Aðstoð við athugun þingmála í Atvinnuveganefnd Alþingis

Þráðurinn er til að auðvelda grasrótinni fylgst með vinnslu þingmála í Atvinnuveganefnd Alþingis.

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt geta óskað eftir því á verkefninu sem lýst er hér að neðan á þessum link á GrasRótara Pírata.

Aðstoð við athugun þingmála í Atvinnuveganefnd Alþingis

Stutt lýsing

Aðstoð við þingmann Pírata í Atvinnuveganefnd Alþingis að nálgast þingmál nefndarinnar í samræmi við framgöngu grunnstefnu og annarra samþykktra stefna Pírata.

Nánari lýsing

Tillgangur Pírata er að: “Félagið mótar sér stefnu með opnu ferli og vinnur að framgöngu hennar með þeim aðferðum sem því standa til boða.”

Með fulltrúa í Atvinnuveganefnd Alþingis eru fjölmörg tækifæri til að hafa málefnaleg áhrif að mál sem nefndin vinnur séu unnin í anda gegnsæis, virkari þátttöku og í samræmi við grundvallar réttindi fólks.

Hlutverk þátttakenda er að:

  1. fara yfir þingmálaskrá nefndarinnar og velja sér þingmál sem eru aðgengileg í skjalinu að neðan,
  2. bera þau saman við grunnstefnu Pírata og aðra samþykkta stefnu í málaflokkinum,
  3. að setja inn athugasemdir í vinnsluskjal þingmálanna með vísan í stefnurnar með rökstuðningi hvort greinar málsins stiðja við eða stangast á stefnu Pírata.

Þingmálaskjal Jón Þórs nefndarmanns Pírata um framgöngu þingmálanna í nefndinni:

Upplýsingar um atvinnuveganefnd á vef Alþingis og þau málasvið sem nefndin sinnir:
https://www.althingi.is/thingnefndir/fastanefndir/atvinnuveganefnd/

Upplýsingaskjal fyrir verkefnið:

Nauðsynlegir hæfileikar

  1. Vilji til að setja sig vel inn í stefnumál Pírata sem heyra undir Atvinnuveganefnd Alþingis.
  2. Geta til að rökstyðja í mjög stuttu máli hvers vegna ákvæði þingmáls í nefndinni styður eða stangast á við stefnu Pírata.
3 Likes

Velkomin í verkefnið:

@gauisig
@Oktavia
@Nannav
@valgerdur79

Hvenær dags hentar ykkar að funda til að koma ykkur inn í verkefnið ogg upplýsingaskjölin?
Tekur svona 30 mín.

Hér er linkur á mindmap af þeim stefnumálum Pírata í þeim málaflokkum sem mest er um fjallað í Atvinnuveganefnd: