Breyting á þingskaparlögum : kynjahlutfall

Fyrir liggur að taka eftirfarandi mál úr nefnd:

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=80

Um er að ræða breytingu sem felur í sér að tryggja jafnt kynjahlutfall karla og kvenna í fastanefndum Alþingis.

Mér finnst (eins og svo oft áður) að ekki er farið nógu langt með þessum breytingum. Ég myndi vilja sjá orðalag um öll kyn og einhvers konar stefnuyfirlýsingu út frá lögum um kynrænt sjálfræði.

Mig langar til dæmis ótrúleg mikið að losna við þetta orð þingsköp - ég fæ bara óþægindahroll við að sjá þetta orð.

Væri gott og gaman að fá einhverja umræðu upp um það - alltaf gott að sjá svona mál út frá sem flestum vinklum :slight_smile:

A) Í frumvarpinu er tillaga í 3. gr. um aðkomu fólks með hlutlausa skráningu kyns. Hvernig myndir þú vilja sjá ákvæðið Olga? “Það kemur ekki í veg fyrir kosningu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.”

B) Mér finnst fráleitur þessi hluti 3. gr. frumvarps: “Hlutfall kvenna skal þó aldrei vera minna en 40%.” Þ.e. að tryggja skuli að í nefndum skuli eingöngu hlutfall kvenna aldrei vera minna en 40%.

Hér á að ríkja jafnrétti. Öll kyn hafa sama rétt til framboðs. Fólk með hlutlaust kyn eru mun minni hluti en karlar og konur og ég sé ekki ástæðu til að þetta sé 1/3 fyrir hvern hóp. Konur eru að vinna á alls staðar, gott mál, en ómögulegt er að sjá af hverju þær einar ættu að geta tryggt sér amk 40% hlutfall nefnda. Hvaða skilaboð væru það eiginlega til drengja? "Þið eigið að borga s.k. skuld forfeðranna og sitja þægir hjá en ekki njóta jafnréttis. Vel getur líka farið svo að konur verði fleiri en karlar á þingi, þær sækja á alls staðar, eru betur menntaðar en karlar, og ættu skv. því að verða fleiri í flestum hlutverkum alls staðar. Nema við vitum hvar. Og í ár má sjá að konur er í ft. í fremstu sætum fjölmargra lista flokka til kosninga í ár.Alls ekki er ljóst af hverju þörf er á að draga þeirra hlut sérstaklega eða það sé ég ekki. Skal játa ég gafst upp á að lesa greinargerðina með frumvarpinu hvað þetta varðar svo ég hef ekki séð öll tiltekin rök ef einhver lögð fram fyrir þessu.

1 Like

Ég skal alveg taka undir að þingsköp er ekki fallegt orðalag. Hvað myndirðu leggja til að kæmi í staðin?

Mér finnst þetta gallað. Ég er ekki sáttur við að það séu sérstök ákvæði um annað kynið og tek undir að það er gallað að gera ekki ráð fyrir meiri fjölbreytileika. Ég sé fyrir mér að það mætti koma með tillögu að slíkri stefnulýsingu, en þyrfti þá ekki að vinna hana? Hvert væri markmiðið með henni? Ég er til í að taka þátt í þeirri vinnu.

1 Like

Þetta: „Hlutfall kvenna skal þó aldrei vera minna en 40%.“ er bara ekki í lagi. Það er nógu vafasamt að hafa reglur um kynjakvóta yfirhöfuð (jákvæð mismunun er mótsögn, mismunun er í eðli sínu aldrei jákvæð), hvað þá að gera ekki ráð fyrir nema 2 kynjum. En að taka eitt kyn út fyrir sviga og stilla því upp svona er gjörsamlega óboðlegt.

Það gerir líka lítið úr téðu kyni að láta lög ákveða með þessum hætti að það sé á einhvern hátt veikara og þurfi þessa ívilnun. Jafnvel þótt svo kynni að vera nú er ekki hægt að segja til um að svo verði alltaf, en þó eru engin tímamörk sett. Engin krítería hvenær telst ekki lengur halla svona mikið á konur að þær þurfi sér ákvæði.

