að vel sé hugsað um umhverfi, dýr og gróður. Sumt af þessu er þegar í lögum t.d. um dýranýð en annað þurfa sjótnvöld hvers tíma að skilgreina. Myndi halda að þær skilgreinignar séu þegar til staðar hér og þar í lögum og reglugerðum.

Varðandi umhverfislega sjálfbærni. Með því að koma upp rekjanleika, þ.e. að við neytendur getum séð hvaðan vara kemur, frá hvaða bónda og getum ef við höfum áhuga á, færðst um hans framleiðsluaðferðir, hvort hann beitir fé á gróðursnauða afrétti og viðhefur lausagöngu búfjár, þá getum við neytendur sem erum ekki sátt við slíka starfsemi, sleppt því að kaupa af slíkum bónda og keypt af bónda sem við hefur góðar aðferðir við framleiðsluna.

Út á þetta gengur reyndar núverandi landbúnaðarstefna Pírata.
Held að margir hafir ekki kynnt sér hana nægilega vel.
Það má laga hana eitthvað til en þeir sem ná að kynnast henni vel geta séð að hún stuðlar einmitt að öllum þeim markmiðum sem Píratar hafa verið að nefna sem mikilvægt fyrir landúnaðarstefnu.

2 Likes

Bændasamtökin eru félag um sérhagsmuni. Þau munu segja okkur eins og öðrum að þurfi að stykja bændur meira og setja hærri tollvernd á matvæli.

Við Píratar viljum væntanlega vinna að bættum almannahag það er í þessu sambandi aðallega neytenda.

Ef tala á við einhverja þá er mikilvægast að tala við þá sem túlka almannahag og hagsmuni neytenda svo sem Neytendasamtökin.

1 Like

Að sjálfsögðu þarf að tala við bændur (beint - ekki í gegnum hagsmunasamtök) og neytendur (aftur beint og ekki í gegnum hagsmunasamtök). Þannig er hægt að öðlast skilning á þeim raunverulegu vandamálum sem báðar hliðar þessa máls hafa og finna “hinn gullna meðalveg” þar sem komið er til móts við öll sjónarmið sem skipta máli.

Af hverju hafa bein samskipti? Jú eitt sem við getum lært af þróun hugbúnaðar undanfarinn áratug eða svo er að það er nauðsynlegt af hafa bein samskipti við notendur þegar nýr hugbúnaður er hannaður. Ekki þýðir að tala bara við milliliði sem sitja á einhverri skrifstofu og telja sig vita allt um þarfir notenda úti í mörkinni. Þetta er oft nefnt Human Centered/Centric Design.

Ég tel mikilvægt að nýta grunn hugmyndir úr þessari aðferðafræði einnig í stjórnmálunum. Tala við hina raunverulegu aðila sem málin skipta, beint og milliliðalaust, því að þannig er hægt að komast að raunverulegum rótum vandans og finna lausnir sem er við hæfi allra.

Það að hlusta alltaf á þau sjónarmið sem lobbístarnir koma með skapar hættur á að þeir komi sinni eigin pólitík og hagsmunum á framfæri frekar en hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að verja.

2 Likes

Ég er Pírata-Bóndi.
Hef fullt af skoðunum og hugmyndum, hef ekki tíma akkúrat núna.

Ég er þó næstum að missa þolinmæðina að tala um landbúnaðarmál við fólk sem sakar mig um að vera tala fyrir Bændamafíuna þegar ég lýsi raunveruleika bænda.

En er mjög til í að tala um þessi mál.

7 Likes