Covid bóluefni - stefnumótun varðandi frelsi og/eða þvinganir í garð bólusetninga

Ókei spurning sem væri gott að píratar væru búnir að spá í þegar eða ef að þessu kemur, og þetta verður sjúklega samfélagslega polariserandi mál.

Ef og/eða þegar það kemur Covid bóluefni hver á stefnan að vera um þvingaðar bólusetningar? Mig grunar að þetta verði umræða sem mun splitta flokkinn niður í herðar og bjóðum upp á hatramanlegar deilur. Er séns að reyna að finna góða stefnu áður en tilfinnindahitinn er kominn í suðumark hjá fullt af fólki? Er þetta ekki dáldið aðkallandi á góða og level headed samvinnu að stefnumótun. Væri gott veganesti og gjöf til okkur sjalf í framtíðinni.

3 Likes

Ég hugsa að ég gæti aldrei verið fylgjandi þvingunum til bólusetninga út af prinsippum, eiginlega bara öllum prinsippunum. Hins vegar mætti beita alls konar jákvæðum hvötum, ef það verður vandamál að bólusetja fólk.

2 Likes

Ég get ekki hugsað mér að styðja þvingaðar bólusetningar. Það verður að leysa vandann með fræðslu um vísindalega aðferð.

En einnig tel ég vandann verulega ofmetinn. Það hneykslar samfélagið upp úr skónum þegar það fréttist af einhverjum sem hafnar bólusetningum, nákvæmlega vegna þess að yfirþyrmandi stærsti hluti samfélagsins álítur bólusetningar ekki bara betri en sjúkdómarnir sem þær fyrirbyggja, heldur mjög augljóslega svo.

Nú, þó er það auðvitað vandamál að fólk hafni bólusetningum, af sömu ástæðu og að það er vandamál að fólk hafni heilbrigðisvísindum almennt. En lausnin við því er bara ein: aukin vísindamenntun. Það er reyndar sífellt verið að kalla eftir því að þetta og hitt sé kennt í grunnskólum, og alltaf gleymist að þá þarf að fórna einhverju öðru, en í alvöru, vísindaleg aðferð ætti bara að vera jafn sjálfsögð og að lesa.

Vísindaleg aðferð er sú eina sem hefur verið fundin upp til að stunda hlutlausa þekkingarleit og það er í rauninni alveg pínu galið hvernig hún er álitin einhver fylgifiskur samfélagsins. Hún er undirstaða þess. Við getum í alvörunni talað, og ég er ekki að ýkja, byrjað að búa aftur í moldarkofum ef við ætlum ekki að tileinka okkur vísindalega aðferð, hún er það beisik. Hún er mikilvægari en saga, félagsfræði, vissulega mikilvægari en íþróttir og jafnvel stærðfræði (sem er reyndar ein af grunnstoðum vísindanna, en þú’st, samt). Það er ekkert nútímasamfélag yfirhöfuð án vísindalegrar aðferðar sem algera grunn- og frumforsendu þess.

Sorrí með langlokuna en ég verð alltaf pínu pirraður þegar ég asnast til að pæla í þessu. Það er galið hvernig vísindaleg aðferð er álitin eitthvað aukaatriði í samfélaginu.

Það er borðliggjandi staðreynd að bólusetningar virka til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og jafnvel útrýma þeim. Það er absúrd að það þurfi eitthvað að rífast um það, og sú staðreynd að þess þurfi, er bein sönnun þess að við erum að klúðra vísindakennslu næstum því 100%. Við gætum alveg eins verið að rífast um þróunarkenninguna. Þetta er galið.

Þannig að nei, ég myndi ekki vera fylgjandi þvingunum til bólusetninga. Hinsvegar má alveg þvinga fólk til grunnskólamenntunar, og kenna í henni það sem við þurfum til að halda þessu samfélagi gangandi.

