Afrek Pírata í Reykjavíkurborg

Hér er hugmyndin að lista upp árangur Pírata; til að almennur félagsmaður geti séð hvað hefur náðst fram. Hægt er þá að grípa í það til að sýna fram á mikilvægi okkar fyrir pólitíkina. Þessi atriði hafa komið fram í rifrildum á samfélagsmiðlum og sums staðar annars staðar en ekki skipulega og ekki þar sem það er aðgengilegt og þar sem hægt er að ganga að því og nota í rökræðum, frá staðfestum og áreiðanlegum aðilum.

(Höfum þetta stutt og hnitmiðað)

Píratar eru með fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur, í Kópavogi og síðan ítök á nokkrum öðrum stöðum og svo á Alþingi. Það er verið að vinna sigra ótt og títt.

Kannski er rétt að hafa allt á einum stað eða að samsskonar síður verði fyrir Kópavog, Selfoss, Alþingi og aðra staði þar sem Píratar hafa náð að setja mark sitt. Sem sagt upptalning á því sem fulltrúar okkar hafa unnið að og náð fram.

Hér fyrir neðan er sem sagt Reykjavíkurplássið:

3 Likes

Við getum náttúrulega ekki látið þetta sitja autt lengi :stuck_out_tongue:

En það er viðbúið að við setjum þetta inn bút og bút í einu. Og svo það komi fram, þá er sumt sem við teljum okkur til tekna sem ég gæti alveg trúað að í einhverjum tilfellum finnist samstarfsflokkunum þau eiga alveg jafn mikið (og það er líka viðbúið að það er ekkert gaman að samþykkja að vera með í einhverju sem er gott án þess að fá neitt kredit fyrir það heldur). Margt af þessu verður óneitanlega eitthvað sem bara, meirihlutinn sammældist um að gera.

Ég er soldið með velferðarmálin í hausnum, svo ég nefni nokkur þeirra stuttlega.

Við rýmkuðum töluvert kröfur til að geta fengið námsstyrk til framfærslu, aldurshámark afnumið og kröfur um hvernig nám væri hæft voru rýmkaðar.

Við tryggjum börnum foreldra á fjárhagsaðstoð leikskólavist í 8 tíma á dag, eða pláss á frístundaheimili með grunnskóla, í báðum tilfellum með mat og síðdegishressingu, endurgjaldslaust.

Við rýmkum reglur um stuðning vegna sérfræðiþjónustu og sérstakra aðstæðna, vegna útfara og húsbúnaðar. og við drögum úr skerðingum í fyrsta mánuði vegna fólks sem er að koma úr endurhæfingu og slíkt.

Við fórum rýmri leið en ráðuneytið krafðist þegar reglum um sérstakan húsnæðisstuðning var breytt, til þess að viss hópur með lágar tekjur lenti ekki í lækkun.

Árið 2019 voru upphæðir fjárhagsstuðings til framfærslu hækkaðar töluvert umfram venjulega vísitöluhækkun, eða um 6%

Við höfum innleitt aðferðafræði skaðaminnkunar í velferðarkerfi borgarinnar, komið á laggirnar housing first úrræði, fjölgað húsum og eflt mjög vettvangs- og ráðgjafarteymið sem heldur utan um það.

Við höfum hækkað töluvert framlög til barnaverndar Reykjavíkur, tvisvar.

Við höfum opnað húsnæði fyrir konur með geð- og fíknivanda.

Við höfum opnað nýtt gistiskýli fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi.

Við erum á góðri leið með að ná markmiði um að fjölga íbúðum félagsbústaða um 600 á kjörtímabilinu og það hefur gengið vel að hraða uppbyggingu íbúða almennt.

Núna er það reglan hjá borginni að á nýjum uppbyggingarsvæðum að 25% af íbúðum fari til óhagnaðardrifinna félaga, svosem samtökum stúdenta, aldraðra, öryrkja eða annarra leigufélaga.

Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hefur styst úr 974 í júní 2018 niður í 457 í mars 2021

Ég kem aftur seinna og bæti meiru við.

1 Like

Var ekki hægt að hækk fjárhagsaðstoðina til foreldra sem þessu nemur, og leyfa þeim sjálfum að meta hve langa viðveru börn þeirra þurfi á leikskóla eða frístundaheimili?