Aukið gagnsæi, lýðræði og rekjanleiki í skipulagsmálum geta verið eitt af meginstefum í málefnum aðildarfélaga Pírata um allt land fyrir sveitastjórnakosningar?
Skipulag sveitarfélaga er nefnilega eitt af síðustu vígum þar sem ríkið hefur ekki tekið völdin af sveitarfélögum, og í skipulagslögum kemur skýrt fram að skipulag skuli gert “í samráði við íbúa um mikilvæg viðfangsefni sem snerta þróun sveitarfélagsins”. Það má því ganga anzi langt í því að bæta samráð við íbúa og lengra en gert hefur verið.
Í Reykjavík hefur samráð við íbúa verið stundað af kappi síðustu 10 ár, ekki sýst fyrir tilstilli Pírata í borgarstjórn. Í öðrum sveitarfélögum hefur samráð við íbúa einnig aukist verulega með íbúafundum, samráðsgáttum á við betraisland.is þar sem hverjum sem er gefst kostur á að skrá inn hugmyndir um úrbætur. Einnig hefur Reykjavík innleitt hverfisráð til að stýra verkefnum innan hverfa í samráði við íbúa og íbúasamtök sem safna hugmyndum og tillögum.
Lengi hefur ríkið þó kroppað í skipulag sveitarfélaga með því að þvinga ráðherravald í málum eins og strandskipulagi, rammaáætlun orkunýtingar og náttúruvernd, þar sem almenningur hefur litla beina lýðræðislega aðkomu, en ákvarðarnirnar eru bindandi fyrir skipulag sveitarfélaga. Þar er iðulega haft samráð við hagsmunaaðila með ósk eftir umsögnum, en það er ekki alveg það sama og beint lýðræði. Hluti af kröfum Pírata gæti verið að sveitarfélög fái aukið sjálfræði yfir landnotkun er varðar náttúruvernd, orkunýtingu og aðliggjandi strandsvæða.
Mikilvægt er að átta sig á því að deiliskipulag og aðalskipulag virka innan marka sveitarfélags og standa annarsvegar af texta í lýsingu/greinargerð og hinsvegar af korti sem fagmenn teikna út frá vilja sveitarstjórna. Það sem stendur í greinargerðinni er jafn bindandi og uppdrátturinn sjálfur og þar er hægt að skrifa ýmis skilyrði sem fólk telur nauðsynlegt í sínu nærumhverfi. Margt sem þar stendur gæti verið efni í íbúakosningu.
Á milli sveitarfélaga er síðan gert svæðisskipulag, sem inniheldur aðalskipulag allra sveitarfélaga ásamt ákvörðunum um málefni sem ná yfir mörk sveitarfélaga. Aðkoma almennings að gerð svæðisskipulags hefur aðallega verið bundin við umsagnir bæði hagsmunaaðila, hagsmunasamtaka og ýmissa stofnana. En frá ákveðnu sjónarmiði má líta á svæðisskipulag sem einskonar sameiningu sveitarfélaga um tiltekin málefni. Niðurstaðan er bindandi og því rík ástæða til að auka aðkomu almennings að ferlinu.
Píratar gætu barist fyrir því að efla gagnsæi, lýðræði og rekjanleika í skipulagi sveitarfélaga á marga vegu:
- að gera áfanga skipulagsgerðar aðgengilega, einfalda og skiljanlega fyrir íbúana,
- að gera íbúalýðræði rekjanlegt, þannig að afgreiðsla tillagna sé gagnsæ og fólk sjái beinan árangur af því að koma með tillögur á íbúafundum eða í samráðsgáttum,
- að bjóða upp á þátttöku íbúa með beinum kosningum um meginmál í greinargerð/lýsingu skipulags, áður en aðaldkipulag, deiliskipulag og svæðisskipulag eru samþykkt,
- að allar íbúakosningar verði rafrænar og bindandi íbúakosninga um mikilvæg málefni, óbindandi niðurstaða íbúakosninga sveitarfélaga ætti að vera undantekning frekar en regla,
- að krefjast málefnalegs sjálfstæðis hverfisráða í tilteknum málefnum, þar með talið skipulagi nærumhverfis.
Þannig getum við fylgt grunnstefnunni okkar í mikilvægum málefnum sveitarfélaga bæði í borg og dreifbýli, en einnig stuðlað að valdeflingu fólks. Ásdís Hlökk skipulagsfræðingur bendir einmitt nýverið á að þátttaka íbúa í skipulagsvinnu sé lítil þar sem mörgum þykir verkefnið flókið:
“Hún segir það hafa komið skýrt fram í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar að þrátt fyrir að stór hluti fólks telji sig hafa takmarkaða þekkingu á því hvernig samráð um skipulagsverkefni fari fram, hafi fólk trú á þeim kerfum sem eru til staðar, en fáir svarendur höfðu þó tekið þátt í samráði.”
Þarna er skýrt tækifæri fyrir Pírata að innleiða grunnstefnu sína á sveitarfélagastigi og finna leiðir til að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt og geta jafnvel gert það á ‘mannamáli’.
