Borgaralaun að sjálfsögðu

Í tilefni þess að borgaralaun eru kominn á dagskrá þá má segja að þegar rætt er um borgaralaun þá þurfum við að átta okkur á að borgaralaun hafa tíðkast hér í langan tíma. Bara með því að nefna hlutina á ákveðinn máta þá er hægt að skapa tilveru eftir þörfum.

Borgaralaunin heita í dag ekki borgaralaun heldur persónuafsláttur. Persónuafslátt/borgaralaun fá allir Íslendingar sem eru á vinnumarkaði. Þó að þú fallir út af vinnumarkaði þá geymir þú persónuafsláttinn og nýtir hann síðar. Persónuafsláttur/borgaralaunin er upphæð sem þú færð í hverjum mánuði frá ríkinu. Borgaralaunin eru núna bundið við að þú sért á launum en ætti að vera ótengt launum. Það eru ekki allir sem ná að fullnýta sinn persónuafslátt en flestir. Skólafólk sem dæmi safnar persónuafslætti og nýtir hann síðan þegar það fer að vinna.

Auðvitað ætti að hækkar borgaralaunin/persónuafsláttinn verulega, við þurfum að láta borgaralaun ná til allra 18 ára og eldri og þannig að borgaralaunin séu aðgengileg öllum mánaðarlega. Síðan er spurning í hvaða formi persónuafsláttur verður, styrkir og skattkerfið. Það þarf að aðlaga þetta nútímaþjóðfélagi og halda vel á með útfærsluna þannig að það verði ekki notað til að lækka borgaralaunin í raun heldur til að blása lífi í kraftinn sem býr í fólki.

Það eru allir með persónuafslátt upp á 54.628 kr. í dag. Ég veit ekki alveg hvað það eru margir á vinnumarkaðnum núna en gerum ráð fyrir að það séu/verði um þrjú hundruð þúsund ef við margföldum þetta saman þá fáum við út það sem nú þegar er sett í “borgaralaun”. Síðan er hægt að draga frá þá sem eru á ýmsum úrræðum frá hendi ríkisins sem eru líklega um 25-30.000.- sem hægt er að draga frá “kostnaði”. síðan er hægt að hugsa sér allskonar útfærslur tengt LÍN, lífeyriskerfinu, styrkjum til bænda, barnabætur, lífeyrir, (laun presta). Sem leiðir okkur að spurningunni um hvort að laun ríkisstarfsmanna upp að ca. 300.000 ættu að heita borgaralaun og restin laun osf. osf. Heildarkostnaður ríkisins af borgaralaunum núna upp á um 300.000 á mánuði ætti að vera einhverstaðar í kringum 1.080.000.000.000. á ári mínus persónuafsláttur, félagsleg úrræði, styrkir til bænda og allt hitt. Þetta er náttúrulega langt frá að vera vísindalegt og væri gott að fá betri útfærslu á reikningsdæmin með réttari tölum sem ég nenni ekki að sækja hingað og þangað núna, svona í “forbífartinni”.

Að ná í það sem uppá vantar núna sem nýtt skattfé er í mínum huga vel vinnandi og ætti ekki að skapa mikil vandræði, það liggur fyrir hvar hægt er að nálgast það án þess að, nánast sjáist högg á vatni hjá viðkomandi og svo kemur inn áhrif á launastrúktúr á hinum almenna vinnumarkaði?

Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara rangt með eitthvað hér og bætið ykkar við.

2 Likes

Jamm og já. Grunninnkoma fyrir alla er eitthvað sem vert er að stefna að , það er nokkuð ljóst í mínum huga. Upphæðin er vandamál, 1080 milljarðar er u.þ.b. þær skatttekjur sem hið opinbera er að safna inn árlega og ekki viljum við vera án velferðarkerfis, heilbrigðisþjónustu, menntastofnana, lögreglu og samgangna.
Það þarf því að hugsa borgaralaun sem ferli þar sem mörg skref eru stigin og margar úrbætur fara fram á sama tíma og útgreiðanlegur persónuafsláttur sem miðast við reiknuð grunnframfærsluviðmið, er komið á.

2 Likes

Það er ágætt að hugsa um þetta á hagfræðilegan hátt mtt. þess hvar peningar verða til í kerfinu. Eins og er þá verða peningar til með ríkisútgjöldum (og eytt úr kerfinu með sköttum: https://kjarninn.is/skodun/2019-02-04-hvad-er-modern-monetary-theory/). Það er gríðarlega mikilvægt að skilja þennan hluta kerfisins.

