Endurskoðun landbúnaðarstefnu Pírata

@Adalheidur_Johanns - ég er meira en lítið til í að hlusta á hvað hrjáir pírata-bændur!!

3 Likes

Held að þú ættir að kynna þér það sem er í gangi áður en þú ferð að ausa út fordómum. Auðvitað eru bændasamtökin sérhagsmunasamtök, það þýðir ekki að þau hafi ekkert til málana að leggja.
Þegar þú talar um að tala bara við aðila á einum enda keðjunar, í þessu tilviki neytendasamtökin, þá ertu í raun að predika fyrir samskonar kerfi og kommúnistar komu á í sovétríkjunum sálugu með áætlunarbúskap án samráðs við bændur, og við vitum öll hverjar afleiðingar þess voru.
Lestu bændablaðið t.d. og skoðaðu það sem þar er verið að birta um umhverfismál. Píratar snúast um upplýstar ákvarðanir og umræðu. Neytendur hafa almennt ekki vit á því hvernig á að framleiða matvæli á sjálfbæran máta, sem sést m.a. best á því að neytendasamtöökinn vilja flytja inn matvæli sem ræktuð eru á ósjálfbærann máta erlendis.

2 Likes

Ekki að það sé tileinkað neinum, en í þeirri von að þessi góða umræða haldi áfram, hendi ég hér inn punktum úr velkomnunar-innlegginu:

  • Bættu umræðuna: Veitir innlegg þitt nýja sýn á umræðuefnið? Bætir það við rökstuðningi eða gögnum sem gætu hjálpað öðrum að móta afstöðu sína?

  • Ræddu málefnið en ekki viðmælandann: Er innlegg þitt til þess fallið að halda umræðunni við efnið? Er hún laus við umfjöllun um framkomu eða persónueinkenni viðmælanda þíns?

  • Mundu að í texta er auðvelt að lesa tón sem ekki er til staðar: Ef þér finnst innlegg vera sett hranalega fram, prófaðu að lesa það aftur með mildari tón í huga. Sérstaklega er mælt með því að þau séu lesin eins og ef Guðni forseti hefði skrifað þau eftir að hafa horft á rómantíska gamanmynd.

Þetta er góð og mikilvæg umræða, finnst mér. :slight_smile: En ég sé enga skýra niðurstöðu ennþá, þannig að það er gott ef það er hægt að halda henni áfram.

5 Likes

Þið munið “ekkert um okkur - án okkar”, er það ekki :wink:

4 Likes

Með lið 5.

Já, núverandi kerfi er of heftandi mundi ég halda.

Væri líklega sterkur leikur að koma öllum bændum frekar á lífvænaleg borgaralaun. Þá væri gefið bændunum frelsi í að stunda sinn búskap eftir þeirra höfði.

2 Likes

Það eru skráðir ábúendur á 3.350 býlum á Íslandi. Ef við gerðum ráð fyrir 2 á hvert býli. 500.000kr á mánuði á haus. Það er 3.35 milljarður á mánuð.

Hefur einhver tölurnar yfir hvað landbúnaðarkerfið kostar okkur í dag?

1 Like

Ég er fæddur og uppalinn í Þykkvabænum. Þekki landbúnaðarmálin mjög vel.

“Kolefnislosun af einu lambalæri er álíka og af fjölskyludbíl í eitt ár” segir Dr. Ólafur Arnalds, próf. við Landbúnaðarháskóla Íslands. Fróðlegt viðtal við hann hér:

Já, ég þekki stuðninginn vel. Beinn stuðningur á fjárlögum er um 16 ma.kr.
Óbeinn stuðningur neytenda í formi hærra matarverðs en væri við tollfrjálsan innflutning kostar neytendur um 25 ma.kr. Samtals um 40 ma.kr. á ári.
Það er því álíka tala á ári og þú nefnir (3,35x12=40,2).
Sjá hér

Ég er sammála því að við ræðum votlendið hérna. Kolefnislosun frá framræstu votlendi gnæfir yfir aðra losun Íslands og endurheimt hluta votlendisins gæti skilað okkur miklum árangri. En þetta verður að vinna í sátt við bændur og aðra landeigendur. Við ættum að byggja þetta á samræðum og efnahagslegum hvötum. Vonandi getum við lagt eitthvað gott til málanna.

