Ákvæðið um kjörgengi til framkvæmdastjórnar

Ég er að spá aðeins í ákvæðinu í nýju lögum þar sem skilgreint er hverjir mega sitja í framkvæmdastjórn:

7.1.2 Þau eru kjörgeng til framkvæmdastjórnar sem setið hafa að lágmarki eitt kjörtímabil í skilgreindri trúnaðarstöðu á vegum félagsins eða aðildarfélaga.

Tvennt um þetta. Annars vegar, hvernig er kjörtímabil skilgreint? Er það bara kjörtímabil viðkomandi stöðu eða er það eitthvað fast (2 eða 4 ár)? Hins vegar, hvað nær þetta yfir? Eru til dæmis kjörnir fulltrúar á þingi eða sveitarstjórn þarna undir? Hvað með fólk sem hefur starfað í nefnd á vegum þings eða borgar-/bæjarstjórnar fyrir Pírata?

Það væri gott að fá þessi atriði á hreint, ekki bara fyrir mig persónulega heldur bara almennt til þess að forðast deilur um þetta þegar þar að kemur.

3 Likes

Þetta eru ágætis spurningar en ætti alveg eins að beinast að fyrirspyrjanda eins og út í kosmóið og hefði verið fróðlegt að heyra það álit. Svo má alltaf spyrja úrskurðarnefnd.

Mitt hógværa álit á útfærslunni er að sá aðili er gjaldgengur sem setið hefur í einhverskonar stöðu innan flokksins, varastjórn, stjórn, fastanefnd, eða álíka og þá er tímabilið eitt ár eða kjörtímabil þess apparats og þá auðvitað gildir það um þau sem hafa setið lengur eins og í bæjarstjórn og á Alþingi. Það er æskilegt að mínu álit að þetta sé metið eins vítt og mögulegt er með það í huga að fleiri heldur en færri hafi réttinn. Eins og sagt var eitt sinn segjum frekar já en nei.

Hins vegar er ég ekkert voðalega hrifinn af þessu ákvæði, en þar sem staða var þannig þegar ég kem inn í framkvæmdaráð að ég vissi ekki hvar húsnæðið var, hvar átti að kveikja ljósin eða það sem er mikilvægara hvar kaffikannan var þá skil ég svo sem hugsunina.