Þetta þýðir að ef hið opinbera ákveður að setja á skilyrðislausa grunnframfærslu þá eru það ríkisútgjöld. Það er að segja, það býr til pening. Þar er hægt að telja til ýmis bótakerfi sem myndu ýmist falla inn í grunnframfærsluna eða vera ákveðnar viðbætur við grunnframfærslu. Sú heild er magn nýrra peninga sem hið opinbera býr til í hagkerfinu í hverjum mánuði. Í núverandi kerfi er það hins vegar ekki bara ríkið sem skapar nýjan pening heldur líka lánastofnanir í útlánum í hlutfalli við bindisskyldu (þetta er ákveðin einföldun samt því vextir seðlabanka og ríkisskuldabréf spila inn í þetta ferli) en til einföldunar er hægt að horfa á það þannig að nýjir peningar verða til í útgjaldaáætlunum ríkisins (hvort sem það er beint í ríkisútgjöldum eða óbeint í gegnum lánastofnanir).

Til þess að hafa efni á grunnframfærslu án þess að það ýti undir verðbólgu þá þarf einfaldlega að stilla til óbeinu peningaprentunina (í gegnum lánastofnanir) og beinu peningaprentunina (í gegnum ríkisútgjöld). Grunnframfærsla er þá í raun arður af verðmætasköpun og sá arður kemur fram í nýmyndun peninga í kerfinu, beint til fólks og annarar grunnþjónustu.

1 Like

Ég tel skilyrðislausa grunnframfærslu áhugaverða hugmynd sem þurfi áfram að skoða. Stærri þjóðir með öflugri stjórnsýslu, sem og alþjóðasamtök hljóta að velta hugmyndinni fyrir sér. Við ættum að taka þátt og leggja okkar til málanna.

Nú í miðri kreppur er hvorki staður né stund til að umbylta bótakerfunum yfir í skilyrðislausa grunnframfærslu. Það kallar á gríðarlega miklar kerfisbreytingar á svo mörgum sviðum og það er óviss útkoma í sumu sem getur komið illa við þá sem síst skyldi ef út af bregður. Það er verið að tala um bótaupphæð sem er álíka og öll fjárlögin okkar í dag og því þyrfti gríðarlegar tilfærslur og breytingar.

Við Íslendingar eigum ekki að fórna okkur í það að prufa fyrst allra þjóða skylirðislausa framfærslu. Við erum fá (samlegiðin lítil) í stóru (kostnaðarsömu) landi og það má lítið út af bregða svo að skorti fé í grunninnviði, heilbrigðismál og þau félagslegu úrræði sem við erum þó að myndast við að hafa hér.

Ég tek undir að það þarf að hækka persónuafsláttinn og jafnvel greiða hann út ef hann nýtist ekki. Við verðum þó að fara varlega því það er “öskrað” á peninga skattgreiðenda (ríkisfé) úr öllum áttum og mikil þörf víða. Alveg rétt sem sumir hafa bent á að það þarf að taka á skattaundarskotum og verðleggja auðlindir almennings á markaði og þannig má hafa meira til skiptanna. En það borgar sig ekki að eyða því sem væntanlega næst inn fyrirfram.

Það verður risavaxið verkefni næstu ár að koma okkur út úr Covid kreppunni. Við þurfum öll að vera raunsæ og einbeita okkur að því verkefni ef vel á að takast til, til dæmis að það komi út með sanngjörnum hætti fyrir alla. Það eru verðug verkefni í bili, þó það sé um að gera að ræða framúrstefnulegar hugmyndir.

1 Like

Þvert á móti; það er einmitt tíminn til að gera tilraunina. Ef ekki er reynt að hrinda í framkvæmd meiriháttar umbótum sem þessum, verður þvert á móti ráðist í meiriháttar geirneglingu á ríkjandi ástandi, rétt eins og sást fyrir rétt rúmum áratug.

4 Likes

Ég fór að skoða nánar hvaða tölur eru í gangi þegar við erum að ræða borgaralaun og hér eru fyrsta uppkast. Þetta er algeralega án ábyrgðar og eingöngu til að átta sig á umfanginu og að byrja að fá fram tölur. Breytti tölum frá því hér ofar og þá nær núverandi aðstæðum.

