Grein um notkun á metani

Mér finnst þið ekki vera að hugsa þetta rétt.
Spurningin er ekki, hvort við hendum methan x út í loftið, eða ekki.

Þetta methan er þarna, og það er fullt af alls konar hlutum í kringum okkur og við getum spurt okkur sjálf allskonar um hvernig við ætlum að bregðast við hinu eða þessu. Og þegar maður er búinn að gera það er maður ómeðvitað búinn að ákveða að þetta sé það sem eigi að taka upp athyglina manns. Málið er að heimurinn er 99.9% hlutir sem maður er ekki meðvitaður um. En maður er náttúrulega ekkert meðvitaður um það því maður er ekki meðvitaður um það. Maður er bara að pæla í því sem maður er að pæla í.

Það er eflaust til olía einhversstaðar, og við eum ekki að nýta hana. Og við getum allt eins spurt okkur, ætlum við bara að henda henni?

Eða, ætlum við bara að láta allan þennan vind þjóta hjá, án nýtingar. Ætlum við að fleygja allri þessari vindorku? Hvernig er það umhverfisvænt?

Því er spurningin ekki, hvort við ætlum að láta methan x bara líða út í loftið er ekki.

Spurningin er, við höfum x mikinn tíma, hvernig getum við nýtt hann sem best.

Ég held að það sem Andrimar sagði í fyrsta reply-inu, að breyta bara methaninu í rafmagn eða hita.
Nota methanið en fara ekki í samkeppni við rafbílinn.
Ég held að það sé málið.

Málið er náttúrulega að metanið verður til hvort sem við viljum það eða ekki og því er alltaf hagkvæmara en ekki að koma því í einhvern farveg. Þessi frétt í dag sýnir að eftirspurn eftir metani getur komið úr óvæntum áttum. Hér er helmingurinn af allri framleiðslu Sorpu kominn í farveg á einu bretti. Eftirspurnin hjá Strætó er hins vegar ennþá greinilega lítil enda þykir þeim rafmagnið hentugra. Það er alveg vel líklega pláss fyrir hvort tveggja enda er þörf á orku víða.

2 Likes

Þykir leitt að ég missti af þessari umræðu/ég sjái þetta fyrst núna því þetta er mjög mikilvægt mál. Það er ágætt að fá rafmagnsstrætó - hins vegar er alls ekki mikið af rafmagnsstrætó -semsagt ný tækni sem á eftir að þróast og alltaf best að fara þá hægt. Aðalmálið er að losna við díselvagnana og það er óskiljanlegt að höfuðborgarsvæðisyfirvöld setji ekki í algjöran forgang að stýra Strætó í að skipta, af hverju ætti það að ganga ver hér en á Skáni í Svíþjóð? Skånestrætó eru bara hættir með díselbíla. Eða eins og Reykjavík - með ruslabíla sem ganga fyrir metani. Mér finnst það líka mjög skrítið að sveitarfélögin á hb.svæðinu beiti sér ekkert fyrir að auka áhuga á að nota metan, það er ódýrara heldur en bensín og dísel, bílarnir eru líka ódýrari heldur en rafbílar, semsagt fleira efnaminna fólk getur þá líka verið á umhverfisvænna farartæki. Þarna er líka um að ræða betri nýtingu=minni sóun/og þó svo að metanvinnslan sé ekki endurvinnsla skv. löggjafanum, er hún það fyrir almenning. Það er mikilvægt að almenningur fái betri innsýn í þennan hluta daglegs lífs og að hringrásin sjáist, sem er virkilega auðvelt þegar GAJA er komin á koppinn. Moltan sem þaðan kemur verður vonandi góð.Þá er komið svo góð fyrirmynd fyrir hringrásarkerfi

1 Like

Tvær spurningar sem ég hef alltaf haft um metan og hef reynst erfitt með að finna góð svör um, því metan er vissulega hættulegt sem gróðurhúsalofttegund í sjálfu sér, hvað mikill hluti af metani fer út sem útblástur þegar það er notað sem eldsneyti við núverandi algenga tækni (þ.e. metan bílum í dag) OG er framleiðsla á metani að skapa metan sem annars yrði ekki til eða væri ekki á leiðinni í andrúmsloftið? Ég játa fáræði mína hér á þessu og tel líklegt að ekki sé mikil innistæða fyrir þessum áhyggjum ella væri sú gagnrýni algeng, en ég hef bara átt erfitt með að afla mér góðra svara við þessum spurningum og er að vonast að Píratar mér vitrari um metan framleiðslu og nýtingu sem orkugjafa hafi góð svör við þeim.

En annars sammála því að gera allt til að losa andrúmsloftið við metan, því það þarf miklu minna af því til að gera sama skaða og CO2 og er talið valda 25% af gróðurhúsaáhrifum þrátt fyir að finnast í mun minna magni en koltvísýringur. Ég er bara að spurja mig hvort metanétandi bakteríur eða önnur metanbinding sé ekki æskilegri leið ef hún endar á að skila betri afköstum (sem ég veit ekkert hvort sé, en er að reyna að móta mér hugmynd um).

Það virðist vera djúpt á upplýsingum um metan í útblæstri (methane slip), a.m.k. í einingum á mannamáli. Hér er það samt mælt ásamt fleiri þáttum: https://www.vttresearch.com/sites/default/files/julkaisut/muut/2017/VTT-R-02327-17.pdf . Þetta er hins vegar frábær spurning og þarf klárlega að fá svar við ef fara á í mikla uppbyggingu metanflota, svoað hægt sé að halda með öryggi bókhald utan um losunina. Metan er mjög sérstök gróðurhúsaloftegund að því leyti að hún hefur þessa miklu virkni en á móti kemur skammur líftími (um 10 ár) í veðrahvolfinu. Það metan sem er nýtt er alla jafna afgangsafurð, sem annað hvort sleppur út fyrr eða síðar, eða er brennt. Hér er ágæt samantekt um metan í andrúmslofti: https://en.wikipedia.org/wiki/Atmospheric_methane

1 Like