Húsnæðismál almennings eru vægast sagt ömurleg, fólk býr í foreldrahúsum langt fram eftir í lífinu því það hefur ekki efni á að safna sér fyrir margra milljóna króna útborgun í þessu eina dýrasta landi veraldar. Þeir sem loksins ná því eru svo skuldarfangar íslenska bankakerfisins þar sem þarf að borga lánsupphæðina margfallt til baka á kjörum sem segja ekkert um neitt nema að þeir séu miklu hærri en gæti talist eðlilegt.
Ef milljón er tekin að láni og tvær borgaðar til baka á einhverjum x tíma þá eru vextirnir 100% en ekki í kringum 4%. Verðbólga, verðtrygging, vísitölur og eitthvað tilbúið bull er smurt á til að réttlæta óréttlætið sem viðgegngst í þessu glæpsamlega þrælkunarkerfi. 40 milljóna króna lán sem er tekið og borgað til baka um og yfir 100 milljónir, þegar uppi er staðið, er 150% hækkun á láninu en samt eru uppgefnir vextir um 4%. Það er ekkert annað en kjaftæði sem er réttlætt með einhverjum flækjum og bulli.
Fólki er haldið í ánauð af kerfinu bara fyrir það að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Eitthvað sem er nauðsyn en ekki forréttindi eða munaður. Allir þurfa að búa einhversstaðar og ríkið á að passa uppá borgara sína eftir bestu getu.
Það gerir það alls ekki í þessum málum og er gangrýnin á það ívið meiri núna þegar tveir af stærstu þremur bönkonum eru í eigu okkar landsmanna, þá er tækifærið best til að laga þetta en er það gert? Nei, alls ekki. Breytingin er þá helst á hinn veginn.
Til að laga húsnæðisvanda landsmanna þannig að fólk færi að búa meira og meira í eigin húsnæði en ekki á óstöðugum leigumarkaði væri hægt að fara frekar sniðuga leið.
Ríkið, sveitarfélög og lífeyrissjóðir ættu þar að taka sig saman og koma á kerfi þar sem öllum er gert kleift á að kaupa sér sína eigin íbúð.
Kerfi sem virkar þannig að hönnuð og teiknuð eru hús en ekki byggð. Fólki gert kleift að leggja inn bindandi umsókn um kaup á þeim íbúðum til einhvera ákveðið margra ára en að þeim tíma liðnum mætti það sjálft sjá um að selja íbúðirnar sínar ef það kýs að gera svo. Vextir væru í algjöru lágmarki enda ekki um græðgis gróðasamninga að ræða. þegar byggingin væri orðin full af umsóknum þá væri farið út í að byggja hana, en ekki fyrr. Með þessu myndi framboð og eftirspurn haldast í hendur þar sem fólk myndi velja sér íbúð sem hentaði sér og sínum heimilisaðstæðum. Einskorðast það ekki einungis við að byggðar væru litlar og ódýrar íbúðir fyrir þá tekjulægstu, heldur fyrir alla þá sem vilja, en gott væri að byrja á þeim tekjulægri einstaklingum þessa samfélags því þeir hafa það jú erfiðast í þessu landi sem sífellt verður dýrara og dýrara. Á endanum yrði það þannig að flestir byggju í sínu eigin húsnæði og myndi það m.a. hafa áhrif á umhverfismál hverfanna því það hefur sýnt sig að þeir sem búa í eigin húsnæði, en ekki leigðu, eiga það til að hugsa betur um nærumhverfi sitt.
Hagsmunir ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða liggja hjá almenningi, hvernig væri þá að raunverulega hjálpa almenningi þar sem hjálpina vantar. Í þessarri hjálp felst ekkert tap á fjármunum heldur einungis stofnkostnaður sem fengist greiddur til baka, með hóflegum vöxtum. Allir myndu græða og getur það ekki verið neitt annað en af hinu góða.
Svipuð leið var farin í Singapore á sínum tíma, hefur það gefið góða reynslu og býr yfirgnæfandi meirhluti í eigin húsnæði þar í dag, hér stutt video um það:
hættum að setja endalausa plástra á skurði og búum þannig um að ekki þurfi þessa plástra. Ráðumst á rót vandans. Það er bæði ódýrara, fljótlegra og betra fyrir alla.