5 Likes

Það verður félagsfundur um nýja landbúnaðarstefnu sunnudaginn 31 jan. https://www.facebook.com/events/704537846927038

3 Likes

Hlakka til að skjá ykkur á morgun!
Dagskrá fyrir landbúnaðarstefnu fund Pírata 31.1.2021

13:00 : Valgerður Árnadóttir opnar fundinn
Segir frá dagskránni og markmiðum fundarins.

13: 05 : Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna - Áskoranir og tækifæri í sjálfbærum landbúnaði.

13:20 : Eyþór Eðvarðsson - Kolefnisfótspor hefðbundinnar sauðfjárræktar og endurheimt votlendis

13:40 Spurningar til viðmælenda
13:55 Hlé
14:00 Umræður um landbúnaðarstefnu og helstu áherslur hennar
Markmið umræðanna er punkta niður helstu áherslur og geta unnið stefnuna út frá henni í skjali
14:55 Ákveða tímasetningu félagsfundar þar sem samþykkt er að setja stefnu í kosningakerfi
15:00 Fundi lýkur

https://fundir.piratar.is/landbunadur

2 Likes

Takk fyrir frábæran fund!
Ákveðið var að vinna að drögum að nýrri stefnu saman í docs skjali sem þið nálgast hér að neðan og við hittumst aftur og klárum þá vinnu og kjósum um það hvort stefnan fari í kosningakerfið á föstudag 5 febrúar, endilega gerið athugasemd hér hvort hentar ykkur betur að hittast kl. 16:00 eða 20:00

Hér er hlekkur á skjalið þar sem við vinnum stefnuna:

Sjáumst á föstudag!

1 Like

Þetta eru þungaviktaratriði:
Matvælastefna vs landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna - þarf allt að vera með innbyggða byggðastefnu.
Setja markmið til lengri tíma í öllum landbúnaði (grænmeti, kjöt, korn) og finna leiðina þangað!
Hvernig á stuðningur að vera? Þarf að vera hægt að lifa á framleiðslu!!!

Vegna anna hjá okkur Pétri í Stefnu- og málefnanefnd var ákveðið að halda næsta fund á miðvikudag 10. feb kl 20:00, endilega setjið tillögur í skjalið þar til.
Skjáumst!

2 Likes


Grein í Mbl. í dag 10.2.21 eftir Svavar Halldórsson.
Björn Bjarnason o. fl. eru að vinna á vegum ríkisstjórnarinnar að mótun nýrrar landbúnaðarstefnu.

Mér sýnist að breytingarnar verði í átt að okkar landbúnaðarstefnu Pírata, en það mun væntanlega taka íhaldsflokkana nokkra áratugi að komast þangað sem við erum þegar komin.

Við þurfum hins vegar að nota okkar góðu landbúnaðarstefnu og þora að útskýra hana. Þar stendur hnífurinn í kúnni, ekki að við þurfum að endurskoða stefnuna, því hún er opin og sveigjanleg og inniheldur allt sem við höfum verð að ræða varðandi umhverfismál, sjálfbærni… ef henni er rétt beitt.

1 Like

Rakst á þessa áhugaverðu grein sem fer vel yfir kostnaðinn við framleiðslu landbúnaðarvara á Íslandi, fínt að hafa til viðbótar við það sem hefur verið nefnt hér.

Bent er á að beinir og óbeinir styrkir á hvert stöðugildi í landbúnaði, sem eru 1.800, eru rúm 666þ.kr á mánuði. Það þýðir t.d. að ef við myndum slaufa allri aðkomu ríkisins að landbúnaði gætum við búið til gífurlegan fjölda nokkuð vel launaðra starfa um allt land til að efla nýsköpun og byggðarþróun. Það þyrfti heldur ekki að þýða endalok íslensks landbúnaðar heldur eingöngu að það sem væri sjálfbært myndi lifa af. Amk fínt að fá samhengið yfir hvað þetta eru gífurlega miklir peningar og hvað má gera margt annað við þá án þess að skerða lífsgæði og sennilega auka þau.

1 Like

Þessi grrining er ekki rétt. Og því væri fásinna að byggja stefnu okkar á þessari grein(-ungu)

Erum við með eitthvað sameginnlegt vinnuskjal?

Minni á fund í kvöld kl 20:100:https://www.facebook.com/events/169063505021350

1 Like