Trúlega er fátt vænlegra til að bæta velsæld okkar en árangur í nýsköpun, helst grænni. Þurfum að hafa þetta með í efnahagsstefnunni.
Hæhæ… ég við bæta aðeins við hér… ég efast um að það hafi fækkað starfsfólki í verslunum mikið við að koma upp sjálfsafgreiðslu, því að það er búin að vera langvarandi þróun þar sem að leitast hefur verið að spara kostnað fyrirtækja til að hámarka gróða. Það hefur orðið til þess að flestar verslanir hafa ekki verið “fully staffed” í langann tíma.
Það voru hvort eð er annar hvor afgreiðslukassi tómur, nema biðröðin við hvern kassa var farinn yfir 5 manns… þá var einhver kallaður af lagernum.
Þekki til verslunar hér í bænum hjá mér þar sem að starfsfólk telur þurfa að nánast hafa tvöfaldann fjölda starfsfólks til þess að það séu nægir starfsmenn til að sinna öllum þeim verkefnum sem þau eiga að sinna “OG” geta almennilega mannað kassa.
Þannig að oft eru þau að vinna eftir lokun að klára þetta og hitt, eða þau eru bara að sinna verkefnum með slíkum hraði að það veit að þau eru illa unnin.
Og það er búið að vera svoleiðis verulega lengi.
Vildi vekja athygli á því að fundirnir verða á þriðjudögum kl. 20 og á fimmtudögum kl. 14 til 30.03.2021.
Næsti fundur verður því á morgun þriðjudag 16.03.2021 kl. 20.
Sjáumst hress,
Ingimar
p.s. sjá Gagnaskjalið hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1lGvV5n-QP0eLxNmSOhJF8PY2w2zbMjYrPgxMl8N0iQ0 sem inniheldur linka í öll gögn verkefnisins okkar
Takk fyrir góðan fund í gær. Þetta er stór málaflokkur og tímafrekur. Eins og ég upplifi flokkinn okkar þá viljum við ræða okkur niður á sameiginlega niðurstöðu með rökræðu og “gagnrýnni hugsun”. Við nálgumst öll efnahagsmál með mismunandi hætti út frá mismunandi sjónarhornum. Þetta getur því verið flókið ferli og ágætt að byrja snemma á því.
Ég stýrði fundinum í gær og Halldór ritaði fundinn.
Okkur miðar samt áfram. Í gær var fundurinn lagður undir umræður um meginmarkmið okkar og hvaða leiðir/lausnir við höfum til að ná þeim (sjá yfirlit hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1f1aRhm0hnq9VQEciL0lJXZ2DSjWX4qztlm1bLbOeOXc). Fundarmenn ætla að halda áfram að vinna með megin markmiðin og leiðir á milli funda.
Næsti fundur er á morgun kl. 14 - 15:30 og er sá fundur hugsaður í að ræða og gera drög að “Kosningatexta”. Óskað hefur verið eftir því að drög að kosningatexta sem við skilum sé ekki lengri en 300 orð.
Björn Leví tók að sér að koma með fyrstu drög af kosningatexta sem byggir á þeirri umræðu sem þegar hefur farið fram. Sjálfum finnst mér mjög skynsamlegt að Björn Leví og Halldóra séu áberandi í þessari vinnu með vísan til stöðu þeirra og góðrar útkomu í nýafstöðnu prófkjöri.
Ég vann aðeins meira með eitt meginmarkmiðið sem við ræddum “Skilvirkari rekstur hins opinbera”. Þó það sé ekki endilega neitt mjög söluvænt markmið þá leynir það á sér. Það tengja mjög margir við sóun í opinbera geiranum. Margir sem þekkja þessa sóun í eigin skinni, hafa hneykslast en geta lítið aðhafst. Ég held að það sé gríðarlegt tækifæri þarna fólgið í að benda á skynsamar lausnir í opinberum rekstri. Þessi mýta að fjórflokkurinn sé einum treystandi fyrir fjármálum þarf að eyða, enda er það augljóst í dag að sóunin hefur aldrei verið meiri. Ég hef mjög mikla reynslu í opinberum rekstri og legg til nokkrar leiðir sem tengjast beint stefnu Pírata og eru bæði trúverðugar og líklega vinsælar (Aukið gagnsæi og Aukið lýðræði í fyrirtækjarekstri). Endilega gerið athugasemdir:
Spurning að vinna sambærileg skjöl fyrir önnur meginmarkmið okkar.
Annars sjúmst á morgun kl. 14- 15:30. Fundurinn verður á sama stað eða hér: https://fundir.piratar.is/efnahagsmal
Þetta er áhugavert efni:
Hér er þátturinn
Ég myndi vilja sjá okkur vinna þessa stefnu í anda Doughnut Economy:
"If the 21st century goal is to meet the needs of all people within the means of the living planet - in other words, get into the Doughnut - then how can humanity get there? Not with last century’s economic thinking.
