Er kominn af stað málefnahópur í kring um borgaralaun? Ég sé að borgaralaun eru að birtast í stefnu flokksins um landbúnað, sem er nú til umræðu, þrátt fyrir að það sé enn mjög opið hvað stefna Pírata í borgaralaunum sjálfum eigi að hafa í för með sér. Eins og málin standa núna þá er stefna að senda þingsályktunartillögu á alþingi um ágæti borgaralauna https://x.piratar.is/polity/1/issue/324/ sem var svo gert á 145. lögjafaþingi 2015-16 https://www.althingi.is/altext/145/s/0454.html.
Síðan þá hefur lítið komið fram frá þeim vettvangi og gerð frekari stefna um borgaralaun. Það er uppi málefnalegur ágreiningur um ágæti og skilvirkni Borgaralauna í að ná fram þeim markmiðum sem þeim er ætlað. Ég ætla ekki að fara út í efnislega gagnríni að svo stöddu, en hef gert það áður en vill einnig taka það fram að ég er heldur ekki í princippum mótvægin þeim heldur einungis hvað varðar alla praktík. Þá tel ég að hollt væri fyrir Pírata að leggjast í heiðarlega og beinskeitta vinnu með að útkljá hver stefna okkar eigi í raun að vera að þessu máli.
Ef það er málefnahópur þá óska ég aðkomu að honum. Ef það er ekki málefnahópur þá sting ég upp á að slíkur fari í gang. Ef það er ekki stemming fyrir að leggjast í málefnalegan ágreining með þeim hætti þá sting ég upp á panel debate eða debate í podkasti þar sem tekist er á um málefnalegar hliðar þessa máls svo að fólk geti myndað sér skoðun út frá þeim röddum um þetta mál sem þegar hafa komið fram og jafnveg upp úr því lagt meira til málsins, vonandi í lausnum. Ég býð mig fram til að taka umæðuna um þetta út frá skeptíska sjónarmiðinu en það má einnig vera einhver annar sem býður sig fram sem fólk ber traust til að veiti þeirri hlið góða vörn.
Í fullri hreinskilni þá langar mér alveg að hafa rangt fyrir mér í þessu máli en mér þykir margar erfiðar spurnigar vera enn ósvaraðar og ég tel það gætir verið bæði hættulegt sem og traustrýrandi fyrir Pírata að halda út á þá braut að ætla að lofa öllum peningum fyrir ekkert án þess að í fullri alvöru vera búin að taka samtalið innanborðs hvað það eiginlega þýðir.
Ef einhverir sem vill taka opið debat um þetta mál við mig eða einvhern annan sem sér þetta reikningsdæmi vera óframkvæmanlegt við núverandi raunveruleika, þá hvet ég þau til að stíga fram til þess að eiga samtalið. Það þarf að vera dýpra en Yay meiri peningar fyrir alla þó það kunni að hljóma vel í eyrum sumra.