Breytingar á aðgangsskilyrðum í háskóla

Frumvarp um breytingu á lögum um háskóla 63/2006 er nú komið til allsherjar- og menntamálanefndar og er verið að óska eftir tillögum að umsagnaraðilum.

Í fljótu bragði sé ég enga meinbugi á þessari breytingu en langar endilega að fá sjónarmið frá sem flestum Pírötum - bæði varðandi innihald breytingarinnar og hvaða umsagnaraðili þið teljið nauðsynlegt að nefndin tali við

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=536

Um frumvarpið:

“Lögð er til breyting á aðgangsskilyrðum í háskóla þannig að í staðinn fyrir að nemendur skuli fyrst og fremst hafa lokið stúdentsprófi kemur nýtt skilyrði um að nemendur skuli hafa staðist lokapróf frá framhaldsskóla á þriðja hæfniþrepi. Með þessari breytingu ættu aðgangsskilyrði að háskóla að vera í samræmi við hæfni, færni og þekkingu nemenda en ekki vera hindrun fyrir þá sem hafa staðist annað lokapróf á þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla að hefja nám á háskólastigi.”

2 Likes

Skil ég þetta rétt að þarna er verið að opna upp á möguleika að fara úr iðnnámi beint í háskólanám? Ef svo er, þá er það af hinu góða og myndi leiða til þess að fleiri velji sér þann valkost að bæta háskólanámi ofan á iðnnám án þess að þurfa að fara í gegnum frekar dýrar “háskólabrautir”.

Eins tel ég mikilvægt að þetta gildi líka um nám á þriðja hæfnisþrepi erlendis frá. Ein dóttir mín lenti í því að þrátt fyrir að hafa klárað high school og meira en eitt ár í háskóla í USA þá vildu þeir helst senda hana í stúdentsnám áður en hún fengi að byrja á háskólanámi.

3 Likes

Mér finnst það góð breyting að hafa þriðja stigs hæfni framhaldsskóla þar sem fólk úr starfsnámi og nám með lögverndað starfsheiti sbr úr iðngreinum sé veitt aðgengi að háskólanámi

Það sem mér finnst síðra sem kemur fram í 5.gr um samráð er að enn er fatlað folk að mæta sléttu aðgengi að námi og ennþá skilyrt við að fara á serbrautir þá sér í lagi fólk með þroskahömlun án þess að það hafi verið svo mikið sem reynt að auka aðgengi að námi

2 Likes

Við fyrstu sýn er þetta afar jákvæð breyting. Myndi skapa hvetja fólk í iðnnám til jafns við stúdentspróf.

1 Like

Bara gott mál. Fyrir ungt fólk, haghreifanleika, og hagkerfið í heild sinni. :slight_smile:

1 Like