2 Likes

það er svo áhugavert að sjá að ýmsir þingmenn, Björn Leví, Hanna Katrín, og Birgir Ármannsson a.m.k. benda á ágalla þess að eiga að gæta að kynjahlutfalli í nefndum þegar fyrir er ekki auðvelt að koma sér saman um flokksformennsku í þeim, hvaða flokkur á þá að velja hvers kyns nefndarmaður hans er? Þetta er ógjörningur.

Það sem slær mig líka er að við lestur umsagna, frá Jafrnéttisstofu, er eingöngu tekið undir þetta frumvarp, en engin athugasemd gerð við lágmarkskynjahlutfall kvenna upp á 40%. Sá þáttur er ekki einu sinni nefndur, hvað þá rökstyddur. Þykir mér þetta batterí birtast sem kostnaður einn á almenningi en ekki kynjajafnréttisapparat ríkisins.

Af hverju á kynjahlutfallið ekki frekar að vera, eins jafnt og hægt er, í hlutfalli við kynin sem sitja á þingi hverju sinni, sem auðvitað er mismunandi? Þá er þetta réttlátt, ekkert eitt kyn tilgreint umfram annað heldur bara jafn hlutfall kynja, hver sem þau eru.

Kynjakvóti er bæði gott og slæmt. Eins og ef kosið er á lista flokka af flokksmeðlimum þá finnst mér alls ekki eigi að setja neitt ákveðið hlutfall. Þau sem eru kosin, eru kosin. Framboð og eftirspurn ræður þar ríkjum og að breyta niðurstöðu kosninga til að bæta einhver kynjahlutföll, lýt ég á að verið sé að falsa lýðræðislega kosningu. Sem er slæmt.

Ef það aftur á móti er ólýðræðisleg uppstilling eins og of margir gera, þá er sjálfsagt mál að taka hlutföll kynjanna með enda er ekkert lýðræðislegt við það fyrirkomulag hvort eð er.

En hvernig sem hlutföll kynjanna verður á þingi á hverju kjörtímabili sem er, finndist mér eðlilegast að kynjahlutföll í nefndum endurspeglaði það hlutfall kynja á viðkomandi þingi.

En auðvitað væri bara best að hafa þær manneskjur í nefndum sem hefðu mest og best til málanna að leggja þar óháð því hvaða kyn það er, en ég tel það ólíklegasta í framkvæmd.

2 Likes

Auðvitað er best að hafa hópinn sem fjölbreyttastan að flestu leyti, en það getur verið vandasamt að ákveða hvar á að stoppa. Jafnvel þótt við gefum okkur að best sé t.d. að hafa hlutfall karla og kvenna sem jafnast, sem það er, þá er spurning hvar fólk sem hefur aðra kynvitund lendir. En burtséð frá þessu öllu og þótt við sættum okkur við að hafa hefðbundna kynjakvóta, þá standa engin vitræn rök eftir fyrir því að hafa lágmark kvenna en ekki karla.

Mig langar að ræða orðið þingsköp. Það er ekkert ógeðfellt við það orð. Fundarsköp, þingsköp -í þessum tilfellum báðum er merking skapa, reglur.
Hvorugskynsorðið sköp hefur fleiri en eina merkingu eins og mörg fleiri orð í íslensku.
Fyrsta merkingin er örlög, sbr. skapanornir úr norrænni goðafræði.
Önnur merking er sem sé reglur -eins og notkunin í fundarsköp og þingsköp.
Þriðja merkingin er kynfæri.

Og hvað í fjandanum er ógeðfellt við kynfæri???
Mér finnst þingsköp og fundarsköp yndisleg orð. Ég er mikill íslenskunörd, vil lifandi og litríkt málfar, þoli ekki stofnanamál og vil halda í gamalt og skemmtilegt orðfæri. Það skiptir sköpum!!!
Lífið væri einfaldlega miklu leiðinlegra ef við töluðum um fundarreglur og þingreglur. Fokk it segi ég. Þingsköp blíva. Og við konur eigum að vera stoltar af þessu fallega orði yfir okkar einstöku kynfæri. Og hana fokking nú.

