Auknir möguleikar einstaklinga á að fá skorið úr málum opinberlega

Á þriðjudaginn 12. janúar 2021 klukkan 20:00 verður upphafsfundur fyrir stefnumótun varðandi

“Aukna möguleika einstaklinga til að geta með skilvirkum hætti sótt og varið rétt sinn”

Drög að sýn fyrir stefnuna er

"Einstaklingur sem telur að brotið hafi verið á sér, á að geta með skilvirkum hætti sótt rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé veruleg hindrun.

Einstaklingur sem sætir ásökun um að hafa brotið af af sér eða rétt annnars, á að geta með skilvirkum hætti varið rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé verulega hindrun. "

Þessi stefna myndi samræmast greinum 2 og 4 í grunnstefnu Pírata

2. BORGARARÉTTINDI

2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. 2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.

4. GAGNSÆI OG ÁBYRGÐ

4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. 4.2 Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. 4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. 4.4 Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna. 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.

https://piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Öll ferli í dómskerfinu eru það flókin og dýr að kostnaðurinn er slíkur að það er á færi til þess að gera lítils hóps að fá úr máli sínu skorið og erfitt ef mótaðili hefur mun meiri fjármuni.

Á upphafs fundinum verður þessi sýn kláruð og verkefnið rammað inn. Síðan verða haldnir framhaldsfundir þar sem hagsmunaaðilum eins og Snarrótinni og neytendasamtökunum t.d verður boðið að taka þátt í stefnumótuninni,

Á endanum verður stefnan sem verður til lögð fram í kosningakerfið til staðfestingar eða höfnunar.

Dæmi um aðstæður þar sem einstaklingar geta ekki nýtt dómskerfið til að fá úrskurð.

  1. Ef um minni háttar ágreining er að ræða lágar fjárhæðir sem réttlæta ekki kostnaðinn og áhættu sem dómsmál felur í sér.
    Möguleg úrlausn: smákröfudómstóll

  2. Einstaklingar sem eiga í fasteignaviðskiptum og því búnir með megnið af sparifé og því líklegir til að láta ágreining niður falla.
    Möguleg úrlausn: kærunefnd, einfaldað ferli dómsmála

  3. Viðskiptavinir smálánafyrirtækja. Ólíklegir til að hafa fjárhagslegt bolmagn til að sækja mál.
    Möguleg úrlausn: kærunefnd, einfaldað ferli dómsmála

  4. Þolendur ofbeldisglæpa. Þurfa sjálfir að innheimta bætur og mótaðili hugsanlega ekki borgunarmaður.
    Möguleg úrlausn: Ríkið greiði bætur og standi síðan að innheimtu.

  5. Einstaklingar sem lögregla hefur afskipti af að ósekju. Gera sér oft ekki grein fyrir réttindum sínum.
    Möguleg úrlausn: kærunefnd/dómstig fyrir opinber mál

  6. Það sem ÞÉR finnst vanta

Það er ljóst að oft nýtir fólk sér vanmátt annarra til að sækja mál og slíkt grefur undan grundvelli þjóðfélagsins. Það er hlutverk okkar sem stjórnmálahreyfingar að stemma stigu við því.

Þið öll sem hafið skoðun, tillögur, reynslusögur og lausnir eruð velkomin og hvött til að mæta og hjálpa til við að gera þessa mikilvægu stefnu.

fundurinn verður hér.

https://fundir.piratar.is/ClinicalPrinciplesLightThat

5 Likes

Áhugaverðir tenglar:
Lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995069.html

Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Fyrirhuguð niðurlagning neytendastofu

2 Likes

Hæ, og takk þið sem mættuð fyrir góðann fund.

Sem hluta af niðurstöðu af fundinum ætla ég að taka saman og kynna fundaáætlunina. Þetta yrðu sennileg of viðamikið ef öll málin ættu að vera á einum fundi og því legg ég til eftirfarandi skiptingu.

I. Neytendavernd og smákröfudómstóll
Hérna tökum við fyrir þau mál sem Neytendasamtökin lögðu áherslu á og myndum þá bjóða Neytendasamtökunum að senda fulltrúa á þann fund.

  1. Smákröfudómstóll
  2. Réttarvernd fyrir viðskiptavini smálánafyrirtækja
  3. Réttarvernd fyrir leigjendur
    Þetta yrði þá stefna sem stuðlaði að neytendavernd og verndaði fólk gegn “predatory” hegðun.

II. Hið opinbera hér væru tekin saman mál sem snúast að ágreiningi milli einstaklinga með beinni eða óbeinni aðkomu opinberra aðila. Hér sæi ég fyrir mér að bjóða Snarrótinni og fá þeirra reynslu.
Alenu talaði um meiðyrði og mig langar að stinga upp á að það fái að vera með hér.

  1. Bótamál þolenda ofbeldisglæpa
  2. Einstaklingar sem lögregla hefur afskipti af að ósekju.
  3. Meiðyrði innskot(Meiðyrðamál virðast vera “Rich man’s game” Ég sé í fljótu bragði fyrir mér að meiðyrði eru auðveld leið fyrir fjársterka aðila til að ná sér niður á þeim sem geta illa varið sig enda dýrt að taka til varna. Réttara væri að kærunefnd fjallaði um meiðyrði Þannig væri hægt að jafna leikinn og minnka kostnað.)

Síðasta væri úrlausn ágreiningsmála við fasteignakaup sem mér finnst passa ágætlega inn í vinnuna sem að Gréta er búinn að vera að leiða varðandi innimengunina.

2 Likes

Punktar af fundinum

1 Like

Hæ, hér er Evróputilskipun sem gæti verið athyglisvert að taka upp. T.d. gætu þingmenn Pírata bent á hana og vakið athygli að með þessu myndu íslenskir neytendur græða talsvert.

Tilskipun 2014/104/ESB

Stutta útgáfan:
Neytendur fá réttinn til að kæra fyrirtæki sem stunda verðsamráð. T.d. ef upp kemst um að tryggingafélög stundi verðsamráð geta neytendur kært og fengið endurgreitt. Jafnvel gæti mál sem varðar verðsamráð olíufélaga ef þau stunda slíkt aftur í framtíðinni leitt til þess að ökumenn geti kært og fengið endurgreitt útreiknaðan auka-kostnað.
Þvílíkur fælingarmáttur.

Hér er svo TLDR-útgáfan:

Helstu réttarbætur sem tilskipunni er ætlað að tryggja eru eftirfarandi: • Reglur sem tryggja að löglíkur séu fyrir því að ólögmætt samráð hafi ollið tjóni. • Reglur sem auðvelda tjónþollum að afla sönnunargagna. • Reglur sem tryggja sönnunargildi endanlegra úrlausna samkeppnisyfirvalda í bótamálum. • Skýrar og sanngjarnar fyrningarreglur. • Reglur sem tryggja að tjónþolar fái fullar bætur (bæði vegna beins tjóns og vegna hagnaðartaps, auk vaxta). • Reglur sem fela það í sér að hver og einn þátttakandi í broti ber ábyrgð á öllu tjóninu sem það hefur valdið. • Reglur sem bæta stöðu óbeinna tjónþola (t.d. endanotenda sem kaupa hráefni á yfirverði af heildsala sem neyðst hefur til að hækka verð vegna verðsamráðs framleiðenda á hráefninu). Meginmarkmið tilskipunarinnar er að bæta möguleika tjónþola á að fá bætur fyrir þann fjárhagslega skaða sem samkeppnislagabrotið hefur orsakað og auka samræmi á milli málsmeðferðar samkeppniseftirlita og einkamálsókna. Í því skyni er tilgangurinn einnig að skýra hvaða reglur gilda í einkamálssóknum um sönnun, gagnaöflun, fyrningarfresti, aðferð við útreikning á skaðabótum o.fl. Beiting samkeppnisreglna er ekki einkamál samkeppnisyfirvalda, heldur hafa einstaklingar og lögaðilar mikilvægu hlutverki að gegna og er fyrrgreind tilskipun mikilvæg réttarbót í því sambandi. Áður en tilskipunin var gefin út voru engar samræmdar reglur í gildi í aðildarríkjum ESB um skaðabætur vegna samkeppnisbrota, og því var erfitt fyrir aðila að sækja rétt sinn. Tilskipuninni var ætlað að auðvelda tjónþolum að sækja bætur vegna samkeppnisbrota og um leið stuðla að auknum varnaðaráhrifum og þar með öflugari framkvæmd samkeppnisreglna. Það er eindregið mat Samkeppniseftirlitsins að full innleiðing á fyrrgreindri tilskipun sé nauðsynleg í því skyni að tryggja fulla virkni samkeppnislaganna hér á landi. Slíkt væri mikilvægt skref í samkeppnisstefnu og varnaðaráhrifum samkeppnisreglna hér á landi. Tafir á því að fella tilskipunina undir EES-samninginn eiga ekki að koma í veg fyrir að íslensk stjórnvöld gangist fyrir réttarbótum fyrir neytendur í samræmi við tilskipunina. Þannig gætu stjórnvöld í meginatriðum lögfest sambærilegar reglur sem myndu þá tryggja það að íslenskir neytendur nytu réttarverndar á þessu sviði sem væri þá meira í takt við það sem evrópskir neytendur njóta að þessu leyti.

2 Likes

Eins og talað var um er hér fundargerðin við síðasta fund

1 Like