Borgaralaun að sjálfsögðu

Takk fyrir hólið, og takk fyrir að skoða efnið þetta ýtarlega og koma með þessa tvo mjög góðu punkta sem færi okkur áfram með efnið.

Ég er á því að hugsanagangurinn varðandi persónuafsláttinn sé af sama meiði og hugsunin með borgaralaun. Að það sé einhver lágmarksupphæð sem sé “hrein” eign einstaklingsins. Það segir hvergi að það eigi að vera einhver upphæð sem skuli vera óskipt eign einstaklingsins, skattfrjáls, það mælir ekkert á móti því að skattleggja frá fyrstu krónu. Að gera það ekki tel ég að sé klárlega í anda borgaralauna. (Með því að tala um hlutina á vissan hátt og nefna nöfnum þá er verið að búa til tilveru sem hentar þeim sem ráða). Hér er ég að færa til tilveruna og nefna hlutina eins og ég tel rétt að nefna þá.

Varðandi fyrirsögnina þá er athyglisvert að það að finnast hún ekki rétt ýjar að því að sá sem gerir það sé frekar á móti hugmyndinni um borgaralaun. Ég get samþykkt samkvæmt #P 1.2 að það ætti kannski að vera spurningamerki á eftir fyrirsögninni en ég er, eftir nokkuð ýtarlega skoðun komin að þessari niðurstöðu sjá þó #P 1.3. Megin rökin eru frelsið til að framkvæma, að með borgaralaunum verður einstaklingurinn frjáls, frjáls til að gera það sem hann langar að gera og með því frelsi þá leysist úr læðingi sú frjóa hugsun sem býr í fólki, samfélagið yrði mun betra (manneskjulegra), fjölbreyttara og langtum ríkara.

2 Likes

Ég held að efnamunur hafi verið mikið meiri í gamladaga en nú. T.d. á Íslandi voru velmengandi stórbændur sem höfðu vinnuhjú í vistaböndum, leiguliða osfrv. Í Englandi voru óðalsbændur osfrv.

Veit að þú ert að hugsa um síðustu áratugi og að það er líklega rétt að hinir ríku hafa orðið ríkari síðustu áratugi. Mikið meiru skiptir að hundruð milljóna t.d. í Asíu og austur Evrópu hafa komist úr fátækt í millistétt.

Í Afriku aðallega sunnan Sahara er mesti hagvöxtur af öllum landsvæðum á jörðinni en samt er fágækt Afríku mjög átakanlegt vandamál. Held að við eigum að vera duglegri að hjálpa þeim að þróa sig áfram.

En þú ert líklega að hugsa um að hér heima er fátækt og basl hjá þúsundum á sama tíma og sumir eru ofur ríkir. Það er rétt. Við þurfum að vinna í því. Hér er samt mesti tekjujöfnuður samkvæmt Gini stuðli. Ég held að leiðin fram á við sé varla að leggja ofuráherslu á meiri jöfnuð heldur á að auka það sem er til skiptanna og lækka ofurháan kostnað við mat og vexti. Varðandi vextina hefur áhunnist. Maturinn enn sá dýrasti í heim. Það er líka hægt að ná niður húsnæðisverði ef tækist að fjármagna framleiðslu íbúðarhúsæðis og jafna út sveiflur.

Ég veit að það er erfitt fyrir marga að kyngja því, en þetta er ósköp einfaldlega rangt. Ekki af því að fólk hafi ekki haft það djöfullega skítt hér áður fyrr, og í absalút þankagangi séu menn þar af leiðandi betur staddir, heldur vegna þess að ríka fólkið í efnaminni heimi þurfti ekki að vera eins mikið ríkara til að geta haft það miklu betra. Það er ekki samasemmerki milli þess að fátækir séu ekki jafn líklegir til að drepast í dag og þess að jöfnuður hljóti að vera meiri.

