Að laga husnæðisvanda íslendinga til frambúðar

Húsnæðismál almennings eru vægast sagt ömurleg, fólk býr í foreldrahúsum langt fram eftir í lífinu því það hefur ekki efni á að safna sér fyrir margra milljóna króna útborgun í þessu eina dýrasta landi veraldar. Þeir sem loksins ná því eru svo skuldarfangar íslenska bankakerfisins þar sem þarf að borga lánsupphæðina margfallt til baka á kjörum sem segja ekkert um neitt nema að þeir séu miklu hærri en gæti talist eðlilegt.

Ef milljón er tekin að láni og tvær borgaðar til baka á einhverjum x tíma þá eru vextirnir 100% en ekki í kringum 4%. Verðbólga, verðtrygging, vísitölur og eitthvað tilbúið bull er smurt á til að réttlæta óréttlætið sem viðgegngst í þessu glæpsamlega þrælkunarkerfi. 40 milljóna króna lán sem er tekið og borgað til baka um og yfir 100 milljónir, þegar uppi er staðið, er 150% hækkun á láninu en samt eru uppgefnir vextir um 4%. Það er ekkert annað en kjaftæði sem er réttlætt með einhverjum flækjum og bulli.

Fólki er haldið í ánauð af kerfinu bara fyrir það að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Eitthvað sem er nauðsyn en ekki forréttindi eða munaður. Allir þurfa að búa einhversstaðar og ríkið á að passa uppá borgara sína eftir bestu getu.

Það gerir það alls ekki í þessum málum og er gangrýnin á það ívið meiri núna þegar tveir af stærstu þremur bönkonum eru í eigu okkar landsmanna, þá er tækifærið best til að laga þetta en er það gert? Nei, alls ekki. Breytingin er þá helst á hinn veginn.

Til að laga húsnæðisvanda landsmanna þannig að fólk færi að búa meira og meira í eigin húsnæði en ekki á óstöðugum leigumarkaði væri hægt að fara frekar sniðuga leið.

Ríkið, sveitarfélög og lífeyrissjóðir ættu þar að taka sig saman og koma á kerfi þar sem öllum er gert kleift á að kaupa sér sína eigin íbúð.

Kerfi sem virkar þannig að hönnuð og teiknuð eru hús en ekki byggð. Fólki gert kleift að leggja inn bindandi umsókn um kaup á þeim íbúðum til einhvera ákveðið margra ára en að þeim tíma liðnum mætti það sjálft sjá um að selja íbúðirnar sínar ef það kýs að gera svo. Vextir væru í algjöru lágmarki enda ekki um græðgis gróðasamninga að ræða. þegar byggingin væri orðin full af umsóknum þá væri farið út í að byggja hana, en ekki fyrr. Með þessu myndi framboð og eftirspurn haldast í hendur þar sem fólk myndi velja sér íbúð sem hentaði sér og sínum heimilisaðstæðum. Einskorðast það ekki einungis við að byggðar væru litlar og ódýrar íbúðir fyrir þá tekjulægstu, heldur fyrir alla þá sem vilja, en gott væri að byrja á þeim tekjulægri einstaklingum þessa samfélags því þeir hafa það jú erfiðast í þessu landi sem sífellt verður dýrara og dýrara. Á endanum yrði það þannig að flestir byggju í sínu eigin húsnæði og myndi það m.a. hafa áhrif á umhverfismál hverfanna því það hefur sýnt sig að þeir sem búa í eigin húsnæði, en ekki leigðu, eiga það til að hugsa betur um nærumhverfi sitt.

Hagsmunir ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða liggja hjá almenningi, hvernig væri þá að raunverulega hjálpa almenningi þar sem hjálpina vantar. Í þessarri hjálp felst ekkert tap á fjármunum heldur einungis stofnkostnaður sem fengist greiddur til baka, með hóflegum vöxtum. Allir myndu græða og getur það ekki verið neitt annað en af hinu góða.

Svipuð leið var farin í Singapore á sínum tíma, hefur það gefið góða reynslu og býr yfirgnæfandi meirhluti í eigin húsnæði þar í dag, hér stutt video um það:

hættum að setja endalausa plástra á skurði og búum þannig um að ekki þurfi þessa plástra. Ráðumst á rót vandans. Það er bæði ódýrara, fljótlegra og betra fyrir alla.

