Alþingiskosningar 2021

Mig langar að starta umræðu um á hvaða forsendum kosningabaráttan verður rekin og hvernig hún verður skipulögð.
Þetta er gríðarlegt verkefni fyrir landbyggðarkjördæmin sem eru ekki með marga virka pírata og þurfa að sinna stóru landsvæði. Þar myndu hlutir eins og samstarf við aðra flokka hjálpa verulega. Hefur slíkt verið rætt? Ef ekki, kemur það til greina?

Varðandi málefni þá er ég á þeirri skoðun að við eigum að hamra á stjórnarskránni og byggja upp málflutning út frá því. Vinna heimavinnuna fyrir hvert kjördæmi til að geta sýnt kjósendum hvernig ný stjórnarskrá gagnast þeim persónulega.

Ef fundarhöld verða áfram erfið/útilokuð þá er að vissu leyti hægt að notfæra það og sameina fundi um sérstök málefni yfir öll kjördæmin. Notfæra okkur það að við búum að reynslu umfram hina flokkana þegar kemur að þessum málum. Eina vandamálið er hvernig við fáum fólk til að mæta á fundina.

Gott væri að byrja sem fyrst aftur með samhangsið á jitsi og reglulega stöðufundi með þingmönnum þar. Fólk sem hefur áhuga á pírötum þarf að hafa betri aðgang að okkur, þetta á sérstaklega við úti á landi. Hvað á t.d. einangraður einstaklingur á austfjörðum að gera ef hann vill kynnast okkur betur? Við þurfum að búa til þennan vetfang fyrir fólkið.

Hvað finnst ykkur?