Doughnut Economics proposes an economic mindset that’s fit for the 21st century context and challenges. It’s not a set of policies and institutions, but rather a way of thinking that brings about the regenerative and distributive dynamics that this century calls for. Drawing on insights from diverse schools of economic thought - including ecological, feminist, institutional, behavioural and complexity economics - it sets out seven ways to think like a 21st century economist in order to bring the world’s economies into the safe and just space for humanity.
The starting point of Doughnut Economics is to change the goal from endless GDP growth to thriving in the Doughnut. At the same time, begin economic analysis by seeing the big picture and recognising that the economy is embedded within, and dependent upon, society and the living world. Doughnut Economics recognises that human behaviour can be nurtured to be cooperative and caring, just as it can be competitive and individualistic. It also recognises that economies, societies, and the rest of the living world, are complex, interdependent systems that are best understood through the lens of systems thinking. And it calls for turning today’s degenerative economies into regenerative ones, and divisive economies into far more distributive ones. Lastly, Doughnut Economics recognises that growth is a healthy phase of life but nothing grows forever and things that succeed do so by growing until it is time to grow up and thrive instead."
Eitt af því mikilvægasta sem Kate Raworth talar um er “Aim to thrive rather than to grow. Don’t let growth become a goal in itself.” Þessvegna má að mínu mati “stækkum kökuna” aldrei vera markmið.
Markmið kosningastefnu um efnahagsmál
Markmið 300 orða kosningastefnu Pírata um efnahagsmál hlýtur að vera að greina í stuttu máli frá kjarna efnahagsstefnu flokksins til að kjósendur geti gert upp við sig hvort þeir telja stefnu flokksins, góða, trúverðuga og ekki síst sé í hag.
Óskandi væri að við hefðum vandaða efnahagsstefnu sem mætti ganga út frá en svo er ekki. Núverandi efnahagsstefna Pírata ber þess merki að þegar hún var mótuð þraut fólk erindi og stytti sér leið og sneiddi hjá veigamiklum atriðum sem efnahagsstefna stjórnmálaflokks þarf að taki til.
Þegar við reynum að móta almenna efnahagsstefnu þá kemur vel í ljós hvað hugmyndir okkar um það eru misjafnar þó að við séum sammála um viss grunngildi.
Við getum hugsanlega mótað okkur efnahagsstefnu að þessu sinni, en til þess þarf að því er virðist all nokkra vinnu. Ef til vill ættum við að láta nægja að byrja á að koma frá okkur stuttri kosningastefnu og sjá svo til hvort okkur endist úthald til að ljúka gerð almennrar efnahagsstefnu.
Kosningastefnan verður að vera snjöll, framsýn, gagnleg fyrir sem flesta, gagnleg fyrir umhverfið, raunsæ og fleira mætti telja. Stefnuna þarf að orða þannig að kjósendur eigi auðvelt með að kynna sér hana, meðtaka hana lítist vel á hana fyrir sig og sína, sem og umhverfið.
Stefnan þarf að skilgreina megin markmið og leiðir að þeim í stuttu máli.
Megin markmiðin hljóta að vera bætt lífskjör og velferð sérstaklega fyrir þá sem mest þurfa á að halda. Skilgreina þarf helstu leiðir að þessum markmiðum og hvernig þau nást með grænum hætti.
Vandamálið er að það eru stórir hópar sem þrífast varla og alla vega ekki vel. Þessir hópar vilja hafa það betra og okkur finnt öllum mikilvægt að liðka til fyrir því og hjálpa til við það. Ef við gerum það þá stækkar kakan nema að við tökum af öðrum og það er viðkvæmt. Það getur verið sanngjarnt að taka af þeim ríkustu, en það þarf að taka svo mikið ef það á að duga fyrir þá sem vantar.
Og af því að við erum með um 20% minni þjóðarframleiðslu á mann en t.d. Danmörk og Svíþjóð og um 40% minna en Noregur, löndin sem við viljum bera okkur saman við, og af því að við erum “óhagkvæm eining” fá í stóru landi, þá þurfum við að stækka kökuna til að ná fram nægum lífskjarabótum fyrir þá sem mest þurfa á lífskjarabót að halda.
Góðu fréttirnar eru þær að það má gera með grænum hætti og þannig að þeir sem vantar verðug verkefni fái þau
Þetta er mjög rétt hjá honum. Fjárfestar í nýsköpun á Íslandi hafa því miður í gegnum árin ekki getað stutt frumkvöðlafyrirtæki nægilega vel í sínum vexti. Ég er að vinna i að taka saman nokkra punkta um hvað þarf að gera á þessu sviði og mun sharea þeim hér vonandi sem fyrst.
Það er nefnilega ekki nóg að segja “við styðjum við nýsköpun” - það þarf að taka raunverulega á þeim hlutum sem frumkvöðlar hafa verið að benda á í gegnum árin, en enginn hefur hlustað á.