Er hægt að meina frambjóðenda að fá að vera á lista?

Hér er ég ekki endilega að tala um að eitthvað yfirvald innan flokksins hlutist í því hver fái að bjóða sig fram. Ég meina er einhver leið fyrir mig sem kjósenda í prófkjöri að greiða atkvæði á þann veg að það komi í veg fyrir að tiltekinn frambjóðandi fái að vera á lista? Ég veit að ég get kosið alla hina, þannig að þessi tiltekni frambjóðandi raðast neðst, en ef það eru fá í framboði þá fær hann samt (ef ég skil kosningakerfið rétt) að vera þarna neðarlega á lista. Er það eru td bara 4 í framboði þá fær sá sem er í síðasta sæti að vera í fjórða sæti, right?

Ástæðan fyrir að ég spyr er að í suðurkjördæmi eru eins og stendur 4 yfirlýst framboð og eitt þeirra er frá kauða sem heitir Axel Pétur Axelsson. Í þokkabót við að vera vitleysingur, anti-vaxer og karlremba, þá er Axel líka helfararafneitunarsinni. Það væri flokknum til háborinnar skammar ef Axel fær að taka sæti á lista, alveg sama hversu neðarlega hann væri. Raunar gæti það verið fullkomin katastrófía fyrir flokkinn að hann fái að vera á lista, því hann mun fara í fjölmiðla, hann mun kynna sig sem frambjóðanda Pírata og hann mun tala um skoðanir sínar á þungunarrofi, loftlagsbreytingum, bólusetningum og gyðingum.

Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu.

5 Likes

Velkominn í lýðræðið

Ef þú lest færsluna mína, þá sérðu að ég er einmitt ekki að andmæla lýðræðinu, heldur að biðja um fleiri valkosti sem kjósandi. Ég er að benda á galla í kosningakerfi flokksins (ef ég er ekki að misskilja hvernig þetta virkar). Lýðræði er einmitt ekki bara að maður þurfi að sætta sig við hvaða framboð sem er, lýðræði felur í sér réttinn til þess að hafna frambjóðanda.

5 Likes

Ég hugsa að það eina sem kerfið okkar býður upp á vilji maður alls ekki sjá einhvern kandídat á lista, sé að hvetja nógu marga aðra til að gefa kost á sér í kjördæminu og raða þeim ofar en viðkomandi svo hann endi ekki í bindandi sæti.

Hversu mörg þurfa að vera í framboði til þess að þetta sé hægt?

Nýjar reglur um prófkjör, sem nú eru í staðfestingarkosningu á x.piratar.is, segja að bindandi sæti í prófkjörum séu helmingur af fjölda þingsæta í kjördæminu. Kjörstjórn Pírata raðar í sæti neðar á lista með fjölbreytni og jafnrétti að leiðarljósi ásamt því að taka mið af úrslitum prófkjörsins. Kjörstjórn er heimilt að bæta öðrum sem ekki voru í prófkjöri á listann með samþykki þeirra sjálfra og í samráði við þau sem hlutu bindandi kjör á listann.

2 Likes

minnst sex, það eru fimm bindandi sæti.

1 Like

Jæja, við verðum þá að koma fleirum í framboð

1 Like

Á sama tíma og við erum með opnar dyr þá erum við ekki með konkret verkfæri til að fjarlægja fólk af lista sem hefur með opinberum hætti verið með skoðanir þvert á grunnstefnu okkar

Við getum vissulega búið þau til. I lögum og/eða prófkjörsreglum

Sjálf raða ég öllum frambjóðendum á lista og þeim neðst sem ég vil ekki að fái framgang þar sem þau eru að mínu mati ekki fulltrúar grunnstefnunnar.

Sú er þó oftast venjan að svo sé gert líkt og ég geri. Það er í raun árangursríkara að raða öllum frekar en sleppa að raða því þá eru þau sem ekki fara á lista í raun að ráðast öll í sama sæti. Það þá endilega leiðrétta mig ef ég er að fara með rangt mál hér.

5 Likes

Ef Axel Pétur endar á lista þá er ég persónulega bara farin úr flokknum og ég efa að ég sé sú eina. Það væri gífurlega vandræðalegt fyrir Pírata að hafa hann í framboði til Alþingis í nafni flokksins.

4 Likes

Ég vil einmitt gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir þetta. Ég sé að nú eru fimm komnir í framboð. Vantar bara einn í viðbót til þess að það sé hægt að ýta honum niður í sæti sem er ekki bindandi.

2 Likes

Deili þessum áhyggjum og vonandi bætast fleiri á listann.

1 Like

Ætli ég verði þá ekki bara að gera það sjálfur

8 Likes

Komnir 9 frambjóðendur í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað.

1 Like