Alþingiskosningar 2021

Mig langar að starta umræðu um á hvaða forsendum kosningabaráttan verður rekin og hvernig hún verður skipulögð.
Þetta er gríðarlegt verkefni fyrir landbyggðarkjördæmin sem eru ekki með marga virka pírata og þurfa að sinna stóru landsvæði. Þar myndu hlutir eins og samstarf við aðra flokka hjálpa verulega. Hefur slíkt verið rætt? Ef ekki, kemur það til greina?

Varðandi málefni þá er ég á þeirri skoðun að við eigum að hamra á stjórnarskránni og byggja upp málflutning út frá því. Vinna heimavinnuna fyrir hvert kjördæmi til að geta sýnt kjósendum hvernig ný stjórnarskrá gagnast þeim persónulega.

Ef fundarhöld verða áfram erfið/útilokuð þá er að vissu leyti hægt að notfæra það og sameina fundi um sérstök málefni yfir öll kjördæmin. Notfæra okkur það að við búum að reynslu umfram hina flokkana þegar kemur að þessum málum. Eina vandamálið er hvernig við fáum fólk til að mæta á fundina.

Gott væri að byrja sem fyrst aftur með samhangsið á jitsi og reglulega stöðufundi með þingmönnum þar. Fólk sem hefur áhuga á pírötum þarf að hafa betri aðgang að okkur, þetta á sérstaklega við úti á landi. Hvað á t.d. einangraður einstaklingur á austfjörðum að gera ef hann vill kynnast okkur betur? Við þurfum að búa til þennan vetfang fyrir fólkið.

Hvað finnst ykkur?

2 Likes

Er þetta ekki svolítið á sviði stefnu- og málefnanefndar?

Hún er ekki með þráð hér sem allir hafa aðgang að.

1 Like

Sammála Bjarka um að það sé þarft að byrja umræður um kosningabaráttu næsta árs. Mér finnst líka ansi “fornaldarlegt” að ýta spurningunni hans bara í nefnd…ég held einmitt að góð málefnaleg umræða sé af hinu góða og þá gott veganesti fyrir þá nefndarmeðlimi sem eru í þessari stefnu- og málefnanefnd.

Þau okkar sem hafa áhuga á að auka þátttöku okkar í þessu starfi eigum dáldið erfitt með það ef ekki eru vettvangar til þess að taka meira þátt. Því miður er til dæmis lítið um þátttöku fólks í umræðum hér og pírataspjallið á FB er ónothæft.

4 Likes

fín og þörf ummræða sem núþegar á sér stað í stefnu- og málefnanefnd og í aðilafélögum sem eru svæðisbundin (og þeim kjördæmisráðum sem þau skipa). @valgerdur79, @evapandorab, @mordur, @arndisg og @peturolithorvaldsson ef mig minnir rétt sita í þeirri nefnd og hafa þau opnað á nokkra af þeimum skrefum sem Píratar eru að taka núna og á næstunni (og viðburði sem eiga sér stað næstu mánuði). Það eru prófkjör í mars en ekki öll á sama tíma? Alla vega, það er því miður engin einn staður til að upplýsa hreyfingu og grasrót og eru upplýsingar oft út um allt. Ég mæli með að við tökum okkur saman og notum þennan vettvang ítrekað í spjallið, office.piratar.is í vinnuna og piratar.is/vidburdir til skipulags.

5 Likes

Sæl Oktavía. Fyrir okkur sem erum ný í þessu starfi þá er kannski dáldið erfitt að finna hvar þessi vinna fer fram og hvernig hægt er að taka þátt í henni. Það er gott að vinnan er að fara fram, en vonandi er það ekki bara í litlum afmörkuðum hópum sem erfitt er fyrir einhverja nema þaulreynda pírata að finna leiðir til að taka þátt eða amk. fylgjast með. Eins og þú nefnir er enginn einn staður til að fylgjast með og ég er sammála þér að það er nokkuð sem mætti laga. Því miður er þátttakan hér inni ansi lítil og þrátt fyrir plön um að laga Pírataspjallið þá er ég hræddur um að það taki dáldinn tíma.

Fyrir okkur “ný-pírata” þá væri ágætt að fá smá betri innsýn inn í hvernig við getum orðið virkari.

4 Likes

Heldur betur! Og þetta er allt nýtt fyrir okkur! Við breyttum um skipunarrit frekar nýlega og erum fyrst núna að feta okkur í því samkomulagi. grein 7. hér: er einmitt þessar nýju breytingar.
Svo langar mig að segja vá hvað það er yndislegt að sjá nýtt fólk koma til liðs við hreyfinguna!
Nú er hátíðin að nálgast en ég væri meira en til í að setja eina hittingu nýliða saman fyrir lok árs með kynningu á starfi hreyfingarinnar. Pírataskólinn var einmitt hugsaður til þess en það hefur verið erfitt að ná honum almennilega á fæturnar síðasta árið.
Ég legg til óformlegan hitting 28. des kl 13, ef það er ókei, mun ég auglýsa það á samfélagsmiðlum og hér!

5 Likes

Takk fyrir ítarleg og góð svör @Oktavia og ég hlakka til að taka þátt í þessum óformlega hitting!

2 Likes

Styð óformlegt samkurl!
Þar geta reyndari og óreyndari skipst á hugmyndum.
Því við þurfu meiri og ferksari vind í seglin!

Ég legg líka til að við reynum að nota þennan spjallvetvang mun meira!

2 Likes

Ég skal koma og kynna starf stefnu- og málefnanefndar og hvað er á næstunni hjá okkur :smiley:

1 Like

Æj darn, sé ég að ég er akkurat á fundi á þessum tíma. En ég skal senda inn kynninguna sem við vorum með á opnum fundi um daginn :slight_smile:

1 Like