Breyting á lögreglulögum

Breyting á lögreglulögum á að taka út úr allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni sem þýðir að það fer í lokaumræðu á þingi bráðlega og svo atkvæðagreiðslu.

Frumvarpið má finna hér:
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=365

Um frumvarpið segir á vef Alþingis:
“Lagðar eru til breytingar er lúta að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í því skyni að gera starf hennar skilvirkara og jafnframt sjálfstæðara. Þá er lagt til að kveðið verði á um ýmsar aðrar breytingar sem snúa m.a. að valdbeitingu, samvinnu við erlend lögregluyfirvöld og lögfestingu hins nýstofnaða lög­­reglu­­ráðs. Einnig er lagt til að hæfisskilyrði lögreglustjóra taki lítillegum breytingum og að hæfnisnefnd lögreglu verði lögð niður.”

Meðal annars er þarna grein sem gefur heimild til að veita erlendum lögreglumönnum heimild til þess að fara með lögregluvald hér á landi. Mér finnst ákvæðið mjög opið og alls ekki nægilega vel afmarkað hvað í þessu felst.

Auk þess er ég óviss um hvort að breytingar á ráðinu sem fer með eftirlit með lögreglu muni skila tilætluðum árangri.

Það væri gott að fá umræðu um þetta mál - hvað finnst ykkur gott og hvað finnst ykkur slæmt?

2 Likes

Gott að fá umræðu.

Mér finnst svosem ekkert að því að erlendir lögregluþjónar geti farið með löggæsluumboð hér innan ákveðinna marka, t.d. ef þeir eru í einhverjum samstarfsverkefnum eða þáttakendur í sakamálarannsókn sem nær yfir fleiri en eitt land, en lykilatriðið er að það sé í skilgreindu samstarfi við íslensk löggæsluyfirvöld sem þá veita þeim það umboð. Þeir komi ekki bara á eigin vegum og geri það sem þeim sýnist. (Mögulega mætti skilgreina sérstaklega einhvers konar varanlegan samstarfssamning t.d. um mansal, eða aðra skipulagða glæpastarfsemi og sú deild hefði varanlegt umboð, samt vel skilgreint auðvitað)

Kannski hættulegast ef frumvarpið vill fela geðþótta ráðherra að ákveða öll smáatriðin.

1 Like