Aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvaldsins

Það er svo sem ekki leyndarmál að Íslandi hafi gengið illa að skilja að löggjafar- og framkvæmdavaldið en ég hef verið að velta því fyrir mér í sambandi við setu þingmanna í sveitarstjórnum. Ágúst Bjarni Garðarsson nú síðast (2021–2022) svo ég muni.

Þegar svo ber við fer viðkomandi með hluta löggjafarvaldsins á sama tíma og hann situr sem kjörinn fulltrúi innan framkvæmdavaldsins. Er þetta ekki eitthvað sem þyrfti að skoða? Hvað segið þið?

Ég hef ekki sterkar skoðanir á því þegar kemur að sveitarstjórn og þingmennsku. Reyndar er mér fyrirmunað að skilja hernig fólk ætlar að finna tíma til að sinna hvoru tveggja vel á sama tíma, en fyrir mér er það ekki spurning um hlutverkaskiptingu, vegna þess að það eru svo ólík verkefni milli sveitarstjórnar og þingmennsku.

Öðru máli gegnir um löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald ríkisvaldsins. Þar er um sömu verkefnin að ræða, og aðskilnaðurinn hugsaður til þess að þessar greinar ríkisvaldsins hafi aðhald með hvorri annarri. Þar sem ríkisstjórn er í reynd mynduð af þingmönnum í stjórnarmeirihluta hinsvegar veikir það aðhaldshlutverk Alþingis að ráðherrar séu líka þingmenn.

Kannski rangt hugsað hjá mér, en mér finnst þetta allavega ekki vera eitthvað sem þurfi að formgera milli ríkisvalds og sveitarstjórna.

Mér finnst það upplagt að Píratar séu skýrir með það að ef við komumst í ríkisstjórn, munum við virða aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds til þess að Alþingi geti sinnt lögbundnu eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu, og munu ráðherrar Pírata þannig ekki vera þingmenn á sama tíma. Fólk virðist hafa gleymt því að þetta er eitt af stóru áherslumálunum okkar, kannski gott að minna á það?

8 Likes