2 Likes

Mér sýnist það fara eftir R-tölunni. Á ensku Vikipedíu stendur (https://en.wikipedia.org/wiki/COVID-19_pandemic):

Initial estimates of the basic reproduction number (R0) for COVID-19 in January were between 1.4 and 2.5,[358] but a subsequent analysis has concluded that it may be about 5.7 (with a 95 percent confidence interval of 3.8 to 8.9).[359] R0 can vary across populations and is not to be confused with the effective reproduction number (commonly just called R), which takes into account effects such as social distancing and herd immunity. As of mid-May 2020, the effective R is close to or below 1.0 in many countries, meaning the spread of the disease in these areas is stable or decreasing.[360]

Væri R0-talan 8.9, þá skyldi ónæmir menn verða fleiri en 89% þjóðarinnar (1 - 1/R0); 5.7, 82%; 3.8, 74%. Myndi það vera auðvelt að ná 90% hjarðónæmi á Íslandi án þvingunar? (Eða 80% eða 75%, það fer eftir R-tölunni). Ef vantaði nógt hjarðónæmi, þyrfti þess að halda sóttkvíarreglum fyrir heimilismenn sjúklinga, eða tveggja metra reglunni eða…

Ég held að þú sért að vanmeta tvo þætti hérna. Fyrsta hvað þetta á eftir að vera pólitískt mál og þal koma í veg fyrir rökuhugsun vegna liða hliðhollustu eða hjarðhugsun og falsupplýsimgum en einnig hvernig að bóluefni hafa oft á tíðum slæmar auka-afleiðingar fyrir örfáa og eða jafnvel algengar aukaverkanir sem eru þó heildrænt mun betri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir samfélagið. Þá er fólk kannski hliðhollir bólusetningu en vill ekki taka sénsinn sjálft ef það sèr sér farborða í því að coasta á framlagi annarra til hjarðónæmisins. Það er þá dæmigert game theory vandamál sem er yfirleitt undirrót flestr alvarlegra leysnlegra en þó ekki vandamála manneskjunnar.

Að öðru leyti er ég samt sammála afstöðu þinni. Ég held að fordæmið til að skilja fólk til að setja eitthvað í líkama sinn sé eitthvað til að forðast í ystu æsar því það mun þá ekki líða á löngu að það valdi þeim hryllingi sem það getur.

1 Like

Þetta sýnir samt einmitt hvað R er samfélagsleg og getur hæglega gengið til baka þegar fólk fer að slaka á með hegðun eða aðgerðum sem að einhverju leyti gerist með change fatigue. Svo er það líka þannig að það smit koma aftur og aftur og á meðan R er svona bouncy of ólíkt milli staða.

1 Like

Þetta verður ekki meira pólitískt mál en árleg flensubólusetning eða hefðbundin bólusetning gegn hvimleiðustu umgangspestum eins og þær hafa verið tíðkaðar undanfarið. Hugsa að það verði jafnvel mikil eftirspurn eftir þessari.

1 Like

Já, en það hefur nefnilega verið að verða pólitískara upp á síðkastið. :wink:

Hygg að þetta séu alveg faktorar, en það er allt í lagi að einn og einn fari ekki í bólusetningu. Vandinn kemur inn þegar það er svo stór hópur að sjúkdómar sem eru nánast útdauðir fara aftur að kræla á sér. Sumir eru viðkvæmir fyrir stungum og sprautum almennt, en það er ekki smitandi hugmynd heldur frekar fóbía sem ein og ein sál þjáist af. Fólk sem ætlar sér að coast-a á hjarðónæmi sýnir þó nægan metnað fyrir því að skilja málefnið til að taka við upplýsingum, fyrir utan að ég held að það sé mjög lítill hópur.

Hvað varðar hliðhollustu og hjarðhegðun, þá skil ég vandamálið, en er bara logandi hræddur við að það verði viðtekin venja að knýja fram breytingar með tilfinningakúgun og andlegu ofbeldi frekar en skynsemi og rökhyggju. Ef tilfinningakúgunin og andlega ofbeldið sem einkennir pólitíska umræðu á að vera leiðin frekar en skynsemi og rökhyggja vegna þess að hið síðarnefnda virkar ekki, getum við ekki bara sleppt þessu og útkljáð þetta með vopnavaldi? Og ef ekki, hvers vegna ekki? Bara af taktískum ástæðum?

Það er í mínum huga einhvers konar grundvallaratriði að hafa trú á því að skynsemi og rökhyggja geti sigrað. Hún krefst þess að umræðan sé nógu málefnaleg, og að fólk virði málefnalegheit umfram flott slógan, en hún virkar samt alveg. Fólk skiptir alveg um skoðanir. Yfirvegaðar og málefnalegar umræður um hluti sem skiptir fólk verulegu máli er hinsvegar undantekningin, ekki reglan. Þess vegna er ég mjög efins um algengar fullyrðingar um að þær virki ekki. Það er sjaldnast prófað yfirhöfuð. Fólk er ekkert sérstaklega málefnalegt eða yfirvegað þegar kemur að efni sem skiptir það persónulega máli, nema það einsetji sér meðvitað að vera það.