Skylt þessu er það sem kemur fram í skýrslu sem fjallar um “Verslun í heimabyggð – greining á sóknarfærum dreifbýlisverslana”
þar kemur fram að:
“Til skoðunar er að heimila dreifbýlisverslunum, þar sem ekki er áfengisverslun, að sjá um afhendingu á áfengi til einstaklinga sem panta það hjá ÁTVR. Það yrði mikil lyftistöng fyrir dreifbýlisverslanir að fá heimild til að annast milligöngu um afhendingu áfengis fyrir íbúa þeirra staða sem ekki hafa Vínbúð.”
Þar er þessi sama hugsun, að færa meiri umsvif út og nær fólkinu. Þetta er það sem ætti að stefna að og er reyndar okkar mottó.
Afleiðingin af þessu verður síðan og síðar að vín færist nær því að verða aðgengilegt í búðum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Auðvitað þarf að vinnan að því á skynsaman og ábyrgan hátt. En auðvita að sjálfsögðu er þetta gott mál, þó fyrr hefði verið.