Að byggja teymið Pírata

Hluti af því að vera frambærilegt og öflugt stjórnmálaafl er að vera vel skipulögð og aðlaðandi fyrir fólk að koma og taka þátt.

Meðal þess sem við höfum stært okkur af í þessu sambandi er:

  • við erum grasrótarflokkur (meira að segja án formanns sem margir vilja breyta).
  • auðvelt er láta til sín taka í stefnumótun
  • við erum róttækt umbótaafl
  • við erum öflug hvað varðar lýðræðisumbætur og nýja stjórnarskrá
    og fleira.

En líkleg er ekki ósanngjarnt að segja að við höfum ekki verið öflug að byggja upp teymi innan Pírata og Píratateymið ef út í það er farið.
Þarna myndi, ef vel tækist til, mögulega gagnast að hafa formann/-konu og öfluga stjórnun teymisins/flokksins.

Það er til mikil þekking í stjórnunarfræðunum hverning á að byggja upp teymi. Eigum við ekki að líta til þeirra og vera fagleg?

Þurfum við ekki að taka þessi mál fastari tökum?
Eða, er ég á villigötum. Erum við e.t.v. bara gott teymi?

2 Likes

Við erum með fjandi gott teymi. Það eina sem ég sakna eru gömlu málefnafundirnir. Spjallið.

Þetta er einfaldlega eitthvað sem einhver þarf að skipuleggja reglulega

3 Likes

Mér finnst það gagnaðist að halda (aftur?) reglulega fundi, almenna fundi (sem mættu stundum innihalda félagsfundi), þar sem helstu fulltrúar (þingmenn og svo framvegis) segja frá helstu nýlegum atburðum, í stuttu máli, þá stundum flytur gestur ræðu og þá mega allir spjalla saman um hríð að ýmsu. Mánaðarlega eða oftar, um kvöld eða helgi.

Það myndi auðvelda vinnandi fólki, sem eiga ekki mikinn lausan tíma, það að fylgjast með og hrífa flokkinn, sem og nýliðum er þekkja ekki neina okkar. Því búnu að skipuleggja og lýsa þeim fundum á forsíðunni pírata.is, væri kleift að skipa tíma annríkra vikna í flokkinn. “Þessi kvöld eru Píratakvöld”.

Í Verkamannaflokknum í Bretlandi eru mánaðarlegir kjördæmisfundir og mánaðarlegir hverfisfundir, svo að meðlimir geta fundað, að lágmarki, tvisvar á mánuði.

4 Likes