Heilbrigðiskerfið - Rekstrarform

Styðjum við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar með talin einkareking sjúkrahús?

Að undanförnu höfum við séð hvað öflug einkarekin fyrirtæki skipta miklu fyrir heildarmyndina hvað varðar heilbrigðismál.

Þó upp komi einkarekin sjúkrahús þýðir það ekki að við einstaklingarnir greiðum meira því við erum sjúkratryggð og Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir okkur hvar sem aðgerð er gerð.

Það ætti hins vegar að þýða styttri biðlista eftir aðgerðum og það ætti að bæta líf og heilsu fólks. Á meðan biðlistarnir yrðu unnir niður myndi greiðast nokkuð hratt úr ríkissjóði (frá skattgreiðendum) en eftir að biðlistar eru komnir niður ættu heildargreiðslur skattgreiðenda að minnka pr. aðgerð því einkaframtakið myndi geta hagrætt, eða það er almenn reynsla af einkaframtakinu. SÍ myndu bjóða út aðgerðapakka til dæmis 500 mjaðmaaðgerðir og það myndi leiða til lægri einingaverða.

Þetta þýðir ekki að þeir ríku komist fyrr að. Þeir komast strax að í öðrum löndum ef þeir vilja. Það þýðir hins vegar að þeir efnaminni komast fyrr að því biðlistar styttast.

Flestar Evrópuþjóðir hafa meira blandað heilbrigðiskerfi þar sem einkaaðilar og opinberir veita heilbrigðisþjónustu en greiðsluþátttöku þjónustuþega er fyrir komið með ýmsum hætti. Það eru stór einkarekin sjúkrahús í öllum hinum Norðurlöndunum sem létta álagi af opinbera kerfinu og þróa verðmæta þjónustu sem ýmsir eru tilbúnir að greiða fyrir, bæði heimamenn og aðrir, en ekki hér. Þetta er atvinnuskapandi og stuðlar að meiri þekkingu og reynslu hér.

Það er nokkuð ljóst að heilbrigðisþjónustan hér verður ekki framúrskarandi nema að við nýtum kosti einkaframtaksins, eins og nágrannaþjóðirnar.

Í heilbrigðisstefnu Pírata https://x.piratar.is/polity/1/issue/266/ er ekki amast við einkarekstri og ekki heldur bent á kosti hans. Það færi, held ég vel á því að við ydduðum stefnuna okkar að þessu leyti því það myndi bæta heilbrigðiskerfið ef einkaframtakið fengi að njóta sín. Opinberi reksturinn hefur nóg á sinni könnu samt, þarf t.d. að sjá um flóknari aðgerðir svo sem hjartaaðgerðir o.fl.

1 Like

Ég vil alls ekki meiri einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Það er vegferð Sjálfstæðisflokksins að búa til rými fyrir einkarekstur, og grafa svo undan opinberum rekstri þangað til hann getur ekki annað en úthýst þjónustunna til einkarekinna stofa, og normalísera þannig flutning fjármagns til einkaaðila.

Það er vissulega rúm fyrir vissan einkarekstur, sérstaklega í valkvæðum aðgerðum, en við verðum að tryggja að opinbera kerfið sé öflugt og standi öllum til boða.

8 Likes

Nei, alls ekki, slæmt, vont, óhagkvæmt, dýrara, verra.

Undanfarið höfum við séð hvað öflugt ríkisrekið heilbrigðiskerfi hefur skipt miklu máli fyrir heilbrigði þjóðarinnar og í viðbragði við faraldri. Einkarekin fyrirtæki í nánast öllum geirum samfélagsins eru á heljarþröm og ríkið, við! Þurfum að koma inn og bjarga atvinnu landsmanna. Meira að segja Capacent er að fara á hausinn í annað sinn minnir mig, skipta líklega um kennitölu.

Við greiðum meira í einkareknum sjúkrahúsum því þar skiptir máli að koma út í hagnað, græða, borga arð og góð laun, “mjög góð laun”. Lobbýistar og lyfjafyrirtæki eru með mun meiri áhrif innan einkarekinna fyrirtækja og aðföng, tæki, vinna og annað verður dýrara. Þann umfram kostnað verður sjúklingurinn (kannski í gegnum tryggingargjald) að borga, ekki fara eigendur að borga mismuninn. Sjá sem dæmi hvernig úrræðin til hjálpar í faraldrinum virðast hafa verið nýtt í að skara fé að sumum.