Aukið gagnsæi, lýðræði og rekjanleiki í skipulagsmálum geta verið eitt af meginstefum í málefnum aðildarfélaga Pírata um allt land fyrir sveitastjórnakosningar?
Skipulag sveitarfélaga er nefnilega eitt af síðustu vígum þar sem ríkið hefur ekki tekið völdin af sveitarfélögum, og í skipulagslögum kemur skýrt fram að skipulag skuli gert “ samráði við íbúa um mikilvæg viðfangsefni sem snerta þróun sveitarfélagsins”. Það má því ganga anzi langt í því að bæta samráð við íbúa og lengra en gert hefur verið.
Í Reykjavík hefur samráð við íbúa verið stundað af kappi síðustu 10 ár, ekki sýst fyrir tilstilli Pírata í borgarstjórn. Í öðrum sveitarfélögum hefur samráð við íbúa einnig aukist verulega með íbúafundum, samráðsgáttum á við betraisland.is þar sem hverjum sem er gefst kostur á að skrá inn hugmyndir um úrbætur. Einnig hefur Reykjavík innleitt hverfisráð til að stýra verkefnum innan hverfa í samráði við íbúa og íbúasamtök sem safna hugmyndum og tillögum.
Lengi hefur ríkið þó kroppað í skipulag sveitarfélaga með því að þvinga ráðherravald í málum eins og strandskipulagi, rammaáætlun orkunýtingar og náttúruvernd, þar sem almenningur hefur litla beina lýðræðislega aðkomu, en ákvarðarnirnar eru bindandi fyrir skipulag sveitarfélaga. Þar er iðulega haft samráð við hagsmunaaðila með ósk eftir umsögnum, en það er ekki alveg það sama og beint lýðræði. Hluti af kröfum Pírata gæti verið að sveitarfélög fái aukið sjálfræði yfir landnotkun er varðar náttúruvernd, orkunýtingu og aðliggjandi strandsvæða.
Mikilvægt er að átta sig á því að deiliskipulag og aðalskipulag virka innan marka sveitarfélags og standa annarsvegar af texta í lýsingu/greinargerð og hinsvegar af korti sem fagmenn teikna út frá vilja sveitarstjórna. Það sem stendur í greinargerðinni er jafn bindandi og uppdrátturinn sjálfur og þar er hægt að skrifa ýmis skilyrði sem fólk telur nauðsynlegt í sínu nærumhverfi. Margt sem þar stendur gæti verið efni í íbúakosningu.
Á milli sveitarfélaga er síðan gert svæðisskipulag, sem inniheldur aðalskipulag allra sveitarfélaga ásamt ákvörðunum um málefni sem ná yfir mörk sveitarfélaga. Aðkoma almennings að gerð svæðisskipulags hefur aðallega verið bundin við umsagnir bæði hagsmunaaðila, hagsmunasamtaka og ýmissa stofnana. En frá ákveðnu sjónarmiði má líta á svæðisskipulag sem einskonar sameiningu sveitarfélaga um tiltekin málefni. Niðurstaðan er bindandi og því rík ástæða til að auka aðkomu almennings að ferlinu.
Píratar gætu barist fyrir því að efla gagnsæi, lýðræði og rekjanleika í skipulagi sveitarfélaga á marga vegu:
- að gera áfanga skipulagsgerðar aðgengilega, einfalda og skiljanlega fyrir íbúana,
- að gera íbúalýðræði rekjanlegt, þannig að afgreiðsla tillagna sé gagnsæ og fólk sjái beinan árangur af því að koma með tillögur á íbúafundum eða í samráðsgáttum,
- að bjóða upp á þátttöku íbúa með beinum kosningum um meginmál í greinargerð/lýsingu skipulags, áður en aðaldkipulag, deiliskipulag og svæðisskipulag eru samþykkt,
- að allar íbúakosningar verði rafrænar og bindandi íbúakosninga um mikilvæg málefni, óbindandi niðurstaða íbúakosninga sveitarfélaga ætti að vera undantekning frekar en regla,
- að krefjast málefnalegs sjálfstæðis hverfisráða í tilteknum málefnum, þar með talið skipulagi nærumhverfis.
Þannig getum við fylgt grunnstefnunni okkar í mikilvægum málefnum sveitarfélaga bæði í borg og dreifbýli, en einnig stuðlað að valdeflingu fólks. Ásdís Hlökk skipulagsfræðingur bendir einmitt nýverið á að þátttaka íbúa í skipulagsvinnu sé lítil þar sem mörgum þykir verkefnið flókið:
“Hún segir það hafa komið skýrt fram í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar að þrátt fyrir að stór hluti fólks telji sig hafa takmarkaða þekkingu á því hvernig samráð um skipulagsverkefni fari fram, hafi fólk trú á þeim kerfum sem eru til staðar, en fáir svarendur höfðu þó tekið þátt í samráði.”
Þarna er skýrt tækifæri fyrir Pírata að innleiða nokkur helstu gildin úr grunnstefnu sinni fyrir sveitarfélagastigið og finna leiðir til að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt og geta jafnvel gert það á ‘mannamáli’.