Til að laga húsnæðisvandann til frambúðar þyrfti að koma upp skikkanlegum leigu- og búseturéttarmarkaði. Ekki vilja allir eiga eigið húsnæði, auk þess sem það er slæmt ef fólk getur ekki búið í traustu húsnæði áður en það er tilbúið að kaupa eigið.

Það ætti ekki að vera flókið að koma þessu í kring (þótt auðvitað krefjist það mikillar skipulagningar). Ríkið ætti að geta útvegað langtímalán á svo sem 1% raunvöxtum til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga. Með því myndi leiga fyrir 30 milljóna íbúð lækka um a.m.k. 75.000 á mánuði, miðað við það sem væri eðlilegt verð í dag. Ef nóg væri byggt af slíkum íbúðum gætu allir fundið húsnæði við hæfi, á viðráðanlegu verði, og án þess að óttast að missa það fyrirvaralítið.

Rétt er það að ekki allir vilji búa í eigin húsnæði. En er ekki stór ástæða fyrir því, þessir rugl þrælkunarsamningar við bankana?
Það er allavega svo í mínu tilfelli og annarra sem ég þekki. Mig bæði langar að eiga mitt eigið á sama tíma og ég vil það ekki. Ef þetta kerfi væri, þá væri ég að öllum líkindum íbúðareigandi.
Auðvitað þarf að vera leigumarkaður líka, en sömu aðilar gætu einnig verið þar að verki.
Bjarg byggingarfélag er eitthvað að gera í áttina að þessu og vonandi koma fleiri þar inn og fyrir fleiri en þá tekjulægstu.
En leigumarkaðurinn er ekki allt og er ég sannfærður um að svona kerfi myndi leysa mjög mjög margt. Reynslan annars staðar gerði það og auðvitað eigum við að taka upp lausnir sem virka annars staðar frá fyrir svipuð vandamál og eru hér. Það er óþarfi að fara að finna upp hjólið þegar það er löngu búið að því

Það er ekki útilokað að raunverð húsa staðni eða lækki þegar fleiri hótel verða tilbúin nú þegar flugframboð hefur staðnað.

Það er náttúrulega margt sem getur gerst til að ástandið batni. En það væri best ef að farið yrði í aðgerðir til að laga það frekar en að stóla á vonina um keðjuverkandi áhrif annarsstaðar frá

1 Like

Þegar 40 milljónir verða að 100 milljónum þá er það 150%, ekki 250%.

Auðvitað þarf að taka mið af því ef að krónurnar minnka í verðgildi, og maður borgar á seinni tímapunkti en maður tekur lánið, að þá þarf að borga til baka fleiri krónur til að um sé að ræða sama verðmæti sem verið er að greiða til baka. 20 milljónir í dag er ekki það sama og 20 milljónir eftir 10 ár.

Ég er samt alveg sammála heildarpælingunni. Að við þurfum að gera fasteignir ódýrari.

Já, ég fattaði að prósentan væri vitlaus hjá mér eftir að ég póstaði en lét það vera að breyta henni. Enda bankarnir með uppgefin 4-6%, sem er
ekkert annað en kjaftæði svo ég hélt bara mínu kjaftæði líka.
En maður veit það alveg að verðgildi krónunnar breytist með tíð og tíma en ég mun aldrei kaupa það að sú skýring útskýri þetta að meira en bara að pínulitlum hluta.
Að búa einhversstaðar er ekki lúxus eða munaður heldur basic mannréttindi.
Það er viðbjóður hvað gróði banka er höfð ofar á forgansgslista heldur en velferð almennings, sérstaklega núna þegar bankarnir eru í eigu almennings.

En hvað er hægt að gera til að breyta þessu?

Er kannski enginn raunverulegur áhugi á því að hjálpa fólki lifa mannsæmandi lífi í þessu vellauðuga samfélagi okkar (að okkur er sagt), þótt að lausnin við þessu krefjist ekki einhvers fjármagns sem fæst ekki til baka. Því hver króna fengist til baka á endanum. Lán, ekki gjöf.

