Er eitthvað fólk hérna sem er ekki á Facebook yfirhöfuð?

Ég spyr því að ég hef ekki verið á Facebook núna í dágóðan tíma, síðan einhvern tíma í janúar eða febrúar ef ég man rétt, og líkar bara svo ljómandi vel við, að mögulega fer ég bara ekkert aftur á Facebook.

En þá er vandi minn sá að félagsstarfið á sér allt stað á Facebook. Við sem viljum ýmist ekki samþykkja dystópíska njósnaskilmála Facebooks, eða hreinlega kærum okkur ekki um allan pakkann sem það er að vera á samfélagsmiðli, verðum einhvern veginn bara utangátta.

Læt þetta duga í bili því ég veit ekki alveg hvort ég sé yfirhöfuð að tala við neinn hérna, en mig langar allavega óskaplega til að geta tekið þátt í umræðum án þess að vera á Facebook.

Mér þætti það ekki leiðinlegt ef einhver sem er á Facebook setti tengil í þessa fyrirspurn í tilheyrandi grúppur þar.

2 Likes

Ég bara vissi ekki af þessum vettvangi! Væri alveg sniðugt að nota þennan vettvang :blush:

2 Likes

Við skulum endilega lífga þetta við. Internetforumið er æðsta form mannlegra fjarskipta.

1 Like

Ég er alveg til í að nota spjall utan Facebook en er möguleiki að hafa það lokað, það er þannig að fólk þurfi að vera skráð inn til þess að sjá hvað fer hér fram?

2 Likes

Það er hægt að hafa mismunandi grúppur aðgengilegar mismunandi aðilum. Ef þú velur enga sérstaka tegund pósts sem þú sendir inn, þá er hann sýnilegur öllum, en ef þú setur hann t.d. í “Innra starf”, þá er hann bara aðgengilegur innskráðum.

Við erum að reyna að færa fólk yfir á Slack. Ég skal senda ykkur boð þangað

2 Likes

Ég held að Slack sé æði fyrir rauntímaspjall, en þessi vettvangur hefur þann ótvíræða kost að einungis meðlimir fá aðgang, og allir sem eru hérna, eru meðlimir. Það er vegna þess að maður loggar sig inn í gegnum kosningakerfið.

En endilega Slack líka!

3 Likes

Það sem væri geggjað, og mig langar að láta skoða, er hvort það sé ekki hægt að láta póstana hérna birtast sjálfkrafa á einhverri Facebook-síðu til að vekja athygli á því að umræður eigi sér stað hérna. Þannig getum við notað markaðsstöðu Facebooks til að ná athygli en samt verið með spjallið sjálft hérna.

5 Likes

hvað með frekar Squarespace tengingu og vera með feed á vefsíðu á nýja vefnum?

1 Like

Það væri sniðugt, en málið er að íslenska þjóðin er öll á Facebook, upp að slíku marki að við sem erum ekki þar, verðum mjög auðveldlega útundan bæði faglega og félagslega. Þannig þætti mér alveg flott að auglýsa spjallvettvanginn - hver sem hann er - á Facebook, en draga umræðurnar inn á hann frekar.

Það verða alltaf einhverjar umræður eftir á Facebook, en vandinn er svosem ekki að fólk ræði fólk á Facebook heldur að fólk ræðir hlutina bara á Facebook og ekki á spjallvettvöngum sem henta til skoðanaskipta.

1 Like