Eftirfarandi breytingar væru mikil framfaraskref. Þær myndu létta fargi áhyggja af íbúum Íslands án íslensks ríkisfangs og snarfækka ólöglegum íbúum landsins.
- Afnemum atvinnuleyfi. Öllum á að vera frjálst að vinna.
- Afnemum dvalarleyfi. Allir sem koma til landsins ættu að vera beðnir um að framvísa vegabréfi. Þannig má torvelda eftirlýstum glæpamönnum komu til landsins.
Fyrir utan stórkostlegan ávinning fyrir þá sem setjast hér að, þá myndu þessar breytingar spara sumum íslenskum mannauðsstjórum, lögfræðingum og starfsmönnum Útlendingastofnunar mikla vinnu. Ef auðveldara yrði að setjast að hér en í nágrannalöndunum gætu til dæmis fjölþjóðleg smáfyrirtæki sérfræðinga sem þjóna mörgum löndum reist höfuðstöðvar hér.
„Það er mörgum sem finnst spennandi að búa á Íslandi. En ef þú ert ekki einhleypur, barnlaus og rosalega þolinmóður sérfræðingur, þá ertu ekki að fara að flytja til Íslands,“ sagði Hjálmar.
Hann sagði að hindranirnar væru samt einfaldir þættir til að breyta. „Makar fá til dæmis ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi þegar þeir koma til landsins. Við bjóðum ekki upp á sérstaklega góða skóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Og það getur tekið sérfræðing 6 mánuði að fá leyfi til að koma til landsins að vinna. Bandaríkjamaður sem er með 2 vikur í uppsagnarfrest er ekki að fara að bíða þann tíma,“ sagði Hjálmar loks.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/29/stjornendur_haetti_ad_ritskoda_sig/