Sæl öll,
Langaði að opna smá þráð hérna fyrir félagsfundinn sem verður á morgun (7. desember). Ég hef undirbúið tvennar tillögur fyrir fundinn.
Sú fyrri er tillaga að nýjum 7. kafla um stjórnir, nefndir og ráð innan Pírata. Ég tók að mér á síðasta fundi að vinna áfram þær tillögur sem þegar lágu fyrir og stilla því upp hvernig þær gætu litið út sem heildstæð lagabreyting. Tillagan er nokkurn veginn fullmótuð en það á eftir að taka tillit til einstakra álitaefna, sérstaklega um það hvernig tekið verði mið af öðrum breytingum sem fyrirhugaðar eru á lögum Pírata. Þessi tillaga kallaði auðvitað á það að allar tilvísanir í framkvæmdaráð yrðu uppfærðar svo að úr varð nokkur bandormur. Tillagan er hér:
Síðari tillagan er um formann, varaformann og formannsnefnd
Um nokkurt skeið hafa verið í samráðskerfinu á YRPRI nokkrar mismunandi útfærslur á formannstillögunni. Ég tók þá sem hafði hlotið mestar vinsældir og útfærði frekar. Ég gerði minniháttar breytingar sem ég taldi nauðsynlegar formsins vegna. En svo eru talsverðar viðbætur sem voru nauðsynlegar til að skýra betur hlutverk, valdsvið, kosningu, tímabil, vantraust o.fl. Ég ritaði líka ítarlega og heildstæða greinargerð. Ég lít svo á að tillagan sé fullmótuð og vildi endilega leggja hana fram til umræðu. Ef fundargestir líta svo á að tillagan sé góð og rétt útfærsla á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram svo og því samráði sem hefur staðið yfir þætti mér rétt að við skoðuðum það að setja tillöguna í atkvæðagreiðslu.
Bæði skjölin eru með opið fyrir athugasemdir ef einhver vill undirbúa sig fyrir fundinn.