Félagsfundur um lagabreytingar

Sæl öll,

Afsakið hvað ég pósta seint, ég var að klára að skrifa þetta upp núna og fá Baldur til að lesa yfir rétt í þessu.

Bætt verða eftirfarandi ákvæði við lög Pírata í stefnumótunarkafla.
6. 14
Stefnumál Pírata munu reglulega fara í endurkosningu til að vera endurstaðfestar af félagsmönnum. Sé tillaga samþykkt aftur mun hún halda gildi, en sé hún felld telst hún fallin úr gildi. Endurkosið skal um öll stefnumál á tveggja ára fresti. Þegar þessi lög taka gildi veitist framkvæmdaráði sex mánaða frestur til að gera kosningakerfið reiðubúið. Ekki skulu fleiri en fimm eldri stefnur fara í endurkosningu í einu, en hefja skal kosningu um elstu stefnumál fyrst.

Greinargerð:
Þessi tillaga kom undir nafninu sólarlagsákvæði. Tímaramminn sem er gefin til að lög taki gildi snýr að því að hugsanlega muni þurfa að endurforrita kosningakerfið og það verður mjög líklega að mestu leyti unnið í sjálfboðavinnu og þyrfti góðan tímaramma.

https://yrpri.org/post/22512

  1. 15
    Haldin skulu Pírataþing tvisvar á ári um stefnumál. Ábyrgð á Pírataþingum skal flakka á milli aðildarfélaga og skulu stjórnir þeirra annast skipulagningu á þeim. Sé ósætti milli aðildarfélaga um hver skuli halda næsta Pírataþing skal framkvæmdaráð velja næsta félag.

  2. 15
    Kosið skal málefnaráð sem mun samanstanda af þremur félagsmönnum og þremur varamönnum. Skal ráð þetta annast skipulagningu tveggja Pírataþinga á hverju ári þar sem félagsmenn vinna í stefnumálum.

Greinargerð:
Þessar tvö lagadrög byggja á sömu tillögu sem sneri að því að Píratar myndu halda reglulega þing til að ræða stefnumál.
https://yrpri.org/post/22516

6.16
Kosið skal ársfjórðungslega um ný stefnumál, eða ekki oftar en á þriggja mánaða fresti. Málefnaráð getur þó gefið stefnumálum flýtimeðferð veiti meirihluti stjórnar samþykki á því og stjórnir aðildarfélaga.

Greinargerð:
Þetta byggir á tillögu um reglulega stefnumótun sem gengur út á að ná meiri þátttöku í atkvæðagreiðslum með því að hafa þær sjaldnar en leyfa þannig félagsmönnum að kjósa um mörg stefnumál í einu. Meðlimir Pírata gætu ennþá boðað til félagsfunda og samþykkt að senda stefnu í kosningu en myndu þurfa að bíða aðeins eftir atkvæðagreiðslunni ef það er rétt á eftir síðasta ársfjórðungi.
Flýti-ákvæðið er viðbót við upprunalega tillögu ef ske kynni að Píratar telji sig nauðsynlega þurfa að breyta stefnu vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, t.d. alþingiskosningar á óvenjulegum tíma eða náttúruhörmungar sem krefjast þess að stjórnmálaflokkur taki fljótt afstöðu.
https://yrpri.org/post/22510

Ég mun óska eftir að kynna fjórar lagabreytingartillögur á fundinum í kvöld. Þær sem snúa meira að aðildarfélögum og valddreifingu.

Hugmyndir um eflingu aðildarfélaga og valddreifingu sem fengu góðan stuðning í stefnumótunarferlinu, útfærslu til lagabreytinga má skoða hér:

Hérna er docs skjal með breytingartillögunum