Ef það er hægt að stytta biðtíma hjá einkafyrirtækjum þá er hægt að gera það hjá ríkinu. Það eru sömu eiginleikar sem þeir hafa sem vinna hjá ríkinu og eru að vinna hjá einkafyrirtækjunum, tvær hendur, tvær lappir augu, nef, munn og heila.
Það hvernig Sjálfstæðiflokkur og Framsóknarflokkur, stundum með hjálp eða þegjandi samþykkir annara flokka, hafa eyðilagt, fjársvelt, tafið fyrir, látið grotna niður eða hundsað heilbrigðiskerfið þýðir ekki að ef að Píratar fá næstu heilbrigðisráðherra muni ekki vera hægt að snúa við blaðinu og bæta verulega úr skemmdarverkunum og betrumbæta gott heilbrigðiskerfi sem getur sinnt sjúkum þegar á þarf að halda.

4 Likes

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er nú þegar orðinn of mikill með meðfylgjandi afleiddum erfiðleikum þess og tilheyrandi auknum kostnaði fyrir almenning. Innreið einkarekstrar í stóru stofnanirnar okkar; sjúkrahús og tengdan rekstur (svo sem sjúkrahótel), endurhæfingu og heilsugæslustöðvar hefur aukið á misskiptingu í samfélaginu og gerir það að verkum að stórir hópar fólks leita sér ekki læknisaðstoðar þótt tilefni til þess séu brýn.

2 Likes

Þetta er rökvilla, við greiðum meira því skatturinn okkar fer í hagnaðargreiðslur oþh.

2 Likes

Ég vil ekki búa í landi þar sem það er einu sinni mögulegt að borga meira fyrir betri eða hraðari heilbrigðisþjónustu (sem ég veit vel að er hægt í dag). Ég hef ekkert á móti einkarekstri í heilbrigðiskerfinu per se, en þar sem markmiðið með honum er oftast hagnaður og mér finnst siðlaust að reka heilbrigðisþjónustu með þeim sjónarmiðum er ég oftast á móti honum í praxís.

3 Likes

Af hverju höfum við ekki eina leigbílastöð, eina rútubílastöð, eitt símafyrirtæki, eina rafveitu osfrv. Það eru sömu rök fyrir því eins og að við eigum að hafa eitt sjúkrahúsfyrirtæki LSH.

Málið er að rekstur LSH og hugsunin bak við hann, og afstaðan til einkarekinna sjúkrahús er sambærileg við gamla sovét kerfið, það er sósíalisma. Hugmyndin kann að virka hagkvæm og einföld en þýðir í reynd óhagkvæmni og lélegri þjónustu en þar sem fjölbreyttni er meiri og eðlileg samkeppni er við lýði.

Verkefnið í markaðsbúskap er að gæta vel að þvi að samkeppnin virki og sé sanngjörn og eðlileg. Það gengur svona og svona, en hin leiðin, opinber rekstur á kostnað skattgreiðenda, er líka svona og svona, jafnvel meira svona og svona.

Og svo spurningin: Af hverju hafa allar nágrannaþjóðirnar farið út í að virkja einkareksturinn í heilbrigðisþjónustunni ef það er slæm hugmynd. Skoðið málið á hinum norðurlöndunum og víðar.

Einkarekstur er nú þegar fyrirferðarmikill í heilbrigðiskerfinu. Á öllum sviðum. Ég hef legið inni á sjúkrahúsi fimm sinnum, fyrst árið 1976. Þá fékk ég mikla og góða aðhlynningu, allt ókeypis og var ekki gert að fara á fimmta degi, mjög veik, eins og í síðasta skiptið, 2016. Í millitíðinni hafði hugsjón einkarekstrar hreiðrað um sig. Mér var gert að borga himinháa upphæð fyrir rannsókn sem fór fram á spítalanum (á legutima) og ég var skikkuð í. Mér var sagt að koma í eftirskoðun á einkastofu skurðlæknisins (sem ég hafði ekki efni á) og þurfti að greiða úr eigin vasa fyrir eftirkomur vegna sýkingar. Einkarekstur gengur út á arð og nagar heilbrigðiskerfið að innan. Hann er ekki svo ekki einu sinni einkarekstur í sinni hreinu mynd, nei, hann er ríkisstyrktur að mestu. Þjónustuþeginn græðir ekkert. Heilsugæslan í Rvk er annað point, hún var góð á öllum stöðvunum àður en einkareksturinn nagaði hana að innan og gerði hana að limited goods.

2 Likes

Það er komin reynsla á áhrif hagnaðarreksturs í heilbrigðisþjónustu.