Tölurnar eru ekki beint upp úr ársuppgjörum eingöngu frá lauslegri skoðun á netinu. Endilega komið með leiðréttingar á þetta.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannaudsmal-rikisins/tolfraedi-og-utgefid-efni/

1 Like

Jassi, ertu hér að áætla upphæðir pr. mánuð?
Væri gott að sjá tölu í mja. kr. í heildartölu t.d. í síðusta dálknum svo maður grípi þær.

1 Like

Gauisig
Ég er að skoða þetta í rólegheitum og tölur eru að taka breytingum eftir því sem ég læri meira. Bætti við dálki með 12 mán. tölum. Ég set þetta inn án þess að tékka mig algerlega af til að fá strax fram ef einhver sér betri nálgun. Ekki vera hissa þó að sumt sé ekki samkvæmt réttum heimildum. Það er handleggur að ná í réttar tölur.

3 Likes

Skattatekjur tapast ekki þetta mikið þar sem flestir munu vinna og greiða skatt af henni án persónuafsláttar. Launatakstar yrðu eflaust lægri að hluta til en þeir eru í dag, en fjármagnstekjur ættu að fara inn í almennan tekjustofn og skattast að fullu.

2 Likes

pallipilot
Hér er ég að reikna hvaða skatta ríkið fær í daga af 300 þúsundum mínus persónuafslátt. Gert er ráð fyrir að borgaralaun séu skattfrjáls og þar kemur tapið. Fjármagnstekjupunkturinn er athyglisverður.

Eh? Ef við gerum ráð fyrir að borgaralaun séu persónuafsláttur eru þau ekki skattfrjáls í neinum hefðbundnum skilningi. :slight_smile:

Til skýringar: Ef við tökum því alvarlega að gera þetta með því að hækka persónuafslátt og greiða út ónýttan persónuafslátt, þá er hvorki hægt að tala um að borgaralaun séu skattfrjáls né að af þeim sé greiddur skattur - þau eru skatturinn. Þessi útfærsla hefur enda verið kölluð “neikvæður tekjuskattur”.

2 Likes

Fer allt eftir því sjónarhorni sem maður notar á persónuafsláttinn. Ef við myndum bæta við að persónuafsláttur væri útgreiddur (viðbót frá því núna) þá væri enginn munur á niðurstöðunni hvort hann væri greiddur út fyrir eða eftir skatt. Það er ekki reiknaður tekjuskattur af þeirri upphæð.

Ein rökin fyrir borgaralaunum eru þau að í framtíðinni muni sjálfvirknivæðing 4. iðnbyltingarinnar úrelda um 1/2 núverandi starfa. Því sé nauðsynlegt að “grípa” fólk, og ef allir eru á borgaralaunum verði þetta minna mál. Ef þetta væri raunhæft skatta/tekjulega þá væri það gott, en ég efast um að hugmyndin sé raunhæf út af því hvað þetta myndi útheimta háar tekjur sameiginlega sjóðsins (ríkissjóðs) og að hann myndi ekki ná þeim inn í raun.

Hins vegar held ég að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ekki verði til nóg af nýjum störfum. Það hefur vantað fólk í alls konar í þjóðfélaginu. Til dæmis vantar að stórbæta félagslega þjónustu við aldraða og sjúka. Það vantar persónulega aðstoða við stóran hluta fólks. Eftir því sem við verðum eldri þurfum við meiri þjónustu.

Það verður meira en nóg að gera fyrir fólk í framtíðinni. Það þurfa ekki allir að verða frumkvöðlar þó nýsköpun sé mjög mikilvæg.

Sjálfvirknivæðingin mun spara og þar með verður hægt að hækka skatta og greiða meiri fyrir fleiri í þjónustustörfum.

Fjármögnun er auðvitað alltaf veiki punkturinn, en staðreynd málsins er að bein skattheimta er ekki eina hugsanlega fjármögnunarleiðin. Aðrar, sem líkast til yrðu skilvirkari, eru mögulegar. Í núverandi kerfi eru skattar iðulega sú endurdreifing tekna sem flestir tala um, en þeir blikna í samanburði við þá endurdreifingu sem á sér stað í gegnum vexti bankakerfisins.

Það er þó ekki bara þetta sem er eftirtektarvert hérna. Vandamálið sem hér er nefnt er fjármögnun. Strax á eftir…

Hvernig verður þetta fjármagnað? Fólkið sem þarf á aðstoð að halda, sérstaklega veikt fólk og það fólk sem ríkasta þörf hefur fyrir persónulega aðstoð, hefur ekki sterka eigin tekjustofna. Ef það hefði þá, gæti það tryggt sér þá aðstoð sem það þarf - svo einhvernveginn þarf þá að fjármagna þessa aðstoð úr sameiginlegum sjóðum. Ef þessi störf eiga að koma í stað þeirra sem hverfa við aukna sjálfvirkni, og þannig leysa vandann sem borgaralaun eiga að leysa, þarf sambærilega upphæð til að greiða þessu fólki laun.