3 Likes

So when you say universal basic income for everyone, you mean everyone but foreigners. Just to be clear about it. For you including foreigners is an afterthought to be figured out at a later date and you would never treat an Icelandic minority this way. You would never propose a universal basic income, but disabled people or the elderly are not included and we’ll figure out later how to include them. For you, foreigners are simply less a part of society.
For foreign workers universal basic income will be devastating. Currently, when fighting for a living wage, we are fighting side by side with Icelandic people. Once Icelandic people get a basic income, we will be the ones who have to live off our wages, but the collective agreements will be done with Icelandic people in mind. Icelandic people will have double the income of us and we will have to deal with the inevitable price hike, which will follow. And please don’t tell me that working conditions will be better because of shortages of workers. The increased demand for workers in the tourist industry during the boom years has not led to good conditions for these workers either, it has led to companies like men í vinnu. But all these considerations are unimportant to you, because we are not really part of this society.

I’m sorry, but could you specify what you are reacting to? There is no inherent rejection of foreigners being included in the scheme proposed at the start of the thread. That scheme admittedly does not include persons who do not pay tax in Iceland, and would run against issues with the US approach to taxation, but that is very different from simply excluding non-citizens.

And, incidentally, you are wide off the mark in supposing that proposals that ignored disabled people or the elderly would not be considered. Dealing with issues relating to various kinds of benefit payments is almost always relegated to an afterthought, something that can be fixed once the basic scheme has been set up.

1 Like

Fyrst of all I do not say “everyone but foreigners” This is something you are putting forward all by yourself. I see the need to address this issue and thanks for pointing it out, one of many issues regarding UBI which we, or I have not yet fully thought out. Hopefully we can find an acceptable solution. On issue though, in my mind there will not be a UBI and then your full wages (“I am talking about when you say: Icelandic people will have double the income of us”). I think that we have to adjust the income structure, additional wage cost and everything else around this “new order”. (Employee will get a starting amount, the same as UBI and then the additional or what you, your labour union “verkalýðsfélag” can bargain in addition). If anyone loses his work he will get the UBI. But I can see that the pressure from some quarters will probably be that foreigners who are on UBI have to leave the country, or maybe stricter visas, or work permits rules, this is another issue which we will have to scrutinise in order to make the system as good as it can be for everyone.

2 Likes

To clarify, here is a list of groups which have been included in the discussion for UBI (according to memory, there might be some missing):

Students
Wage employees
People with mental health issues
People on disability benefits
Unemployed*
Artists
Self - employed / start ups

*the rise in unemployment now during Covid was especially used to present UBI as a solution. Unemployment which affected the immigrant community to a significant higher extent than Icelanders, because of the industries we work in. So our suffering is used to promote a policy without a thought how and if we are included.

Góðar umræður hér að ofan, en alltaf hnýtur fólk um kostnaðarliðinn. Staðreyndin er sú að borgaralaun sem neikvæður tekjuskattur (lesist útgreiðanlegur persónuafsláttur sem miðast við lágmarksframfærsluviðmið sem miðast við fátæktarmörk) fúnkerar best þegar búið er að umbreyta stjórn hins opinbera verulega. Þá geta ca 1/2 af skatttekjum farið í að greiða borgaralaunin, auk þess sem t.d. 3/4 fara í velferðarkerfið og hugsanlega síðasti fjórðungurinn í að greiða fyrir rekstur ríkis, sveitarfélaga og í hvatagreiðslustyrki til atvinnuvega og skapandi greina.

Borgaralaun eru kostnaðarsöm, en til lengri tíma eru þau væntanlega hverrar krónu virði. Það hefur einmitt sýnt sig núna í Covid19 faraldrinum að ríki, sveitarfélög og stofnanir eru varnarlaus þegar kemur að skyndilega stórauknu atvinnuleysi, en grípa þá til gömlu góðu “styrkja fyrirtækin” ráðstafana sem skilja fullt af einstaklingum og fjölskyldum eftir í súpunni. Þá hafa tilraunir sýnt að borgaralaun lækka heilbrigðiskostnað sér í lagi geðheilbrigði. Einnig eru borgaralaun hvetjandi fyrir frumkvöðla, skapandi greinar og stofnun sprotafyrirtækja, ekki síður en sjálfboðaliðastarf og valdeflingu kvenna (sem geta auðveldar losnað úr erfiðum samböndum án fjármagnsáhyggna).

