Börn vakna fyrr en unglingar

Við ætlum að hefja átak í betri svefni barna og skoða breytingar á upphafi skóladags—sáttmáladrög

Þetta á einvörðungu við unglinga, ekki satt Yngri börn vakna að jafnaði snemma.

1 Like

Þar sem talað er um að skoða breytingar á upphafi skóladags, þá yrði ítarleg skoðun á málinu að fela í sér að meta hvaða hópar barna myndu njóta góðs af því að byrjun skóladagsins væri seinkað. Gögnin munu þá, væntanlega, leiða það í ljós að það eru einmitt unglingar sem þurfa helst á því að halda.

1 Like

Ég spyr nú strax, því ég vil gefa foreldrum tíma til að laga sig að breytingum. Til dæmis getur vel verið að smábörn hafi gott af styttri leikskóladegi, þó þau fái að lúlla í skólanum. En foreldrar þurfa þá að skipuleggja leik eða hvíld í staðinn.