Það er m.ö.o. sama fjármögnunarvandamál fyrir dyrum eins og við greiðslu borgaralauna. (Fyrir utan þá staðreynd að borgaralaun gætu verið afbragðsleið til að gera fólki sem þarf á aðstoð að halda kleift að greiða fyrir þá aðstoð.) Munurinn á þessu tvennu felst ekki í fjármögnun.

Svo allur vafi sé tekinn af: Ef við gefum okkur að þetta sé tilfellið leysir það bæði fjármögnunarvandamálin. Sömu erfiðleikar eru við að innheimta skatt af ríku fólki - þ.e., möguleikar þess til lögbrota og siðleysis - í hvaða tilgangi sem það er gert, og hagnaðurinn af sparnaðinum skilar sér í upphafi hjá ríku fólki.

vildi bæta þessum við hér sem @AlbertSvandeildi hinu megin: http://borgaralaun.is.w8.x.is/index.php/2020/05/14/grunninnkoma-laekkar-launatengd-gjold-atvinnurekenda/ - flott grein

2 Likes

Ef 4. iðnbyltingin fækkar störfum við framleiðsluna, þ.e. hægt er að halda uppi sömu þjóðarfraleiðslu á mann og nú er eða meiri, með færra fólki þá losnar um fólk án þess að það sem er til skiptanna minnki. Þá er hægt að endurútdeila amk. hluta af ávinningnum, með því að taka hann inn í sköttum og greiða fleirum laun / borgaralaun / persónuafslátt, eða hvað við viljum kalla það.

Það verður að sjálfsögðu að fara varlega í ríkisfjármálum og eyða ekki um efni fram, en það er hægt að verja peningum í ýmislegt ef þeir eru til eða fyrirsjáanlegt að þeir muni koma inn.

Þarna held ég að þú sért að teygja þig ansi langt í skapandi skrifum :slight_smile:
Það vantar mikið upp á að persónuafsláttur nái því sem hugmyndin er að ná með borgaralaunum.

P.s. Er ekki við hæfi að yfirskrift spjalls um Borgarlaun taki ekki fyrirfram afstöðu, ef hugmyndin er að spjalla umkosti og galla?

Já. M.ö.o.: Það er hægt ef forsendur fyrir borgaralaunum eru einnig fyrir hendi. Það sem ég var að reyna að benda á er að þú virtist nefna þessi störf sem annan kost vegna þess hve erfitt væri að fjármagna borgaralaun. Það fær ekki staðist; þau eru ekki raunhæf nema borgaralaun séu það líka.

Hitt er annað, að á síðustu 50 árum eða svo hefur sú staða þegar náðst að vel innan við helmingur mannkyns sinnir öllum framleiðslustörfum. Það hefur ekki gengið mjög vel hingað til að ná ávinningnum af því frá hinum efnamestu, og stöðugt verr eftir því sem þróunin hefur gengið lengra. Ég er ekki bjartsýnn á að það breytist með nýrri kynslóð auðkýfinga sem hefur það ekki einu sinni í sér að þykjast vilja láta gott af sér leiða.

1 Like

Þetta er hæpin fullyrðing. Á síðustu áratugum hafa milljarðar manna, m.a. Íslendingar frá því eftir seinna stríð, smám saman færst upp í s.k. millistétt og haft efni á því að eiga bíl, ferðast til útlanda, og mennta sig all vel. Þ.á.m. mörghundruð milljónir Kínverja. Ég held að segja megi að þeir búi við enn meiri meiri markaðsbúskap en við, en því miður hart flokksræði einnig.

Þú er væntanlega að tala um að þeim hefur fjölgað sem eru ofurríkir. Það skortir vissuelga á jöfnuð. Mikilvægt að vinna að honum, að sjálfsögðu, en enn mikilvægara er að vinna að því að fjölga þeim sem ekki eru sárafátækir.

Á sama tíma hafa hinir efnamestu komist yfir nóg til að smíða eldflaugar á eigin kostnað. Þvert á það sem sumir virðasta halda snýst þetta engan veginn einfaldlega um þá sem búa undir hungurmörkum.

1 Like