Aðildarfélög, athugið! Nýtt verkfæri í boði!

Eftir þarfagreiningu með starfsfólki Pírata hefur verið sett upp svona… hvað á maður að kalla það? Einhvers konar skrifstofu… dót. Stundum kallað „ský“ sem segir reyndar ekki baun. Sérnafnið er „Nextcloud“.

Slóðin er https://office.piratar.is og er hugsuð sem einhvers konar rafræn skrifstofa.

En það sem er í boði núna er:

  1. Miðlæg skjalageymsla, sem notendur geta notað til að vista og deila á milli sín hvers konar skrám. Svipar mjög til Dropboxs, er opinn hugbúnaður og virkar á öll stýrikerfi. Það er líka hægt að nota vafra ef fólk fílar það betur (sem væri skrýtið, en þú’st, þið um það).
  2. Miðlægt dagatal, sem einnig virkar í vafra og símum.
  3. Tengiliðaskrá (Contacs). Hægt að synca við a.m.k. Android.

Svo er reyndar til alger haugur af viðbótum sem má alveg skoða í framhaldinu.

En allavega, aðildarfélögin geta notað þessa þjónustu. Talið bara við mig um að fá aðgang með því að senda mér póst á helgi@piratar.is. Þá þarf ég að fá notandanöfn fólksins eins og það er í kosningakerfinu, vegna þess að það er betra að hafa sömu notandanöfn alls staðar, sérstaklega upp á að mögulega verður hægt að tengja innskráninguna beint við kosningakerfið (eins og https://spjall.piratar.is).

Með þessari sameiginlegu skráageymslu getum við betur haldið utan um gögnin okkar, skjölun og vitað hvað sé hjá hverjum. Eins og ávallt skal ég glaður aðstoða hvern sem er við tæknilegu hliðina á þessu.

4 Likes