Byggðastefna Pírata

Ég hef lengi velt fyrir mér hvaða byggðastefnu Píratar gætu verið með. Þá hefur maður stundum spáð í því hver séu markmið með byggðastefnu, kannski bara að fólki geti liðið vel þar sem það er eða vill vera, án áreytis, með full réttindi og velferð, auk þess að vera frjáls til að breyta til eftir hentugleikum, hafa áhrif á eigið líf og að reglur hins opinbera takmarki ekki frelsi þess til að breyta um búsetu (nema kannski fanga).

Út frá grunnstefnu Pírata mætti áætla að eftirfarandi gætu verið markmið með byggðastefnu:

  1. Að auka sjálfsákvörðunarrétt og byggja undir réttindi og valfrelsi einstaklinga.
  2. Að efla samfélagsleg innviði og velferðarþjónustu fyrir íbúa óháð staðsetningu.
  3. Að stuðla að jafnræði með gangsærri stjórnsýslu og lýðræðislegri þátttöku íbúa.
  4. Að draga úr miðstýringu valds með eflingu sveitarstjórnastigsins og íbúalýðræði.

Hægt er að setja kjöt á beinin og útvíkka þessi atriði með hugmyndum úr öðrum samþykktum stefnum Pírata:

  1. Að auka einstaklingsbundin réttindi, byggja undir réttindi og valfrelsi fólks með skilyrðislausri grunnframfærslu sem veitir fjárhagslegt öryggi á þann hátt að landsbúar geti virkjað sjálfsákvörðunarrétt sinn og valið sér framtíð við hæfi, þar með talið staðsetningu og tegund búsetu.

  2. Að efla samfélagsleg innviði og velferðarþjónustu fyrir fólk óháð staðsetningu á Íslandi, með áframhaldandi uppbyggingu á byggðakjörnum ásamt velferðarinnviðum sem tryggja aðgengi allra landsbúa að félagslegri þjónustu, heilbrigðisþjónustu, menntaúrræðum og öryggisþjónustu í nærumhverfi.

  3. Að stuðla að gagnsæi, jafnræði og lýðræðislegri þátttöku með því að einfalda stjórnsýslu og einskorða afskipti hins opinbera af atvinnuvegum við gagnsætt styrkjakerfi sem einstaklingar, félög og fyrirtæki geta sótt í til atvinnusköpunar, nýsköpunar og þróunarstarfa.

  4. Að draga úr miðstýringu valds með eflingu sveitarstjórnastigsins og íbúalýðræðis, t.d. að færa framkvæmdavald og opinbert fé að mestu frá ráðherrum og ráðuneytum til sveitastjórna. Ásamt því skal fjölga tekjustofnum fyrir sveitarfélög og íbúa þeirra, t.d. með því að sem flest opinber gjöld og skattar renni beint til sveitafélaga og að öll lagasetning stuðli nýliðun og valdeflingu sveitarfélaga
    (Áætlanagerð, löggjafavald og dómsvald, eftirlit og skattheimta verða áfram miðlæg ásamt utanríkismálum.)

Síðan mætti bæta við línu með nokkrum öðrum kjarnaviðhorfum sem Píratar hafa tileinkað sér:
5. Að lög og reglugerðir stuðli ætíð að réttlátri stjórnsýslu fyrir alla íbúa, sjálfbærni, náttúruvernd, dýravelferð og eflingu skapandi greina.

Voilá. Hér er komin hugmynd að byggðastefnu Pírata.

4 Likes

Þetta er nú býsna nálægt því að vera tilbúið í kosningakerfið bara, styð þetta!

2 Likes

Þetta er flott víð byggðastefna. Ég myndi vilja “fjölga tekjustofnum sveitafélaga” það er hægt að segja að hluti af því að auka vald væri að fjölga tekjustofnum því að fjármagn er vald en ég held að mikið af fólki gerir ekki þá tengingu strax.

Mikið af “vald eflandi” verkefnum hafa falist í því að flytja ábyrgð á sveitarfélög með litlu fjármagni sem að ríkisvaldið alfarið stjórnar.

Annars eins og ég segi, flott og víð byggðarstefna :slight_smile:

2 Likes

Þetta er sérdeilis góð stefna!

1 Like

Ég breytti orðalagi þannig að tekjustofnarnir eru inni núna.

Sjá einnig umræður vinnuhóps um byggðamál og valdeflingu nærsamfélaga hér á spjallinu.