Pírataþing á vefnum, 13. febrúar 2021
Umræða í “vesturherbergi” - Byggðastefna og sveitarfélög
Umræðupunktar:
- Sveitarfélögum séu tryggðir tekjustofnar til að standa undir þeirra verkefnum og sjálfræði þeirra sé eflt til þess að tryggja getu þeirra til að sinna þeim verkefnum
- Forgangsröðun verkefna sé í höndum nærsamfélagsins - hlutverk ríkisins sé að fjármagna þá forgangsröðun - sú forgangsröðun sé gegnsæ og sýnileg við umræður á þingi og í samfélaginu
- Dreifing ríkistekna með borgaralaunum eflir möguleika til frjálsrar búsetu (segja kannski efla möguleika til frjálsrar búsetu, t.d. með borgaralaunum?)+
- Sveitarfélög fái fleiri verkefni svo sem heilbrigðisþjónustu, menntun og samgöngur og fái hlutfall af skatttekjum til að fjármagna það
- Ríkið veiti gagnsæja hvata- og nýsköpunarstyrki en skipti sér annars ekki af atvinnulífinu
- Inngrip atvinnulífs í velferðar- og heilbrigðisþjónustu séu alltaf háð samþykki nærsamfélagsins
- Ekki detta í loforðaflaum við ætlum ekki að redda öllu, við erum að efla fólk til að laga hlutina sjálft
- Heildræn nálgun í sveitarstjórnarmálum, minni síló í sveitarfélögum.- hugsa líka um opnunartíma þjónustu þegar verið er að skoða umferðina
- Landið verði eitt kjördæmi, enda eigi þingið bara að taka ákvarðanir um sameiginlega hagsmuni landsins, en vald og ábyrgð yfir nær-ákvörðunum sé færð til milli-stjórnsýslustigs, sveitarfélaga eða minni eininga
- Styrkjum sveitarfélög með því að gera fólki kleift að búa þar
- Innviðir séu sterkir í öllum sveitarfélögum - möguleikar fólks til frjálsrar búsetu séu efldir
- Stofna ætti millistjórnsýslustig sem geri sveitarfélögum kleyft að vinna saman að verkefnum, þessu millistjórnsýslustigi sé falin ábyrgð og tekjustofnar í samræmi við þau verkefni
- Íbúakosningar ættu að vera bindandi - eða það ætti að vera möguleiki á að þær verði ráðgefandi áfram
- Taka skýra afstöðu gegn þvinguðum sameiningum sveitarfélaga
- Kanna þá hvata sem eru til staðar fyrir sveitarfélög til að sameinast eða ekki, svosem byggðakvótar
- Sveitarfélög fái hlutdeild í virðisaukaskatti og fjármagnstekjuskatti sem verður til á svæðinu
- Samþætta byggðastefnu kröfu um uppboð á veiðiheimildum, þar sem hluti innkomu af uppboðum renni til sveitarfélaga, svo þau geti byggt sig upp á eigin forsendum.
- Skoða það sem vel og illa hefur gengið við sameiningu sveitarfélaga og forsendur þeirra, nauðarsameining, t.d. með byggðakvóta.
- Punktur frá Magnúsi D. Norðdahl: Eitt af þeim atriðum sem Píratar þurfa að taka afstöðu til er hvernig reka megi byggðastefnu sem tekur mið af sjónarmiðum um fæðuöryggi þjóðarinnar. Þróun mála í veröldinni síðastliðið ár með hliðsjón af kórónuveirufaraldri hefur vekið upp áleitnar spurningar í þessu samhengi þegar samgöngur á milli heimshluta hafa lamast að miklu leyti. Ráðast þarf í greiningarvinnu hvernig best megi ná því markmiði að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og hvernig fjármunum verði best varið í því samhengi og þá að teknu tilliti til samgöngu- og orkumála, aðgengi að þjónustu á landsbyggðinni og réttarins til frjálsrar búsetu.
- Almenningur á ekki fulltrúa kosinn í þjóðlendur, gegn stefnu Pírata. Spurning um að mynda sveitarfélög yfir þær.
- Byggðamál eru líka kerfismál. Skólar þurfa að vera til staðar, leikskólar þurfa að vera til staðar.
- Varðandi millistjórnsýslustig, þarf ekki að vera formlegt. Styðja meira sameiginlega vinnu.
- Gera jöfnunarsjóð sveitarfélaganna gagnsærri
- Þvingun á sameiningu gengur gegn grunnstefnu Pírata. Millistjórnsýslustig myndi leysa málið. Losna við ógegnsæ byggðasamlög.
- Stefnan á ekki að byggja á stórfjárfestingu, eins og virkjun o.þ.h. Tryggja flutningskerfi raforku og jafn raforkuverð á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Bæta netaðgang til að efla nýsköpun og búsetufrelsi.
- Íbúakosningar mega vera ráðgefandi, en þröskuldur fyrir kröfu um kosningu þarf að lækka.