Smygildi

Nú er ég hvorki hagfræðingur né lögfræðingur, og hef ekki lesið evróputilskipanir. En ég er að reyna að kortleggja hverjar afleiðingar tilskipana Evrópuþings og ráðsins um smygildi (smákökur) hafa verið. Þá meina ég ekki sektir, heldur hvernig heimurinn hefur brugðist við, og hvort að viðbrögðin hafi verið til góðs. Getið þið aðstoðað mig bæði við að kortleggja áhrifin?

1 Like

Nú er ég ekki sérfræðingur heldur, en finnst allt þetta meinta öryggi vera farið að hegða sér eins og tölvuvírus, þ.e. að tefja, trufla og skemma út frá sér. Endalausir skilmálar og vafrakökur oft endurteknar við hverja heimsókn eru álíka óþægileg og óumbeðnar auglýsingar.
Best væri ef vírusvarnir væru látnar nýttar til að stöðva pop-up skilmála eða smygilda eins og þú kallar þau, rétt eins og annað sem ég vil ekki fá á skjáinn hjá mér.

1 Like