Fólk færi heldur ekkert að sitja á peningunum sínum ef hræðslan er að græðgin fái ekkert. Fólk myndi eyða þeim í eitthvað annað sem það langaði að gera, eitthvað sem það getur ekki nú með þessa þrælkunarsamninga bankakerfisins.

Þú getur lagað þetta með því að ýta þarna é einhvern edit takka. Ég nota það alveg í spað. Um að gera að bæta gæði þess sem maður skrifar eins og hægt er. Betra að skrifa lítið og sjá til þess að það sé í einhverjum gæðum.

Fólkið sem ræður öllu í samfélaginu, er ríka fólkið. Og það hefur engan áhuga á lækkandi fasteignaverði því það tapar á lækkuninni því það á svo mikið af fasteignum. Þess vegna eru þeir búnir að hægja á nýbyggingum nýlega.

Það er komið eitthvað fyrirtæki sem er að byggja íbúðir ódýrar. Og þeir byggðu eitthvað í Keflavík. Þá er það svona einingar sem eru settar saman á staðnum. Hef samt ekki frétt af þeim nýlega þannig að ég veit ekki alveg hvað er að gerast. Þeir áttu að hafa byggt einhver hús á svaka stuttum tíma með svaka litlum tilkostnaði.

Ég skal breyta þessu. En ég átti samt við til að laga ástandið en ekki póstinn :slight_smile:

Þótt ríka fólkið ráði öllu þá hlýtur fjöldinn að getað gert eitthvað, ef ekki þá er bara flest tilgangslaust að reyna.

Einkaaðilar eru heldur aldrei að fara að koma á svipuðu kerfi og ég benti á og er það þess vegna sem ég vil sjá ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóðina sjá um þetta.

Það stendur líka til að gera þetta í Þorlákshöfn en alveg sama hvort að húsnæði séu byggð eða sett saman á ódýrari hátt en almennt er, þótt mér finnist það samt vera óþarflega dýrt, þá breytir það engu hvað varðar þessa blóðugu lánasamninga. Enþá þurfti fólk að borga margfalda upphæð til baka, bara aðeins lægri.

Vont er enþá vont þótt það var örlítið verra áður. En vont þarf það ekki að vera.

Það er náttúrulega þetta lýðræðisdót þarna einhversstaðar. Kosningar og eitthvað svoleiðis.

Lífeyrissjóðirnir eru með betri lán, töluvert lægri vexti. En þeir lána bara 70% af markaðsvirði, að ég held.

Lýðræði er ekki lýðræði því pólitík er of mikil pólitík.
Þannig að eina leiðin til að breyta þessu er bara óvissa sem fylgir því að vona það að einn daginn, kannski einhverntíman, muni einhver hafa það sem stefnu á að breyta þessu sem er í framboði. Mögulega komast í stjórn og þá málamiðla með einhverjum öðrum frambjóðendum sem breytir því í eitthvað allt annað en var vonast til í upphafi. Þ.e. ef einhver frambjóðandi hefði einhvern áhuga á þessu.
Vonin dvínar hratt strax á byrjunarstigi…

Er einhver leið fyrir almenning á að taka lán hjá erlendum bönkum?

Að fólki skuli vera gert svona erfitt á að búa í sínu eigin landi er hroðalegt.

Já þetta lýðræði er svo sannarlega takmarkað. Þetta er bara svona pínkulýðræði.

Ég var að sjá á youtube heimildarmynd um lýðræðið í grikklandi til forna, það var mjög merkilegt. Þeir voru stórmerkilegt samfélag.

Ég spurðist einu sinni fyrir hjá einhverjum hollenskum banka hvort ég gæti tekið lán og þeir sögðu bara strax nei. gleymdu því. Ég veit ekki af hverju bankar erlendis lána ekki íslenskum borgurum til fasteignakaupa. Það gengur ekki upp þegar maður spáir í því.

1 Like

Lítur út fyrir að reglugerðinni í kringum bankana sé verulega ábótavant.

