Auðlinda- og umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár (28. maí 2019)

Sjá: https://piratar.is/vidburdur/audlinda-og-umhverfisverndarakvaedi-stjornarskrar/

Boðað er til fundar um tillögu forsætisráðherra í samráðsgátt stjórnvalda um auðlinda- og umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra
  2. Stutt kynning á aðstæðum
  3. Kynning á tillögu forsætisráðherra í samráðsgátt stjórvalda
  4. Umræða um auðlinda- og umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár

Fundurinn er til samráðs, upplýsinga, umræðu og skoðanaskipta um lögfræðilegt efnisinnihald auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Til þess að nýta tímann sem best er rétt að taka fram fyrirfram að fundurinn er ekki hugsaður til umræðu um stefnumótun, baráttuna fyrir nýrri stjórnarskrá eða taktík í þeim efnum.

Efni til umfjöllunar:

Ekki er gerð krafa um að fundargestir lesi allt það efni fyrirfram, enda um viðbjóðslega mikið efni að ræða, en umræðurnar verða þó ávallt skilvirkari og gagnlegri eftir því sem henni er beint að tilteknum álitaefnum sem finna má í efninu. Í því ljósi eru fundargestir hvattir til að kynna sér vel fyrirfram þau álitamál sem þeir vilja ræða í efninu, jafnvel ef þeir komast ekki yfir allt efnið.


Endilega tjáið ykkur líka um málefnið hér á spjallinu fram að fundi!

1 Like

Hér eru mín cent varðandi umhverfisákvæðið (ég snerti ekki á auðlindaákvæðinu í bili því það er svo meingallað).

Tillaga að stjórnarskrárbreytingu varðandi umhverfisvernd sem komin er fram á Alþingi um að við stjórnarskrá bætist eftirfarandi umhverfisverndarákvæði:
"Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.
Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.
Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.
Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.”

–Frábært bara!, en samt hef ég tvær athugasemdir.
Sjálfbær þróun sem leiðarljós felur í sér margvísleg samfélagsleg gildi sem m.a. felast í efnahaglegri þróun og eru oft á tíðum andstæð umhverfisvernd í raun. Fremur ætti að tala um að ‘réttur komandi kynslóða sé virtur’ eins og það var orðað í tillögu stjórnlagaráðs árið 2011.

Svo er mikill munur á hugtökunum ‘fjölbreytni náttúrunnar’ og ‘náttúrulegri fjölbreytni’. Hið fyrra getur þess vegna verið fjölbreytt mannlega skreytt náttúra. Þess vegna tel ég að annað orðalag sé betra: "Stuðla skal að því að náttúrulegri fjölbreytni sé viðhaldið og viðgangur tryggður.

Þar fyrir utan er tillagan að umhverfisverndarákvæði ágætlega orðuð að mínu mati og nær vel tilgangi sínum.