Því meiri einkarekstur í hagnaðarskyni, því dýrari og óaðgengilegri verður (jafnvel lífs nausynleg) heilbrigðisþjónusta.

Einkarekstur per se er ekki vandamálið, heldur Hagnaðardrifinn einkarekstur.

Mér finnst í lagi að heimila einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á þeim formerkjum að reksturinn sé annaðhvort ekki hagnaðardrifinn, eða að fyrirtækið fái ekki einustu krónu í ríkissjóði.

3 Likes

… En þá er verkefnið ekki áhugavert fyrir einkaaðila. Einkaaðilar sem fara út í atvinnurekstur þurfa að leggja fram og hætta eigin fjármagni. Það gera þeir ef þeir hafa áhuga á verkefni og telja það hagstætt. Samkeppnin á svo að sjá um að hagnaðurinn verði ekki óeðlilega mikill.

Við erum nú þegar með blandaðan rekstur í heilbrigðiskerfinu. Ég er sjálf hlynnt einkarekstri á heilsugæslum og að læknar séu með sínar eigin stígur eins og nú er þegar. Ég er aftur á moti ekki hlynnt einkareknum sjúkrahúsum og ástæðan er sú að einkarekin sjúkrahús eru hagnaðardrifin og einkareknar heilbrigðisstofnanir eru svo sem til í dag. SÁÁ,Reykjalundur og Heilsustofnun NLFÍ eru heilbrigðisstofnanir sem sinna mikilvægi starfi en hagnaður og ívilnanir stjórnar hafa haft bein áhrif á meðferð og velferð skjólstæðinga þessara stofnana.

Það þarf að dreifa sjúkrahúsum betur og starfsemi þeirra. LSH getur víða verið en það er nú og í margþættari starfsemi.

Rökin þín @gauisig um að “hvers vegna eigum við eki bara að vera með eitt af hverju þar sem aðeins er bara eitt sjúkrahús” er afvegaleiðandi. Við erum fæst að tala um eitt sjúkrahús. Við erum fámenn þjóð og við getum vel rekið góð ríkisrekin sjúkrahús ef að lagt er í þau það fjármagn sem þarf. Sterkar ára ríkisrekið sjúkrahús ásamt hrilsugæslum og einkastofum sem nú þegar er, fullnægir þörfum okkar sem þjóð. Ég hef ekki mikinn áhuga á að gera einkarekið sjúkrahús hér að einhverju sem hæglega yrði litið til bóta fyrir almenning en væri að flytja inn sjúklinga erlendis frá og vera þá komið í markaðsstarfsemi með heilbrigðiskerfið. Og ástæðan er frekar augljós: Við viljum verja þá valdaminni gagnvart þeim valdameiri. Það er óháð því hvort að einhver pólitísk skoðun fari til hægri eða vinstri eða út og suður

2 Likes

Verða allir heilbrigðisstarfsmenn að vera opinberir starfsmenn? Nei, augljóslega ekki. Það þýðir að nauðsynlega verður að vera pláss fyrir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eins og annars staðar …

Hvað þýðir það hins vegar fyrir skyldu hins opinbera að sinna heilbrigðisþjónustu? Að mínu mati ekki neitt. Hinu opinbera ber að tryggja aðgengi að hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Það þýðir að við eiga hafa skilgreiningar um hvað er ásættanlegur biðtími, fjarlægð, þjónustu og þess háttar.

Það þýðir að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu starfar annað hvort utan skilgreindrar þjónustu eða tekur að sér opinber verk sem framkvæmdaaðili og fær nákvæmlega sömu greiðslu og opinber aðili myndi fá í gegnum sjúkratryggingar og munurinn væri enginn fyrir neytanda.

1 Like

NKL. SÍ geta boðið út tiltekið magn tiltekinna aðgerða t.d. liðskiptiaðgerða og annað hvort tekið tilboðinu eða ekki. Kostir. Kostnaðarverð geta lækkað og biðlistar minnkað. Ef verðtilboð eru of há þá þarf ekki að taka þeim og sóa peningum skattgreiðenda.

Þar sem ég starfa hjá stéttarfélagi þá þekki ég fólk sem vinnur bæði hjá opinberum og einkareknum heilbrigðis- og umönnunarstofnunum og á meðan mönnun er oft verri og álag meira á einkareknum stofnunum þá er kaupið samt ekki hærra í samræmi við það. Á einkareknu stofnununum er meiri starfsmannavelta, óöryggi og óánægja meðal starfsfólks. Ég tek undir með þeim sem hér tala að mér finnst einkavæðing sjúkrahúsa mjög vond hugmynd.