2 Likes

Eru ekki kynfæri karla líka sköp? Við fáum allavega skapahár held ég. :slight_smile:

Uhhh nei. Þið fáið kynfærahár. Þið eruð ekki með sköp. Þið eruð með tippi, eistu, lim, pung og allskonar annað. Ekki taka frá okkur þetta fallega orð.
ÞIÐ HAFIÐ EYTT ÞÚSUNDU ÁRUM Í AÐ TAKA FRÁ OKKUR ALLT!!
:slight_smile:

3 Likes

Við karlar lánum bara rakvélarnar okkar, tökum engin hár nema okkar eigin hahaha. En sköp merkja jú örlög. Enginn má sköpum renna, nema Sigriður á Boðnamiði, sem sagðist hafa rennt sér niður handrið haha. Enginn getur flúið örlög sín, ekki heldur þing. Þingsköp er flott orð.

Þegar ég stakk upp á því að hlutföll kynja í nefndum væru í takt við hlutföll kynja á þingi var ég að hugsa um að bæði hafa það svo að hlutfall einhvers kyns í nefndum væri í takt við hlutfall þess sama kyns með sæti á Alþingi. Það er náttúrulega rugl að taka eitthvað kyn fram yfir annað, svona orðalag gerir það ekki og er sanngjarnara finnst mér. Af því að umrætt kyn er konur (ég kæmi með nákvæmlega sömu rök ef það væru ekki konur) þá finndist mér óréttlátt ef að konur væru í 10% þingsæta en ættu samt að vera í 40% nefnda. Eða ef konur væru í 80% þingsæta en þá bara í 40% nefnda. Seinna dæmið væri ólíklegt að raungerast ef að konur væru í raun með 80% þingsæta, en ég vona að þú fattir hvað ég er að fara.

En það er líka ástæða að ég orðaði þetta svona upphaflega, nefndi ekki konur né karla því verið var að tala einnig um þá sem skilgreina sig utan þeirra kynja. Þótt ég persónulega skilji ekki alveg önnur kyn en þessi tvö “venjulegu” þá er það samt komið í skilning samfélagsins og með því að orða þetta svona út frá kynjahlutfalli en ekki einhverju sérstöku kyni þá sitja öll kyn við sama borð.

Ef 2% þingmanna væru þá skilgreint sem annað kyn en karl eða kona, þá ætti það kyn strax rétt á sama hlutfalli í nefndarsetu. Engin kona nefnd, engin karl, ekkert ákveðið nema bara “hlutfall kyns með þingsæti”.

En hvað varðar orðið þingsköp… þetta er bara orð og þýðir allt annað en bara orðið sköp. Sköp er ekkert ljótt orð, druslugangan finnst mér t.d. hálf ógeðslegt (orðið sjálft) en fullt af fólki finnst ekkert að því. Það er fullt af svona rugli í okkar máli þar sem partur af orði tekið út úr því (úr samhengi) að þá þýðir það eitthvað allt annað. Það er t.d. engin vél í stígvélum og hvað með orð eins og öfuguggi, það er heiti yfir bæði pervert og verkfæri. Þetta skiptir engu máli nema að tilgangurinn sé að fara að laga íslenskt mál að einhverju sem skiptir samt nákvæmlega engu máli.

2 Likes

það er bara eitthvað við notkunina á þessu orði inni á þingi sem fær mig til að “cringe-a” - ekkert ógeðslegt við kynfæri en ég efa að þetta hafi verið ákveðið á sínum tíma sem virðing fyri kynfæri - og eflaust bara alls ekki með tengingu við sköp eða skapabarma - en fyrir mig persónulega þá er bara eitthvað við þetta sem truflar mig :slight_smile:

1 Like

þetta er mjög góð tillaga að orðalagi

1 Like