Bann við afneitun Helfarar

Sæl, nú er óskað eftir umsagnaraðilum við þessu máli hérna
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=453

Þetta er listinn hingað til:

 • Fjölmenningarsetur
 • Fjölmiðlanefnd
 • Gyðingasöfnuðurinn á Íslandi
 • Héraðssaksóknari
 • Íslandsdeild Transparency International
 • Landssamtökin Þroskahjálp
 • Lögregluembættin
 • Mannréttindaskrifstofa Íslands
 • Ríkislögreglustjóri
 • Ríkissaksóknari
 • Samtökin ´78
 • Öryrkjabandalag Íslands

Ég ætla að biðja um Siðfræðistofnun en er að pæla hvort hér megi finna fleiri uppástungur?

1 Like

Það boðar ekki gott að það sé ný-Pírati sem er einn af flutningsmönnum þessa frumvarps. Ég sendi inn umsögn sem má finna hér.

3 Likes

Þetta frumvarp/þingsályktunartillaga/hugmynd gengur gegn öllum okkar grundvallargildum. Við erum hreyfing tjáningar- og upplýsingafrelsis. Þöggun er hættuleg. Bönn gagnvart einstaklingum eru hættuleg. Þetta er árás á upplýst þjóðfélag sem vill bæta lýðræði. Ég veit að málið er viðkvæmt. En prinsippið stendur. Tjáningar- og upplýsingafrelsi er mikilvægt -og ef við Píratar leggjum þessu málefni lið, þá er illa komið og við getum eins gngið í Samfó -eða VG.
Við verðum að treysta fólki til að taka upplýstar ákvarðanir út frá gögnum og skoðunum sem koma fram, alveg sama hveru fáránlegar og hættulegar þær eru. Annars eigum við á hættu að þessi umræða/skoðanir farin inn í skúmaskot og brjótist svo út með oft á tíðum skelfilegum hætti,
Tökum umræðina og umfram allt höldum á lofti tjáningar- og upplýsingafrelsi einstaklinga. Þar eru rætur Pírata, rífum þær ekki upp með rótum.
Píratar hafa aldrei verið og munu aldrei verða PC flokkur,

3 Likes