Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í fyrra hélt PíR málþing sem við kölluðum “Borgarþing Pírata”. Við nýttum það til að kynna okkur ýmis mál og afla upplýsinga sem svo var ætlunin að nota í málefnavinnu.
Tilgangurinn var líka að vekja athygli á okkur og reyna að mynda meiri tengsl við borgara.
Þá kom til tals að gera þetta að reglulegum viðburði með þessi sömu eða svipuð markmið í huga. Því spyr ég: Er áhugi á að láta verða af því að gera þetta reglulega og eru einhver tilbúin að leggja á sig vinnuna til að það verði að veruleika?