Í drögum að meirihlutasamkomulagi Pírata í Reykjavík og Samgöngusáttmála er minnst á gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Þar þarf nefnilega að banna vinstribeygjur alfarið.
Miðflokkurinn og Vegagerðin hafa hins vegar brt myndir af mislægum gatnamótum þarna, sem teygja bílaumferð í Elliðaárdalinn. Það má aldrei raungerast, enda myndi það eyðileggja þennan mikilvæga hluta Elliðaárdalsins og göngu- og hjólastíginn sem tengir hann við Fossvogsdal.
Þessi framkvæmd er náttúrulega í samgöngusáttmálanum, svo hún þarf að fá að eiga sér stað. Við viljum auðvitað passa upp á að þetta troðist ekki inn í dalinn. Minn skilningur á málinu núna er amk. að útfærslan eigi ekki að gera það, en við fylgjumst með því áfram.
Vegagerðin virðist því miður hikandi við að banna einfaldlega vinstri beygjur. Brýnt er að sammælast um útfærslu sem gengur ekki á útivistarsvæði og stofnstíga í Fossvogs- og Elliðaárdal.
Smá leiðrétting, það var víst beðið um að gögnin færu í trúnaðarbók þangað til það verður haldin kynning á málinu fljótlega, svo þetta er ekki sýnilegt alveg strax.