Áreiðanleg verðmætasköpun

Sum atvinnustarfsemi er útsettari fyrir breytingum en önnur. Sum fyrirtæki eiga auðveldara með að standa af sér eða laga sig að breytingum en önnur. Þegar lagst er út í áhættusama atvinnustarfsemi, þá er réttast að líta til þess hvort og hversu hvikular forsendur eru fyrir starfseminni. Ef gagnsemin af starfseminni er áhættunnar virði, þá er hægt að leggja til hliðar þegar forsendur leyfa til að mæta föstum kostnaði inn á milli. Ef skammvinnt tekjufall eða minniháttar útgjöld eru fyrisjáanleg, þá er auðvelt að safna í sjóð til að mæta slíku. Stærri en sjaldgæfari áföllum kann að vera hentugra að mæta með vátryggingum. Loks er hægt að vona það besta en leita til banka og fjárfesta eftir þörfum. En þá þurfa horfur að vera nógu góðar til þeir taki á sig áhættuna.

En hvað með atvinnustarfsemi sem stendur svo tæpt að ekkert svigrúm er til sparnaðar, ekki einu sinni þegar sem best gengur? Atvinnustarfsemi þar sem áhætta er of kerfislæg til að hægt sé að dreifa áhættunni með vátryggingum þar sem of margir gætu þurft bætur samtímis? Atvinnustarfsemi þar sem horfur eru svo neikvæðar að fjárfestum lýst betur á að byggja upp eitthvað annað?

Undanfarið hefur ríkissjóður niðurgreitt laun á uppsagnarfresti og með ýmsu móti styrkt fyrirtæki sem hafa dregið saman seglin. Ferðaskrifstofum var til að mynda veitt ríkisábyrgð. Mun eðlilegra hefði verið að þessi fyrirtæki hefðu gengið á sparnað sinn, beðið eigendur um að skila arðgreiðslum fyrri ára, leitað til banka og fjárfesta og svo dregið lærdóm um hvernig sé best að mæta óvæntum atburðum.

Fyrirtæki sem standa sterk eða vaxa, þau borga alltaf brúsann, alveg sama hvort þau ger það beint eða í gegnum ríkissjóð. Munurinn er mikill fyrir viðtakandann, hvort hann fær fé vegna þess að reksturinn gengur illa eða vegna þess að horfur til framtíðar eru bjartar ef fjárfestar mæta nauðsynlegum útgjöldum í bili. Fyrri viðtakandinn fær bara fé, en sá seinni fær hvatningu, traust, staðfestingu á gildi rekstursins og fjárfesti sem trúir á framtíðarsýn fyrirtækisins. Munurinn er líka mikill fyrir fjárfestinn annað hvort finnur fyrir verðbólgu eða fær að kaupa ríkisskuldabréf með öruggri ávöxtun (eftir því hvernig halli ríkissjóðs er fjármagnaður), án neinnar stefnumótunarvinnu, í stað þess að þurfa að leita uppi og blása lífi í vænlegt fyrirtæki. Munurinn er líka mikill fyrir almenning, sem þurfa að þola verðbólguna eða borga skattana sem standa undir vaxtagreiðslum af ríkisskuldabréfunum, ef ríkissjóður kemur að björgunaraðgerðunum. Almenning sem fær að ráða hvort hann sniðgengur eða tekur þátt í björgun fyrirtækja—nú eða stofnun nýrra í stað þeirra gömlu. Upplýsingar um ný viðskiptatækifæri eru nefnilega úti í samfélaginu, hjá almenningi, ef nokkurs staðar. Ákvörðun um björgun hins gamla er óupplýst ef þeim sem gætu vitað af nýjum valkostum er ekki hleypt að borðinu. Einkafjárfestir getur litið til ófjárhagslegra þátta í orðspori og stefnu fyrirtækis varðandi umhverfisvernd og félagslegrar ábyrgðar, þátta sem ríkisstarfsmaður hefur minna umboð til að láta hafa áhrif á einstakar ákvarðanir.

