Í vinnslu er stefna Pírata um atvinnumál, þ.e. atvinnufrelsi og atvinnumarkað á Íslandi. Í grunninn byggir stefnan á ákvæðum úr eldri stefnum, en þegar á fyrsta umræðufundi komu fram góðar tillögur um frekari viðbætur til umræðu.
Atvinnufrelsi og vinnumarkaður
-
Vinnuréttindi fólks skulu byggja á réttindum einstaklinga.
-
Auka þarf frelsi fólks til að velja atvinnu við hæfi eða stofna til atvinnurekstrar.
-
Hlutverk stjórnvalda í vinnumarkaðsmálum á að einskorðast við að skilgreina réttindi atvinnurekenda annarsvegar og réttindi einstaklinga hinsvegar.
-
Endurskoða skal alla skráningu atvinnureksturs og lögaðila þannig að rekstrarform verði aðgengileg og einföld.
-
Skráning og veiting kennitalna til lögaðila á að vera á ábyrgð Þjóðskrár.
-
Eignarhald lögaðila skal vera opinbert og rekjanlegt (þannig að hægt sé að rekja eignarhald fyrirtækjasamsteypa).
-
Sérstaklega skal hlúa að rekstri sem byggir á lýðræðislegum starfsháttum og efla rétt og getu launþega.
-
Auka þarf viðurlög brot á réttindum starfsfólks með því markmiði að brotum fækki.
-
Auka skal getu nýrra aðila til að taka þátt í atvinnumarkaði á öllum sviðum.
(var: “Handfæraveiðar skulu vera frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær að atvinnu.” og “Veita skal bændum grunnstuðning til að tryggja afkomuöryggi og stuðla að nýliðun.”) -
Vinnuveitendum skal vera skylt að upplýsa starfsfólk um lagaleg réttindi og skyldur við ráðningu.
-
Gera skal ráðstafanir til að draga úr samþjöppun á markaði sem skerðir valfrelsi neytenda.
-
Á húsnæðismarkaði þarf að stuðla að því að örfáir aðilar nái ekki markaðsyfirráðum með skammtímaleigu á íbúðum.
-
Internetið er einn af grunnþáttum hagvaxtar og ísland skal skapa sér afgerandi stöðu sem netvænt land.
-
Norðurlöndin öll skulu vera einn markaður þegar kemur að sölu á margmiðlunar- og afþreyingarefni.
-
Endurskoða skal ákvæði laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með hliðsjón af auknu öryggi milliliða í fjarskiptum.
Hér má sjá drögin í heild sinni og gera athugasemdir beint í vinnsluskjalið: