Á þriðjudaginn 12. janúar 2021 klukkan 20:00 verður upphafsfundur fyrir stefnumótun varðandi
“Aukna möguleika einstaklinga til að geta með skilvirkum hætti sótt og varið rétt sinn”
Drög að sýn fyrir stefnuna er
"Einstaklingur sem telur að brotið hafi verið á sér, á að geta með skilvirkum hætti sótt rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé veruleg hindrun.
Einstaklingur sem sætir ásökun um að hafa brotið af af sér eða rétt annnars, á að geta með skilvirkum hætti varið rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé verulega hindrun. "
Þessi stefna myndi samræmast greinum 2 og 4 í grunnstefnu Pírata
2. BORGARARÉTTINDI
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. 2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
4. GAGNSÆI OG ÁBYRGÐ
4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. 4.2 Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. 4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. 4.4 Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna. 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
https://piratar.is/stefnumal/grunnstefna/
Öll ferli í dómskerfinu eru það flókin og dýr að kostnaðurinn er slíkur að það er á færi til þess að gera lítils hóps að fá úr máli sínu skorið og erfitt ef mótaðili hefur mun meiri fjármuni.
Á upphafs fundinum verður þessi sýn kláruð og verkefnið rammað inn. Síðan verða haldnir framhaldsfundir þar sem hagsmunaaðilum eins og Snarrótinni og neytendasamtökunum t.d verður boðið að taka þátt í stefnumótuninni,
Á endanum verður stefnan sem verður til lögð fram í kosningakerfið til staðfestingar eða höfnunar.
Dæmi um aðstæður þar sem einstaklingar geta ekki nýtt dómskerfið til að fá úrskurð.
-
Ef um minni háttar ágreining er að ræða lágar fjárhæðir sem réttlæta ekki kostnaðinn og áhættu sem dómsmál felur í sér.
Möguleg úrlausn: smákröfudómstóll -
Einstaklingar sem eiga í fasteignaviðskiptum og því búnir með megnið af sparifé og því líklegir til að láta ágreining niður falla.
Möguleg úrlausn: kærunefnd, einfaldað ferli dómsmála -
Viðskiptavinir smálánafyrirtækja. Ólíklegir til að hafa fjárhagslegt bolmagn til að sækja mál.
Möguleg úrlausn: kærunefnd, einfaldað ferli dómsmála -
Þolendur ofbeldisglæpa. Þurfa sjálfir að innheimta bætur og mótaðili hugsanlega ekki borgunarmaður.
Möguleg úrlausn: Ríkið greiði bætur og standi síðan að innheimtu. -
Einstaklingar sem lögregla hefur afskipti af að ósekju. Gera sér oft ekki grein fyrir réttindum sínum.
Möguleg úrlausn: kærunefnd/dómstig fyrir opinber mál -
Það sem ÞÉR finnst vanta
Það er ljóst að oft nýtir fólk sér vanmátt annarra til að sækja mál og slíkt grefur undan grundvelli þjóðfélagsins. Það er hlutverk okkar sem stjórnmálahreyfingar að stemma stigu við því.
Þið öll sem hafið skoðun, tillögur, reynslusögur og lausnir eruð velkomin og hvött til að mæta og hjálpa til við að gera þessa mikilvægu stefnu.
fundurinn verður hér.