Alþingi og ríkisráð eiga að viðhalda lagalegri umgjörð viðbragða við óvæntum atburðum, en ekki að stökkva til og lögfesta fortíðina.

1 Like

Það sem ég les úr þessu er ákall eftir samfélagslega ábyrgari hegðun fyrirtækja og spurning um hvernig megi koma í veg fyrir að áföll sem henda einkafyrirtæki bitni á öðrum.

Flest fyrirtæki eru hlutafélög þar sem eigendur hafa takmarkaða ábyrgð. Það þýðir að þeir eru aldrei ábyrgir fyrir meiru en sinni upphaflegu fjárfestingu en eiga tilkall til alls afrakstur fyrirtækisins. Þetta kann að valda hvata til áhættusækni. Það er ekki vandi almennt séð en það getur orðið vandi þegar að mörg fyrirtæki (eða stór fyrirtæki) standa tæpt því þá kann ríkið að þurfa hlaupa undir bagga, líkt og hefur gerst núna í Covid.

Ein leið sem er fær til þess að milda þessa áhættusækni er að sjá til þess að fyrirtæki fjármagni sig í auknum mæli með hlutafé. Þannig er meira í húfi fyrir eigendur og fyrirtækið hefur lægri fastan kostnað (afgreiðslur lána eru skildur, arðgreiðslur og endurkaup eru valkvæð) sem gerir það líklegra til að geta staðið af sér slæmt árferði. Ef þessi leið er farin þá er spurning hvernig á að fá fyrirtækin til þess að auka hlutafjár fjármögnun. Hægt væri að fara fram á lágmarks eiginfjárhlutfall en ég held að það sé ekki leiðin sem við ættum að fara (að undanskildum lánastofnunum). Ég held að besta aðferðin sé að jafn stöðu skulda og hlutafjár frammi fyrir skattalögum, en í dag njóta skuldir skattaívilnunar þar sem að vaxtagreiðslur eru taldar sem rekstrarkostnaður en arðgreiðslur eru það ekki. Leiðirnar sem eru færar til að jafna stöðuna er :

  1. Taka skattaívilnun skulda í burtu.
  2. Gefa hlutafé skattaívilnun.

Kostir og gallar hvorrar aðferðar eru fyrir utan það sem er ráðlegt að fara í hér, en þetta er eitthvað sem við eigum að huga að (sem og annað tengt í skattamálum).

Ríkið ákvað að ráðast í sértækar aðgerðir. Skynsamlegra er að láta einkafjárfesta um að bjarga því sem bjargað verður.

1 Like

Á seinustu tuttugu árum hafa verið tíðir vatnaskils atburðir sem voru mun fátíðari áður (netbólan, 9/11, Enron, húsnæðislánabréfshrunið, covid) sem hafa neytt fyrirtæki í endurskipulagningu á viðskiptaháttum sínum og yfirleitt standa eldri og rótgrónari fyrirtæki verr á velli heldur en smærri og nýrri í umhverfi sem er í jafn miklum tíðum forsendubreytingum. Ég tel það ólíklegt að lát verði á tíðni stórviðburða sem valda forsendubrest í viðskiptalífinu þar sem heimurinn allur er að fara í gegn um það að vera á iðnaðarsamfélag yfir í upplýsingasamfélag og mun það ekki valda minni usla en prentvélarnar færðu í skaut á sínum tíma, nema bara mun hraðar. Það er því ótækt að vera með stjórnkerfi sem ætlar sér að vera endalaust að bjarga hlutum og halda hagkerfinu í einhverjum ímynduðum stöðugleika. Það mun bara verða meira og meira kostnaðarsamt og fólk mun einfaldlega flýja til staða þar sem slíkar kosnaðarsamar aðgerðir eru ekki fjármagnaðar úr þeirra vasa. Það sem okkar litla hagkerfi þarf er að fá að vera hreifanlegt, fimt, og hratt og fá að losa sig við kostnaðasama arfleið ef það á að halda í við þann ólgusjó sem allar vísbendingar benda til að heimurinn sé að sigla í.

1 Like