Allsherjar- og menntamálanefnd

Sæl verið þið

Ég hef tekið sæti á Alþingi fram á sumarið og sit næstu vikurnar í allsherjar- menntamálanefnd.

Ég vil endilega nýta tækifærið til þess að tryggja aðkomu og aðgengi félagsfólksins okkar að þeim málefnum sem koma til umræðu í nefndinni og langar því að stofna hóp á Signal til þess að halda utan um það.

Í nefndinni er fjallað m.a. um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

Frekari upplýsingar um nefndina má nálgast hér: https://www.althingi.is/thingnefndir/fastanefndir/allsherjar--og-menntamalanefnd/

Látið mig vita ef þið hafið áhuga á að taka þátt, annað hvort með því að tjá ykkur hér eða tengjast mér á Signal.

4 Likes

Hér eru tillögur frá nemendum í 10. Bekk.
Þetta er vel þess virði að lesa :slight_smile:

1 Like

Jebb - ég elska svona. Nothing about us without us í hnotskurn :slight_smile:

3 Likes

Mig langar að vera með

Hér er dagskrá fundar nefndarinnar á fimmtudaginn:

https://www.althingi.is/thingnefndir/dagskra-nefndarfunda/?nfaerslunr=22673

Ef það er eitthvað sem vekur sérstakan áhuga hjá ykkur eða sem ykkur langar að ræða - hafið endilega samband :slight_smile: Ég er á Signal.