AMA: Isavia málefni

Sæl öll kæru Píratar.

Ég er í stjórn Isavia, tilnefnd af þingflokki Pírata og skipuð af fjármálaráðherra. Ég hef fengið beiðni frá grasrót um að halda upplýsinga- og umræðufund um WOW air málið. Samkvæmt starfsreglum stjórnar tjá stjórnarmeðlimir sig almennt ekki um málefni félagsins nema með leyfi stjórnar og hef ég nú fengið leyfi frá stjórn til þess að halda upplýsingafund fyrir grasrótina og stefni á að hafa hann í Tortuga föstudaginn 27. september kl 19-20 (að því gefnu að Tortuga sé laust, er að fara að kanna það og staðfesti svo hér).

Þess til viðbótar hef ég ákveðið að stofna hérna þráð á spjallinu okkar þar sem hægt er að senda inn ábendingar, spurning o.fl. Ég mun svara spurningum eftir bestu getu - að sjálfsögðu án þess að fara út fyrir þann trúnaðarsamning sem ég hef undirritað við Isavia.

Ykkar einlæg,
Eva Pandora

9 Likes

Ég reyni að mæta.
Mig langar mest að forvitnast um hvort stjórn Isavia hafi verið kunnugt um viðskiptahætti sem tíðkuðust v/ Wow Air, þ.e. uppsafnaðir ógreiddir reikningar. Það var upphaflegt tilefni beiðnarinnar um fundinn. Er fyrirsjáanlegt að eitthvað af þessum fjármunum náist til baka? Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir? Fá önnur flugfélög sömu eða svipaða fyrirgreiðslu?
Og svo viðbrögð stjórnar við yfirlýsingum nýs forstjóra um daginn þar sem hann lýsir yfir vilja til sölu flughafnarinnar til fagfjárfesta. Hann hefur að sjálfsögðu fullt málfrelsi en ég hefði viljað sjá yfirlýsingu frá stjórn þar sem hún tekur skýrt fram að þetta sé ekki á dagskrá, sé ekki til athugunar hjá stjórn félagsins og að stjórnin taki engan veginn undir þennan málflutning forstjórans. Það væri líka fróðlegt að fá að vita um laun og ákvarðanir um starfskjör yfirstjórnenda.
Mig langar líka að vita hver eru þín áhersluatriði sem stjórnarmaður í Isavia og hvaða málum þér finnst mikilvægast að ná í gegn í stjornartíð þinni. Kannski hugleiðingar um kosti og galla ohf að þínu mati.

Hlakka til fundar og takk fyrir að bregðast svona vel við beiðninni :slight_smile:

2 Likes

Takk fyrir spurningarnar Alfa. Ég skal leitast eftir að svara þeim á föstudaginn. Var að fá staðfestingu að Tortuga er laust á þessum tíma þannig við erum on :slight_smile:

1 Like

Verður fundurinn ekki örugglega í streymi eða í formi fjarfundar?

Tjah nú verð ég að viðurkenna vankunnáttu mína á þessum efnum, bæði í streymismálum og fundarhöldum í Tortuga.

Ég skal kanna þetta og láta vita.

1 Like

annars er gott að nota https://eu.jotform.com/pirativideo/pantanirtortuga fyrir allt svona! (þú getur pantað það sem þú þarft sem ábyrgðarmanneskja)

1 Like

Það verður fjarfundur :slight_smile:

Hérna er linkur á fjarfund: https://jitsi.piratar.is/isavia

Ótrúlega leitt að komast ekki, ég var gjörsamlega swamped í dag…

Ég komst því miður ekki heldur. Er streymi/fundarpunktar sem ég get kynnt mér?