Drög að umhverfis- og skipulags-, og samgöngustefnu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar - athugasemdir?

Nú er stefnumótun í fullu blasti og við erum í óðaönn að útbúa stefnur vegna sveitarstjórnarkosninga.

Þrjár stefnur eru tilbúnar í drögum. Tvær þeirra (velferðar- og barnastefna) hafa verið í umsagnarferli í dágóðan tíma, nú á að hnýta síðustu hnútana.

Ég vil minna á umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnuna sérstaklega. Hér er hægt að skila athugasemdum: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfrHZ5v69I9QplRAByohl3bw8iK4qC7JaESI7imzKF0cwX5Pg/viewform

Svo verður farið í gegnum þær á fundi á fimmtudag kl. 17.30 í Tortuga og líka í fjarfundi. Öll velkomin til að taka þátt og fylgja eftir athugasemdunum.

Hæ hæ þetta er frábær stefna og vonandi betra seint en aldrei að koma með ábendingar :slight_smile: Ég sendi inn nokkra mikilvæga punkta rétt í þessu í gegnum Google forms ábendingarkerfið fyrir stefnuna. Punktarnir varða græn svæði, endurvinnslu, strætó og lýðræðisferla varðandi græn svæði.