Alþingi 101: Þingstarfið í anda grunnstefunnar

Þessi þráður er til að ræða um og deila upplýsingum um námskeiðið: ‘Alþingi 101: Þingstarfið í anda grunnstefunnar’ sem auglýst er á GrasRótara Pírata.

Stutt lýsing

Jón Þór þingmaður Pírata leiðir grasrótina og tilvonandi þingmenn inn í þingstarf í anda grunnstefnu Pírata.

Nánari lýsing

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur öðlist það góðan skilning á því hvernig Alþingi virkar að þeir geti sinnt þingstarfinu vel í anda grunnstefnu Pírata.

Námskeiðið samastendur af klukkutíma löngum fundum, í fyrstu í Tortuga Síðumúla 23 þar til heimild fæst að halda þá niðri á Alþingi.

Nauðsynlegir hæfileikar

Að hafa grunnstefnu Pírata í forgang í stjórnmálum og vilja aðstoða þingmenn sem vinna að framgöngu hennar á Alþingi og/eða gera það sem þingmaður.

Stundvísi, jákvæðni og lausnamiðun.

Linkar

Umsóknir berast hingað: ‘Alþingi 101: Þingstarfið í anda grunnstefunnar

Upplýsingaskjal til að safna upplýsingum á einn stað aðgengilegt hér:

3 Likes

Hefði verið gaman að taka þátt - en á því miður ekki heimangengt á fundi í persónu þar sem ég bý erlendis. Mætti spá í að halda næsta námskeið rafrænt - líka til að gefa fólki út á landi möguleika á þátttöku.

1 Like

Já ég mun gera það :slight_smile: Takk fyrir áhugan :+1:

ætlaði akkúrat að vera memm,… en… Akureyri er ekki í svona snattfæri við Tortuga :frowning:

1 Like

Áhugavert! Er búin að senda inn umsóknir.

Já 4 hafa sent inn :slight_smile:

Er eitthvað verið að spá í að gera þetta aftur?

1 Like