Áfengislög - sala á framleiðslustöðum - umræða

Nú er komið inn í allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um að leyfa sölu áfengis á framleiðslustöðum. Hvað finnst ykkur?

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=504

Um frumvarpið:
“Lagt er til að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum.”

3 Likes

Persónulega finnst mér þetta framför og býr til möguleika fyrir framleiðendur að bjóða upp á sölu á framleiðslustað, nokkuð sem maður þekkir vel sem fyrirkomulag erlendis.

Hefði viljað sjá meira frelsi á þessu sviði, t.d. að leyfa framleiðendum að selja í netsölu - nokkuð sem erlendir framleiðendur geta gert í skugga EES samningsins og hefði hjálpað samkeppnisstöðu þeirra að bæta því við - en það virðist ekki hafa verið stuðningur við það innan ríkisstjórnarflokkana.

3 Likes

Skylt þessu er það sem kemur fram í skýrslu sem fjallar um “Verslun í heimabyggð – greining á sóknarfærum dreifbýlisverslana”

þar kemur fram að:

“Til skoðunar er að heimila dreifbýlisverslunum, þar sem ekki er áfengisverslun, að sjá um afhendingu á áfengi til einstaklinga sem panta það hjá ÁTVR. Það yrði mikil lyftistöng fyrir dreifbýlisverslanir að fá heimild til að annast milligöngu um afhendingu áfengis fyrir íbúa þeirra staða sem ekki hafa Vínbúð.”

Þar er þessi sama hugsun, að færa meiri umsvif út og nær fólkinu. Þetta er það sem ætti að stefna að og er reyndar okkar mottó.

Afleiðingin af þessu verður síðan og síðar að vín færist nær því að verða aðgengilegt í búðum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Auðvitað þarf að vinnan að því á skynsaman og ábyrgan hátt. En auðvita að sjálfsögðu er þetta gott mál, þó fyrr hefði verið.

3 Likes

Skref í rétta átt. Minkar miðstýringu og gagnast smærri samfélögum.

2 Likes

Þessi umræða er í full swing þessa vikuna, fullt af gestum að koma á morgun og þar á meðal frá sveitarfélögum. Ætla að lesa yfir þessa skýrslu @Jassi en allar ábendingar og spurningar eru vel þegnar :slight_smile: