FB hópar og spjall.piratar.is

Nú hef ég ekki kannað þennan vettvang mjög vel m.t.t. stillinga en er möguleiki á því að vera með hóp hér sem gæti leyst innra starfs hópinn af og verið fyrir aðila í kjörnum stöðum og störfum fyrir félagið til þess að miðla upplýsingum á milli?

Er þörf á slíkum hóp yfir höfuð?
Ætti það bara að vera bundið við tölvupóstsamskipti?

3 Likes

já ég væri til að nýta þennan vettvang í það

1 Like

Eru þetta gögn sem mega vera opin fyrir almenningi?

Þá endilega láta á það reyna, því allt hér er “googlanlegt” og góðar upplýsingar hér gætu nýst mörgum sem eru að Googla.

1 Like

Það er einmitt málið. Upplýsingar varðna t.d. vinnu í innra starfi sem ætti kannski ekki í öllum tilfellum að vera hægt að finna á alnetinu. Það fylgja því kostir og gallar. Er að velta fyrir mér vettvang sem gæti tekið við lokuðum fb hóp.

Kannski getur @helgihg svarað því? Persónulega finnst mér þetta vera góður vettvangur en spurnig hvort að eitthvað sé hægt að takmarka aðgang eða hafa sérstakar grúppur?

2 Likes

Mér skilst á internetinu að þetta sé hægt, já. Ég ætla aðeins að skoða hvaða kostir séu í boði og skal láta vita hérna. :slight_smile:

2 Likes

Heh. Ég finn engan til að prófa þetta með mér akkúrat núna og þarf að rjúka, en lít aftur á þetta seinna í dag og reporta hingað.

3 Likes

@elinyr og @Oktavia, þetta er hægt. Ég fékk @viktorsmari til að fikta í þessu með mér og þá þarf bara að búa til „category“ og „group“ sem hefur aðgang að því „category“.

Látið mig bara vita í einkaskilaboðum hvað þið þurfið og ég skal stilla því þannig upp.

3 Likes

Bíddu, sem sagt sem dæmi FFP er Category og þau sem vilja taka þátt þar eru group og svo eru póstar?

Það er category fyrir pósta, og síðan grúppa sem heitir það sama. Síðan fær einungis grúppan aðgang að categoryinu. Þá geta einungis þeir sem eru í grúppunni séð pósta í categoryinu, póstað í hana og svo framvegis.

1 Like