Þann 13. júlí n.k., kl. 17:00 fer fram kynning á nýjum stefnum sem lagt er til að settar verði í vefkosningu. Um er að ræða stefnur sem unnar hafa verið samhliða undirbúningi kosningastefnuskrár og munu koma til að vera til grundvallar þeirri kosningastefnu sem Píratar kynna í komandi alþingiskosningum.
Í lögum Pírata er kveðið á um að kosningastefna skuli byggja á samþykktri stefnu félagsins og er því nauðsynlegt að Píratar setji sér nýja stefnu í nokkrum málaflokkum sem hingað til hefur ekki verið til heildstæð stefna um. Þær stefnur sem verða til umræðu á fundinum eru:
Stefna um fiskeldi (drög: https://office.piratar.is/index.php/s/jgETrni4bYSGzon)
Stefna um málefni útlendinga (drög: https://office.piratar.is/index.php/s/smjnwECYW9q4Tna)
Sjávarútvegsstefna (drög: https://office.piratar.is/index.php/s/rHKT95tw6tdomgr)
Stefna um málefni eldra fólks (drög: https://office.piratar.is/index.php/s/3N8Td6Sfrfqkxzm)
Stefna um baráttu gegn spillingu (drög: https://office.piratar.is/index.php/s/yrMXaFxPGmaL7aG)
Fundurinn fer fram á https://fundir.piratar.is/stefnumal
FB viðburður er hér: https://www.facebook.com/events/1966712833486718/
Á fundinum verður lagt til að stefnurnar fari í vefkosningu þar sem þær verði í viku í kynningu og að því loknu í viku í kosningu.