Atvinnufrelsi og atvinnumarkaður

Í vinnslu er stefna Pírata um atvinnumál, þ.e. atvinnufrelsi og atvinnumarkað á Íslandi. Í grunninn byggir stefnan á ákvæðum úr eldri stefnum, en þegar á fyrsta umræðufundi komu fram góðar tillögur um frekari viðbætur til umræðu.

Atvinnufrelsi og vinnumarkaður

 1. Vinnuréttindi fólks skulu byggja á réttindum einstaklinga.

 2. Auka þarf frelsi fólks til að velja atvinnu við hæfi eða stofna til atvinnurekstrar.

 3. Hlutverk stjórnvalda í vinnumarkaðsmálum á að einskorðast við að skilgreina réttindi atvinnurekenda annarsvegar og réttindi einstaklinga hinsvegar.

 4. Endurskoða skal alla skráningu atvinnureksturs og lögaðila þannig að rekstrarform verði aðgengileg og einföld.

 5. Skráning og veiting kennitalna til lögaðila á að vera á ábyrgð Þjóðskrár.

 6. Eignarhald lögaðila skal vera opinbert og rekjanlegt (þannig að hægt sé að rekja eignarhald fyrirtækjasamsteypa).

 7. Sérstaklega skal hlúa að rekstri sem byggir á lýðræðislegum starfsháttum og efla rétt og getu launþega.

 8. Auka þarf viðurlög brot á réttindum starfsfólks með því markmiði að brotum fækki.

 9. Auka skal getu nýrra aðila til að taka þátt í atvinnumarkaði á öllum sviðum.
  (var: “Handfæraveiðar skulu vera frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær að atvinnu.” og “Veita skal bændum grunnstuðning til að tryggja afkomuöryggi og stuðla að nýliðun.”)

 10. Vinnuveitendum skal vera skylt að upplýsa starfsfólk um lagaleg réttindi og skyldur við ráðningu.

 11. Gera skal ráðstafanir til að draga úr samþjöppun á markaði sem skerðir valfrelsi neytenda.

 12. Á húsnæðismarkaði þarf að stuðla að því að örfáir aðilar nái ekki markaðsyfirráðum með skammtímaleigu á íbúðum.

 13. Internetið er einn af grunnþáttum hagvaxtar og ísland skal skapa sér afgerandi stöðu sem netvænt land.

 14. Norðurlöndin öll skulu vera einn markaður þegar kemur að sölu á margmiðlunar- og afþreyingarefni.

 15. Endurskoða skal ákvæði laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með hliðsjón af auknu öryggi milliliða í fjarskiptum.

Hér má sjá drögin í heild sinni og gera athugasemdir beint í vinnsluskjalið:

Mjög góð pæling.

Ein almenn athugasemd við stefnutextann, sem á við allnokkuð af stefnutexta hjá okkur.

Þegar stefnutexti segir að einhverju eigi að breyta einhverju í ákveðna átt, þá vekur það spurninguna; hvað með þegar það er búið?

Auka þarf viðurlög brot á réttindum starfsfólks með því markmiði að brotum fækki.

Spyrja mætti: Alltaf? Líka þegar það er búið að auka þau eitthvað smá? En ef það er búið að auka þau heilmikið? Hversu mikið á að auka þau? Þangað til það er ekki hægt að auka þau meira?

Betra er að fullyrða lokaástandið sem stefnan á að miða að:

Brotum gegn réttindum starfsfólk skal fækkað með viðurlögum.

Þá má reyndar líka spyrja hvers vegna viðurlög skuli sérstaklega tilgreind. Ef sama markmiði er náð með öðrum leiðum, af hverju að binda sig við viðurlög? Hvað ef vandinn reynist einfaldlega sá að það vanti fræðslu? Veit ekki hvort það sé tilfellið, er bara að benda á óþarfann í því að tilgreina aðferðina. Það er markmiðið sem skiptir máli.

Tryggja skal getu og úrræði starfsfólks til að verja réttindi sín gagnvart vinnuvitendum.

Hér er ein lína tekin sérstaklega fyrir, en punkturinn er almennur. Það getur almennt verið til trafala að skilgreina stefnuna sérstaklega út frá núverandi ástandi, sem og aðferðina sem skuli notaða til að ná settu markmiði.

2 Likes

Takk Helgi, þessar ábendingar munu lifa á næstu málefnafundum, komu reyndar sterkt inn strax í dag þegar við sátum í Tortuga og vorum að snurfusa dýraverndarstefnu Pírata. Meira um hana í öðru innleggi.

1 Like

Afnemum atvinnuleyfi. Öllum á að vera frjálst að vinna. Afnemum dvalarleyfi. Vegabréfaeftirlit er gagnlegt í því skyni að framfylgja alþjóðlegum handtökubeiðnum. Handtekna má framselja til viðkomandi landa eða rétta yfir hér, eftir atvikum. Öðrum á að vera frjálst að dvelja hér svo lengi sem viðkomandi ónáða hvorki né skaða neinn.

Getum við bætt við grein um að almenningi eigi að vera frjálst að dvelja og starfa á Íslandi nema þeim sem framseldir eru erlendis með dómi?

1 Like