1 Like

Ég las áhugaverða grein um það að húsnæði geti ekki á sama tíma verið skynsamleg fjárfesting og aðgengileg öllum. Til að vera fjárfesting þarf hún að hækka í verði á hverju ári umfram verðbólgu, en laun gera það ekki.

Ég held að heilbrigðari leigumarkaður sé framtíðin, fleiri ógróðadrifin leigufélög og kannski lífeyrissjóðir gætu haldið úti leiguhúsnæði eins og er víða í evrópu.

En fyrst og fremst þarf að auka framboð og setja þannig niðurávið þrýsting á verðið. Það er eitthvað að byrja að ganga í Reykjavík, húsnæði hækkar amk mun hægar núna en í haust (5% frekar en 17%+), en það auðvitað bitnar á gildi húsnæðis sem fjárfestingar, sem ég held að verði bara að gerast miðað við stöðuna.

Hvernig væri að lýta á húsnæði eins og það er, nauðsyn, þetta er enginn munaður. Ef íslendingar búa ekki í húsnæði þá lifir það ekki lengi eins og að vetri til. Fæstir fjárfesta í húsnæði með því fyrir brjósti að ávaxta peningunum sínum. Flestir gera það til að eiga þak yfir höfuðið. Hagsmunir flestra eiga að vega meira en fárra. Allt of fáir geta leyft sér þann “munað” að kaupa sitt eigið. Eða réttara sagt: safna sér fleiri milljónum til að vera gjaldgengur til að verða skuldaþræll bankanna til margra ára/áratuga og borga húsnæðið jafnvel nokkrum sinnum upp á þeim tíma.
Að eiga þak yfir höfuðið er alltaf skynsamlegt.

En hvað áttu við. Að allir eigi að leigja sér húsnæði en ekki eiga? Leigugreiðslur eru í svipuðu rugli og lánaafborganir af húsnæðislánum. Óhagnaðardrifin leigufélög eru jú snilld, fyrir þá sem eiga rétt á að leigja hjá þeim. Sem eru ekki allir, öruglega ekki einu sinni flestir. En þau eru skref í betri átt.

En hvað með þá sem vilja eiga og tryggja sér það að þurfa ekki að hafa áhyggjur þegar leigusamningurinn rennur út. Ég held að flestir raunverulega vilji eiga en í því blóðsugukerfi sem er hér í lýði varðandi það, að þá detta frekar margir í það að vilja frekar bara leigja. Þú kemst frekar fljótt undan þeim borgunarkvöðum miðað við lánasamningana.

Til hvers er verið að púkka svona upp á bankana alltaf endalaust, hvernig væri að púkka uppá fólkið í landinu, fólkið sem bankarnir eru að arðræna dag eftir dag, ár eftir ár, svo áratugum skiptir?

Aukið framboð er ekkert endilega lausnin þegar þeim íbúðum er síðan oft bara haldið tómum til að halda uppi verði eins og hefur komið í ljós hjá sumum misvönduðum aðilum/félögum.
Þá er líka verið að vona að þetta breytist, en ekki láta það breytast.

Nú vilja Píratar borgaralaun (sem er nauðsyn framtíðar) en það er ekki hægt í því kerfi sem er í gangi núna. Svo það þarf að fara í kerfisbreytingar til að það gæti gengið.

Af hverju þarf að halda í þetta ömurlega húsnæðiskerfi og vera að pæla í því hvort húsnæðiskaup sé “skynsamleg fjárfesting” eða ekki. Sem það alltaf er.

Breytum því kerfi bara.

Til fjandans með verðbólgu, verðhjöðnun, vísitölur og annað fokk. Gerum fólki kleyft á að búa í húsnæði sem það vill án þess að verða skuldafangar einhverra bankakarla sem taka miklu meira en þeir gefa. Hættum að taka þátt í að réttlæta óréttlæti þeirra því það eru bara þeir sem græða. Ekki við hin, flest allir aðrir.

Ef Singapore gat þetta, þá er þetta greinilega hægt, hvað er svona svakalega á móti þeirri hugmynd, að er virðist kannski kjánaleg í fyrstu, að panta sér húsnæði uppúr einhverjum lista á lánakjörum sem teljast mannleg?
Raunverulega?