Er einhver stofnun sem mælir árangur aðgerða ríkisins til hjálpar efnahagslífi. Hvort peningum hafi verið vel varið og hvort hlutir eins og ferða ávísunin hafi skilað árangri.
Ástæðan fyrir því að ég fór að spá í þessu er að ég var að horfa á video þar sem því er haldið fram að svipuð ráðstöfun í Bretlandi (eat out) hafi bara aukið hagnað vel stæðra fyrirtækja í staðinn fyrir að hjálpa þeim sem áttu í erfiðleikum. Þar er líka fjallað um sóun á fjármagni vegna spillingar, innkaup án útboðs oþh.
1 Like
Áhugaverð spurning.
Um ferðagjöfina sérstaklega samt, þá var markmiðið ekki í sjálfu sér að aðstoða einstaklinga heldur að hræra aðeins í hagkerfinu, þ.e.a.s. auka eftirspurn. En það væri sniðugt að það væri almennt athugun á því hvort að þessi eða hin aðgerðin hafi náð markmiðunum sem þeim var ætlað.
1 Like