Facebook-eitrið

Þessi grein eftir Þór Snæ finnst mér mjög góð:

Hún snertir hluti sem ég og örugglega fleiri hafa verið að pæla í, áhrif Facebook á umræðuna og hversu klikkað það er að íslensk samfélagsumræða sé meira og minna vistuð hjá erlendu stórfyrirtæki, á miðli sem er engan veginn hannaður fyrir samfélagsumræðu. Þetta grefur alveg klárlega undan innlenda ‘vistkerfinu’ og ég held að áhrif þess verði seint ofmæld. Bæði samfélagsleg og efnahagsleg.

Hvernig þetta þýðist yfir í stefnu er þó spurning - en í hugann koma mögulegar aðgerðir á borð við að fá Facebook til að axla aukna samfélagslega ábyrgð með því að greiða skatta hérlendis og/eða opna skrifstofu hér, fá opinbera aðila til að hætta að auglýsa á Facebook, og fjárfestingar í innlendum valkostum á borð við umræðukerfin sem Íbúar hafa þróað.

5 Likes