Boðun fundar v. trúnaðarráðs

Fékk tölvupóst:

Kæru Píratar

Framkvæmdaráð Pírata boðar til félagsfundar um skipun trúnaðarráðs.

Framkvæmdaráð hefur komið sér saman um tillögu að nýju trúnaðarráði og leitast eftir staðfestingu félagsfólks um skipun ráðsins.

Þeir einstaklingar sem Framkvæmdaráð leggur til að skipi trúnaðarráð eru þau Agnes Erna Estersdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Hrannar Jónsson og munu þau öll mæta og kynna sig.

8.a. Trúnaðarráð
8.a.1. Framkvæmdaráð tekur við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð. Skipun ráðsins skal staðfest á gildum félagsfundi.

Nú ætla ég að vekja athygli/kvarta yfir atriði sem veldur því að pírötum sem ekki búa í grend við síðumúlan finnst þeir vera afskiptir. Kannski skiptum við ekki máli? Af hverju er það ekki sjálfgefið og sett í fundarboð að það verði streymi? Hvernig á fólk sem á að kjósa um að kynna sig fyrir öllum pírötum ef bara þeir sem eru staddir í síðumúlanum geta séð þau/heyrt í þeim?

p.s. spurning að búa til flokk fyrir félagsstarf/skipulag? @helgihg

Ég held það verði alveg streymi, án þess að koma nálægt skipulagi þessa fundar svosem. Róbert og Simmi hafa alveg verið að standa sig í því síðan þeir tóku við því utanumhald.

Það má sjá fyrir sér einhverja fundi þar sem umræðuefnið er of viðkvæmt til að streyma, en þá ætti að vera hægt að nota fjarfund í staðinn.

Steymi gagnast ekki ef það fylgja ekki með upplýsingar í fundarboði.

Satt, mér skilst að framkvæmdaráð sé búið að senda ítarlegri tölvupóst.

Væntanlega þessi:

Kæru Píratar

Við biðjum afsökunar á því að það láðist að setja með hlekk á félagsfundinn vegna trúnaðarráðs nk.mánudag. 

Fundurinn verður haldinn í Tortuga að Síðumúla 23 (gengið inn frá Selmúla) kl.19 - 21. 

Meðfylgjandi er hlekkur á viðburðinum á facebook

https://www.facebook.com/events/428521374671375/?ti=as

YARR!!

Væri síðan æskilegt í framtíð að hafa upplýsingar á öðrum stað en FB :wink:

5 Likes

Alveg hjartanlega sammála.

2 Likes

Það er hægt að opna upplýsingarnar í incognito án þess að skrá sig inn. Á þann hátt skiptir þá í raun ekki höfuðmáli hvort upplýsingarnar séu á FB eða annarsstaðar. Það er ekki takmörkun á aðgengi í þessari framsetningu.

1 Like

Ekki lausn til frambúðar samt. Facebook er eitt það allra ó-píratalegasta sem til er á netinu.

3 Likes

Það á auðvitað að skrá þetta hérna: https://piratar.is/vidburdur/

3 Likes

Ég gat því miður ekki fylgst með þessum fundi, missti af tölvupóstinum því ég tékka sjaldnar á honum en fb og var alltaf að tékka á event-inu þar til að sjá upplýsingar um fjarfund. Er upptakan einhverstaðar á netinu?

Nú er partur kominn á netið upptaka af ræðu Helga Hrafns. Mér þætti vænt um að fá allann fundinn til að geta myndað mér sjálfstæða skoðun. @XandraBriem @helgihg @bjornlevi

Fundurinn var ekki í streymi og tekinn upp, heldur var þetta fjarfundur. Það var bara einhver viðstaddur sem tók upp þennan hluta og birti hann.

Á nýju vefsíðunni er verið að prófa að láta viðburði inn í gegnum þjónustu sem heitir Eventbrite. Þeir verða þaðan sóttir og birtir bæði á vefsíðunni og á Facebook. (Og hægt að birta á fleiri stöðum ef vilji er fyrir því)

2 Likes