Það að ætla 3/4 af skattpeningum í velferðarmál, þ.e. heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, samgönguinnviði og öryggi, þar með talið fjarskiptainnviði, lögreglu, meðferðarúrræði, símenntun, ofl. má vel duga til lengri tíma þar sem borgaralaun munu efla heilbrigði og minnka álag á lögreglu. Ég nefni þessi aðeins sem dæmi um það hvernig borgaralaun geta funkerað með öðrum kostnaðarliðum hins opinbera.

Svo gæti síðasti fjórðungur skattpeninga hvers árs farið í rekstur hins opinbera annarsvegar og hinsvegar í hvatastyrki/samkeppnisstyrki þar sem ríkið leggur til fé sem einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta sótt í til nýsköpunar, skapandi greina, tækniþróunar, vísindastarfs og annarra pólitískt valinna verka sem krafist er af samfélaginu svo sem umhverfisverndar, samfélagslegra hvata, málverndar, o.þ.h. Einnig þarf að veita einhverju fé umfram borgaralaun og velferðargreiðslur til fólks sem er óvinnufært og getur ekki aflað sér innkomu umfram grunninnkomuna.

Þannig er ljóst í mínum huga að borgaralaun eru aðeins hluti af heildarumbreytingum í samfélaginu, en þau eru ekki óyfirstíganleg fjármagnslega ef aðrar umbreytingar í rekstri hins opinberlega eiga sér stað líka.

Þá ertu kominn í samtals 6/4 af skatttekjum. Svo má nefna að í dag fer um 1/2 af tekjum ríkisins í heilbrigðismál og meirihluta tekna sveitarfélaga í neðri tvö skólastigin. Þá erum við búnir að ráðstafa mestallri landsframleiðslunni, nema hvað að við þvíumlík opinber útgjöld dregst kaupmáttur snarlega saman (enda hefur það hvar fólk opnar budduna lítil áhrif á það hver fær hve miklar tekjur), svo bæði verða borgaralaunin sennilega lítils virði og landsframleiðslan minni en áður.

Aha, ég útskýrði ekki nægilega vel hvernig ég reikna. Ég tel allar tekjur hins opinbera (ríki og sveitarfélög) sem þá köku sem er til skiptanna. Árið 2015 voru það 1000 milljarðar og árið 2020 voru 1400 milljarðar. Þetta eru bara tekjur hins opinbera, ekki landsframleiðsla, sem er 50-60% hærri upphæð, samkvæmt Hagstofu.

Þannig að þegar ég skoða efnahagstölur Hagstofunnar þá sést að menntamál voru árið 2020 að fá 23% af opinberu kökunni og um 40% voru að fara í almannatryggingar og velferðarmál og stór hluti af þeim málaflokki eru skilyrtar greiðslur.

Þannig tel ég að gróft litið sé hækkun velferðarmála úr 40% í 50% vegna borgaralauna mestmegnis vera afnáms skerðinga (6-7%) og síðan vegna sér-úrræða fyrir óvinnufært fólk (3-4%) sem ættu að eiga rétt á einhverjum stuðningi umfram grunnframfærsluna. Hækkun til menntamála úr 23% í 25% er í raun trivial, en ef það verður í formi launahækkana kennara og aukinnar einstaklingsmenntunar er þeirri aukningu vel farið IMO.

Ég reikna semsagt með álíka skattheimtu og innkomu hins opinbera og áður, utan þess að Píratar hafa áhuga annarsvegar á að auðlindagjald miðist við markaðsverð, að sett verði á markvisst mengunargjald, að reglur um þunna fjármögnun verði hertar og einhverjar breytingar verði á skattprósentum launa, hátekna og fjármagnstekna. Kakann stækkar lítillega við það, en líklega ekki nema um 50-100 milljarða.

image