Er e.staðar aðgengilegt almenningi tilgangur hraðalækkunar í RVK, markmið, forsendur, með gegnsæið í huga?

Hæ, hvar finn ég (helst auðskiljanlegar) lýsingu á tilgangi lækkunar umferðarhraða í RVK, og röksemdarfærslum fyrir líklegum árangri, s.s. slysatíðni, mengun, umferðarflæði og ferðatímabreytingum? Og hvernig forsendur til að ná þessu eru/ verða til staðar. Sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs sem bíður samþykkis b.ráðs og b.stjórnar.

Ef þessar hafa ekki verið birtar borgarbúum og hagsmunaaðilum þá bendi ég á að eðililega myndast óánægja hjá almenningi og ýmsum hagsmunaaðilum, s.s. innan ferðaþjónustu. Því fólk gerir kröfur um gegnsæi - alveg eins og við Píratar hömpum - gegnsæisgrunnstefnan.

Ég get hent einhverju saman ef ég fæ aðgengi að undirstöðugögnum, þess vegna með fyrirvörum. Sigurborg, Alexandra Briem, Dóra Björt, Guðjón - getur eitthvert ykkar svarað þessu?

Jason benti mér aðspurður á að eftirfarandi væri að finna á vef RVK, flott! https://reykjavik.is/frettir/aukid-umferdaroryggi-i-reykjavik?fbclid=IwAR0k7cnVVSt-TDn-MoCs-rmuskhhmxGzdhr1_ijV_8keV-JIt1rREbMhZmA

Er að lesa mig í gegnum tengt efni.

Ég hef komið þessu á framfæri við íbúasamtök í Úlfarsárdal og Grafarholti á Fb síðum þeirra, og tel ástæðu til að gera upplýsingarnar enn meira áberandi, og senda sérlega samtökum um ferðaþjónustu, en ljóst er að ýmsir þar hafa áhyggjur. Hver er besta leiðin?

1 Like

Mér finnst, við snöggan lestur, þessi skýrsla líka nokkuð upplýsandi.

1 Like