Félagsfundur um nýjar stefnur í vefkosningu

Þann 8. júlí n.k., kl. 17:00 fer fram kynning á nýjum stefnum sem lagt er til að settar verði í vefkosningu. Um er að ræða stefnur sem unnar hafa verið samhliða undirbúningi kosningastefnuskrár og munu koma til að vera til grundvallar þeirri kosningastefnu sem Píratar kynna í komandi alþingiskosningum.

Í lögum Pírata er kveðið á um að kosningastefna skuli byggja á samþykktri stefnu félagsins og er því nauðsynlegt að Píratar setji sér nýja stefnu í nokkrum málaflokkum sem hingað til hefur ekki verið til heildstæð stefna um. Þær stefnur sem verða til umræðu á fundinum eru:

Aðgerðaráætlun í efnahagsmálum: https://office.piratar.is/index.php/s/dWLj6np5kZxf65D
Stefna um húsnæðismál: https://office.piratar.is/index.php/s/Gw746aAAXDRdfYm
Fjölmiðlastefna: https://office.piratar.is/index.php/s/3tZJyy9yRRT3qwS
Nýsköpunarstefna: https://office.piratar.is/index.php/s/QKJ5s8deEeRFMtJ
Uppfærð umhverfis- og loftslagsstefna: https://office.piratar.is/index.php/s/H5W2y63CMxFBrm7

Fundurinn fer fram á https://fundir.piratar.is/stefnumal
FB viðburður er hér: https://www.facebook.com/events/1966712836820051/

Á fundinum verður lagt til að stefnurnar fari í vefkosningu þar sem þær verði í viku í kynningu og að því loknu í viku í kosningu.

Fyrirvari er gerður um að fleiri stefnur kunni að verða kynntar í aðdraganda fundarins sem lagt verður til að setja í vefkosningu.

2 Likes

Á fundinum mun ég einnig leggja til að uppfærð umhverfis- og loftslagsstefna verði sett í kosningu. Hún var samþykkt í kosningu á félagsfundi 7.7.2021 en fram komu athugasemdir um efni og form sem nauðsynlegt var talið að bregðast við, svo ég mun leggja til að félagsfundurinn samþykki að setja hana inn á ný.
Uppfærð stefna er hér: https://office.piratar.is/index.php/s/H5W2y63CMxFBrm7

Gerð var smávægileg uppfærsla á fjölmiðlastefnu, þar sem tilvísun í eldri stefnu Pírata var bætt við: