Barnalög - skipt búseta barna - umræða

Þetta mál fer bráðum úr allsherjar- og menntamálanefnd og mig langaði að fá ykkar augu á það.

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11

Úr samantekt um þingmálið:
“Lagt er til að lögfesta ákvæði um heimild foreldra sem ekki búa saman en fara sameiginlega með forsjá barns til að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Einnig er lagt til að lögin beri með sér að forsenda þess að foreldrar semji um sameiginlega forsjá verði sú að foreldrar geti unnið saman á fullnægjandi hátt og haft samráð um málefni barns. Þá er lagt til það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Að auki er gert ráð fyrir breytingu á ákvæðum um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.”

3 Likes

Sem aðili sem samdi svona um sameiginlega búsetu og forræði eftir skilnað fyrir 20 árum þá er þetta löngu tímabær breyting. Þá þótti þetta fyrirkomulag nokkuð nýstárlegt en nú er þetta ansi algengt og því mikilvægt að lögin séu uppfærð til samræmis.

2 Likes

Þetta hjlómar bara vel.

2 Likes