1 Like

Það er líka annað sem gleymist að tala um. Aðgerðir á stöðum sem er ekki LSH.

Ég meina að það hlýtur að meika séns? að hafa fleirri staði þar sem hægt er að gera aðgerðir er það ekki?

En þá kemur akkurat málið, alveg sama hve vanir læknanir eru, hve góð aðstaðan er þá er alltaf hættan á að einhvað komi fyrir. Og hvert fara þeir sjúklingar? Nú á LSH sem verður að hafa plássið fyrir þau. Pláss sem er á skornum skammti. Pláss sem þau verða að skapa oft með því að fresta sínum aðgerðum.

Beinum athygli okkar á því að byggja upp gott sjúkrahús, þá getum við pælt í möguleikanum á einkareknu kerfi. (sem ég er á móti)

2 Likes

SÍ kaupir nú þegar þjónustu af t.d. Klíníkinni, en gerir þá kröfu að skurðaðgerðir séu framkvæmdar utan landssteinanna. Undanfarið hefur það ekki staðið til boða. Þessi krafa SÍ veldur því ekki einvörðungu óþarfa kostnaði og ómaki við ferðir erlendis, heldur tefur hún líka eða kemur í veg fyrir að sjúklingar fái þá þjónustu sem læknar mæla með og eru reiðubúnir að veita þeim. Ef ég hefði val þá myndi ég segja upp tryggingu hjá SÍ ganga í og styrkja sjúkrasamlag sem ber hag sjúklinga fyrir brjósti.

1 Like

Réttara sagt: SÍ samþykkir ekki að greiða fyrir aðgerðir ef fólk þarf að dvelja yfir nótt á stofnuninni sem framkvæmir aðgerðirnar, nema þegar um er að ræða opinberan rekstur. Það telst nefnilega spítali ef fólk þarf að dveljast yfir nott, en aðgerð á stofu ef fólk getur farið heim samdægurs.

Vegna Evrópusamninga þá verður SÍ að greiða fyrir aðgerðir á viðurkenndum sjúkrahúsum, opinberum og einkareknum erlendis en kemur sér undan því hér.

1 Like

Ef hér væri einkarekið sjúkrahús þá gæti það haft bráðaþjónustu. Það er spurning um útfærslu. Alveg eins og með einkareknar heilsugæslur. Þær gera það sama og opinbert reknar.

Það væri þess vegna hægt að hafa hér einkarekna bráðavakt. Það er hins vegar flókin þjónusta sem ætti að koma síðar. Byrja næst á því einfalda til dæmis liðskiptiaðgerðum sem mætti bjóða út, t.d. 500 aðgerðir eða svo. Þannig mætti stytta biðlistana sem nú eru í reynd um 2 ár því það er biðlisti að komast á biðlistana og svo er biðlisti áfram.

Nú er yfirleitt talið að það sé meira starfsöryggi að vinna á opinberum stofnunum en einkareknum og ekki eins mikil krafa um afköst. Þetta hefur oft verið nefnt sem skýring á því að laun séu hærri í einkagreiranum ásamt því að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna séu betri (ég var opinber starfsmaður í um 15 ár hjá borginni, þ.e. Félagsmálastofnun Reykjavíkur og síðan Rafmagnsveitunni). Þá var talinn launmunur í þessa átt.

Þú ert að segja að opinberir starfsmenn séu bæði betur launaðir, það sé minna álag í vinnunni og væntanlega líka meira starfsöryggi. Þetta er áreiðanlega misjafnt milli starfsgreina og stofnana.

Það sem mestu máli skiptir hins vegar er hvernig kerfið þjónar viðskiptavinunum, sjúklingunum. Heilbrigðiskerfið okkar þarf að miðast við að þjónusta þá sem þurfa heilbrigðisþjónustu vel, mjög vel, helst með besta móti á heimsvísu. Það verður seint í opinbert reknu kerfi. Þannig er það og verður.

Starfsfólkið getur valið sér vinnustaði, opinbera eða einka eftir því hvað hentar hverjum og einum en sjúklingarnir eiga að fá þá þjónustu sem þeir þurfa fljótt og vel.

Ég held að áherslan á opinberan rekstur í heilbrigðiskerfinu leiði það af sér að stórir hópar fólks fái ekki þá læknisþjónustu sem þeir þurfa fljótt og vel. Einkarekið sjúkrahús meðfram okkar LSH getur stytt biðlista og bætt líf fólks til muna.